Samfylking þykir vænna um ráðherrastólana en Evrópustefnuna
18.10.2008 | 18:17
Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að ríkisstjórnin stefni að inngöngu í Evrópusambandið og segja að það sé lykillinn að endurreisn Íslands. Þetta er rétt hjá þeim.
Hins vegar finnst ráðherrum Samfylkingarinnar vænna um ráðherrastólana en Evrópustefnu sína og munu því sitja sem fastast og tefja nauðsynlegar viðræður við ESB þar sem Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki samþykkja aðildarviaðræður þótt þjóðarhagsmunir séu í húfi.
Nema Samfylkingin sýnu dug sinn og samþykki tillögur Framsóknarmannsins Birkis Jóns Jónssonar um þjóðaratkvæðagreiðsluþ Sjáflstæðisflokkurinn getur varla slitið út af því.
![]() |
Ákvörðun á allra næstu dögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Obama Framsóknarmaður - Brown Samfylkingarmaður
18.10.2008 | 13:21
Það er vert að halda því til haga að Obama er Framsóknarmaður enda í Demókrataflokknum sem er með Framsóknarflokknum í Liberal International.
Það er einnig vert að hald því til haga að Gordon Brown er Samfylkingarmaður enda Verkamannaflokkurinn breski systurflokkur Samfylkingarinnar.
Þjóðin fylgir stefnu Framsóknarflokksins í Evrópumálum
18.10.2008 | 10:00
70% íslensku þjóðarinnar fylgir stefnu Framsóknarflokksins um að ganga skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður um inngöngu í Evrópusambandið.
Nú er ekkert annað að gera fyrir Alþingi en að samþykkja tillögu Birkis Jóns Jónssonar hins snaggaralega þingmanns Framsóknarflokksins um að farið verði í slíka atkvæðagreiðslu.
![]() |
70% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)