Bjarni Harðar og Bændaflokkurinn hinn þriðji!
19.11.2008 | 20:30
Það er vel við hæfi að vinur minn - þjóðfræðingurinn og fornbókasalinn Bjarni Harðarson skuli nú vera í farabroddi í að endurreisa Bændaflokkinn hinn þriðja! En eins og allir vita þá var Bændaflokkurinn hinn síðari sem nú verður bráðum hinn annar stofnaður af flokksbroti úr Framsóknarflokknum árið 1933.
Ástæða þess að flokksbrotið tveir þingmenn- yfirgaf Framsóknaflokkinn á sínum tíma var sú að þeir vildu ekki nýja ríkisstjórn Framsóknarflokks og Alþýðuflokks.
Það kom þó ekki í veg fyrir eina merkilegustu stjórn 20. aldarinnar stjórn hinna vinnandi stétta samvinnustjórn umbótaflokkanna eins og Tíminn kallaði þá - Framsóknarflokks og Alþýðuflokks en sú stjórn tók við eftir kjördæmabreytingu og kosningar árið 1934.
Það var einmitt á þessum tímamótum sem unga kynslóðin tók við Framsóknarflokknum Hermann Jónasson 37 ára sem varð forsætisráðherra og Eysteinn Jónsson 27 ára sem varð fjármálaráðherra og með þeim í stjórn hinna vinnandi stétta - Alþýðuflokksmaðurinn Haraldur Guðmundsson 42 ára sem varð atvinnumálaráðherra.
Tryggvi Þórhallsson sem sagði skilið við Framsóknarflokkinn og stofnað Bændaflokkinn féll fyrir Hermanni Jónassyni í Strandasýslu!
Reyndar skilaði sér einn af þremur þingmönnum Bændaflokksins sér til Framsóknarflokksins aftur sýslumaður Árnesinga Magnús Torfason. Þannig það er ekki útséð um það að Árnesingurinn Bjarni Harðarson skili sér heim á ný kjósi hann að stofna Bændaflokkinn hinn þriðja.
Bændaflokkurinn hinn síðari bauð síðar fram árið 1937 í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn en þá undir nafninu Breiðfylkingin! Það gekk ekki ýkja vel!
Nú er Bjarni að særa gamlan pólítíska draug úr gröf sögunnar og telur sig geta náð betri árangri en fyrirmyndin sem náði þremur mönnum á þing árið 1934.
Bændaflokkurinn hinn fyrri var stofnaður af þingmönnum úr bændastétt árið 1912. Hluti þess Bændaflokks gekk til liðs við Framsóknarflokkinn eftir að Bændaflokkurinn leið undir lok árið 1916.
Ég óska Bjarna vini mínum Harðarsyni velfarnaðar í hinum nýja Bændaflokki Bændaflokknum hinum þriðja velji hann að ganga þá götu í stað þess að vinna áfram innan Framsókanrflokksins þar sem hann er að mínu mati nauðsynleg rödd minnihlutahóps innan flokksins sem ber að taka tillit til.
En ef Bjarni kýs að halda á brott og stofna nýjan Bændaflokk með broti úr Framsóknarflokknum og nokkrum Sjálfstæðismönnum þá vil ég benda honum á bút úr stefnuskrá Bændaflokksins hins síðari sem hugsanlega er unnt að endurnýja:
Telur flokkurinn að landbúnaðurinn eigi að vera þungamiðja þjóðlífsins. Í samræmi við þennan tilgang vill flokkurinn sameina bændur landsins til sveita og við sjó og aðra, sem aðhyllast stefnu flokksins, til sameiginlegarar baráttu.
Spái því að Barni og Bændaflokkurinn muni - eins og Bændaflokkurinn hinn síðari - nái tveimur þingmönnum - en forystumaðurinn Bjarni falli líkt og Tryggvi á sínum tíma - því nú hafa afar tvær ungar og öflugar Framsóknarkonur tekið sæti sem þingmenn Framsóknarflokksins á Suðurlandi - konur sem ég er ekki viss um að sunnlendingar vilji skipta úr fyrir Bjarna - þótt Bjarni ætti náttúrlega að vera á þingi - skemmtilegur málafylgjumaður með skoðanir sem eiga fullan rétt á sér!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Ingibjörg Sólrún og þingflokkur Sjálfstæðisflokks lengir í líflínu Davíðs!
19.11.2008 | 17:59
Það var á allra vitorði að samkomlag hefði náðst milli Geirs Haarde og Samfylkingarinnar um að strax yrði lagt fram frumvarp um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins - að tillögu Davíðs Oddssonar!
Á spítunni hékk að við sameininguna hyrfi Davíð úr Seðlabankanum og nýr Seðlabankastjóri tæki við - hugsanlega einungis einn - Már Guðmundsson.
Nú virðist þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafa svelgst á þessu plotti - og stuðningsmenn Davíðs fengið því fram að líflína hans verði lengd. Kannske verður Davíð ofan á enn einu sinni! Ef svo verður mun það veikja stöðu Geirs.
Það er ljóst hvernig sem fer að það fer að styttast í formannsskipti í Sjálfstæðisflokknum. Nöfn Þorgerðar Katrínar, Illuga Gunnarssonar og Bjarna Benediktssonar hafa fyrst og fremst verið nefnd í því efni.
Spái því hins vegar að þegar þar að kemur verði það Guðlaugur Þórðarson heilbrigðisráðherra sem muni hafa slaginn - enda best til þess hæfur - búinn að standa sig lang best af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins.
PS:
Nú hefur Ingibjörg Sólrún ákveðið að hugsa fyrst og fremst um ráðherrastólinn sinn - og dregið í land hvað varðar atlöguna að Davíð Oddssyni - eftir að Sjálfstæðisflokkurinn vildi lengja í líflínu Davíðs. Voða Samfylkingarlegt!
![]() |
Hugmynd forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Baldur Guðlaugsson á að taka sér leyfi frá störfum!
19.11.2008 | 07:48
Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins liggur undir grun um að hafa misnotað aðstöðu sína sem innherji þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum í kjölfar fundar sem hann sat með viðskiptamálaráðherra Breta um vanda Landsbankans.
Ég geri ráð fyrir því að á þeim fundi hafi ekki komið fram upplýsingar um Landsbankann sem Baldur hafi misnotað og brotið þannig lög um innherjaviðskipti. Enda væri slíkt grafalvarlegt hjá ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins.
Ég geri einnig ráð fyrir að Baldur hafi ekki fengið upplýsingar um erfiða stöðu bankanna frá Davíð Oddssyni félaga sínum, en eins og Davíð skýrði frá í gær vissi hann allt um erfiða stöðu bankanna allt frá því í febrúar á síðasta ári og segist haf sagt ríkisstjórninni frá því.
Reyndar ef rétt er hjá Davíð þá eru líkur á því að fjármálaráðherra og ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins hafi vitað af því.
En hvernig sem málið er vaxið - þá á Baldur Guðlaugsson að taka sér leyfi frá störfum meðan Fjármálaeftirlitið kannar hvort ásakanir á honum eru réttar. Annað er ótrúðverðugt og slíkur ótrúverðugleiki í fjármálaráðuneytinu er ekki það sem við þurfum við núverandi aðstæður.
![]() |
Ráðuneytisstjóri hugsanlega innherji |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)