Þokunni að létta í Seðlabankanum?
15.10.2008 | 10:34
![]() |
Stýrivextir lækkaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hlutafélag Íbúðalánasjóðs um húsnæðislán bankanna!
15.10.2008 | 09:45
Tilmæli ríkisstjórnarinnar eru góð svo fremi sem unnt sé að verða við þeim. Við verðum að vona að gengi íslensku krónunnar skáni svo greiðslubyrði þeirri verði þolanleg fyrir íbúðaeigendur. En það má ekki heldur gleyma því að greiðslubyrði þeirra sem eru með verðtryggð lán hefur einnig hækkað verulega.
Það er óvarlegt að henda húsnæðislánum bankanna inn í núverandi Íbúðalánasjóð. Það gæti ógnað því jafnvægi sem ríkir á núverandi rekstri Íbúðalánasjóðs. Mín tillaga er að Íbúðalánasjóður stofni dótturfélag í hlutafélagsformi til að taka við húsnæðislánunum. Þegar bankakerfið hefur náð sé á ný geta bankarnir komið inn í það hlutafélag ásamt Íbúðalánsjóði og hlutafélagið séð um fjámögnun íbúðalána bankanna með öflugri neytendavernd.
Það er deginum ljósar að ríkisstjórnin verður að endurskoða húsnæðisbótakerfið og stórauka húsnæðisbætur vegna efnahagsástandsins.
![]() |
Afborganir verði frystar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |