Hefjum öflugar hvalveiðar á ný!
16.10.2008 | 19:24
Við eigum að hefja öflugar hvalveiðar á ný! Kjötið getum við nýtt í fóður fyrir hænur og svín og sparað okkur verulegar fjárhæðir í dýrmætum gjaldeyri því hvíta kjötið náttúrlega framleitt fyrst og með innfluttri fóðurgjöf.
Við getum notað lýsið í að knýja hluta skipaflota okkar og sparað þannig olíu.
Við þurfum engar áhyggjur hafa af öfgafullum umhverfissinnum í Bretlandi - því hverju geta bresk stjórnvöld hótað okkur nú eftir efnahagsleg hryðjuverk þeirra í okkar garð?
Gjaldeyri sem við spörum með þessu getum við notað til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar.
Við vorum sammála um þetta félagarnir í gufuklúbbnum í dag - og það gerist ekki alltaf!
![]() |
Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Er ekki kominn tími til að skipta um fleiri en Tryggva Þór?
16.10.2008 | 11:48
Er ekki kominn tími til að skipta mun fleiri en Tryggva Þór - fyrrum svokallaðan efnahagsráðgjafa forsætisráðherra sem nú hefur verið kastað frá borði.
Útlendingar virðast ekki taka mark á Seðlabankanum ef marka má eftirfarandi klausu úr fétt af visir.is:
"Fiskútflutningsfyrirtækið Ögurvík hefur ekki fengið greiðslur fyrir afurðir sínar í Bretlandi þótt Ögurvík sé komið að aðgang að safnreikingi í Seðlabanka Íslands. Westminster Bank í Bretlandi tekur ekki mark á þessum reikningi."
![]() |
Enn vandamál á gjaldeyrismarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ísland á leið í Evrópusambandið
16.10.2008 | 07:40
Ísland er á leið í Evrópusambandið hvort sem okkur líkarþað betur eður verr.
![]() |
ESB-leiðtogar styðja Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |