Ríkisstjórnarflokkabankar frekar en ríkisbankar?
12.10.2008 | 21:03
Mér virðist allt stefna í að bankarnir verði ríkisstjórnarflokkabankar frekar en ríkisbankar! Á tímabili stefndi í að aðstoðarmenn ráðherra bæði Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks yrðu lykilmenn í stjórnum hinna nýju banka.
Jón Þór Sturluson hafði hins vegar vit á að ganga úr skaftinu á síðustu stundu!
![]() |
Þóra er formaður Nýs Glitnis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af gefnu tilefni þá fjallar fréttin ekki um seðlabankastjóra!
12.10.2008 | 16:10
Manni bjargað úr sjálfheldu!
Af gefnu tilefni þá fjallar fréttin ekki um seðlabankastjóra - hvorki Davíð né hina seðlabankastjórana sem eru í langtum hrikalegri sjálfheldu en þessi ágæti fjallgöngumaður sem Björgunarfélag Árborgar kom til hjálpar.
Það þarf miklu öflugri björgunarsveit en Björgunarfélag Árborgar - með fullri virðingu fyrir miklu og öflugu starfi þess félags - til að bjarga seðlabankastjórnunum úr sjálfheldu sem þeir - eins og heitið gefur til kynna - komu sér sjálfir í með mistökum sínum allt frá árinu 2003
![]() |
Manni bjargað úr sjálfheldu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bretar í fórspor Íslendinga í kreppunni?
12.10.2008 | 12:58
Upphrópanir og yfirgangur breskra stjórnvalda í garð Íslendinga hljóma dálítið holar þegar ljóst er að breska ríkisstjórnin sé að yfirtaka stóra og áður öfluga banka heima í Bretlandi! Ekki er fall þeirra banka Íslendingum að kenna?
Það skyldi þó aldrei enda svo að Ísland verði ofaná í umræðunni! Aðför Breta að Kaupthingi verði þeim hneysa og orðstí Íslendinga til bjargar?
![]() |
Breskir bankar yfirteknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |