Nýja forystu í Framsóknarflokkinn!

Nýja forystu í Framsóknarflokkinn!

Framsóknarflokkurinn ætti að flýta flokksþingi sínu og halda það 1. desember. Efni flokksþing ætti að vera þríþætt, Evrópumál, kosningar nýrrar forystu og uppgjör vegna efnahagsástandsins.

Meira um þetta á:

http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/696448/


mbl.is Vill að kosið verði í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja forystu í Framsóknarflokkinn!

Framsóknarflokkurinn ætti að flýta flokksþingi sínu og halda það 1. desember. Efni flokksþing ætti að vera þríþætt:

1. Evrópumálin.

Taka skýra afstöðu til þess hvort Framsóknarflokkurinn vilji ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið eða ekki og fylgja niðurstöðunni eftir af festu.

2. Kjör nýrrar forystu. 

Það er deginum ljósara að núverandi forysta Framsóknarflokksins er ekki að ná flokknum upp úr þeirri lægð sem hann hefur verið -  þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu gegn ríkisstjórn sem hefur gersamlega mistekist við stjórn landsins. Því þarf nýja forystu.

Formannsefni gætu til dæmis verið:

Óskar Bergsson, Sæunn Stefánsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Sigrún Magnúsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Guðný Sverrisdóttir, Höskuldur Þórhallsson, Árelía Guðmundsdóttir, Einar Sveinbjörnsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Páll Magnússon

 

3. Uppgjör vegna efnahagsástandsins

Flokksþing þarf að gera upp málin gagnvart þjóðinni vegna þeirrar ábyrgðar sem Framsóknarflokkurinn ber á núverandi efnahagsástandi. Framsóknarflokkurinn ber þar ákveðna ábyrgð þótt Sjálfstæðisflokkurinn beri höfuðábyrgð ástandinu og Samfylkingin sé illilega samábyrgð þar sem hún hefur gert nánast allt rangt í efnahagsmálum og bankamálum í núverandi ríkisstjórn.

Ég mæli með því að Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir, Siv Friðleifsdóttir og Magnús Stefánsson sem voru ráðherrar í síðustu ríkisstjórn taki persónulega á sig þá ábyrgð með því að segja af sér þingmennsku og hleypa nýju fólki að.

Því miður get ég ekki borið þessa tillögu upp á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins sem verður haldinn 15. nóvember þar sem ég á ekki sæti í miðstjórn.


mbl.is Samfylking með langmest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hænsnfugladráp, gemsar og GPS

Nú standa yfir fjöldamorð á hænsnfuglum til fjalla. Menn eiga helst að fara tveir eða fleiri saman í slíkar drápsferðir öryggisins vegna. En í það minnsta hafa með sér gemsa og gps. Það bjargaði rjúpnaskyttunni í Hnappadalnum.

Bloggfærslur 2. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband