Hillary seig - en spái enn Edwards sigri
9.1.2008 | 08:52
Það er ljóst að forkosningar demókrata í Bandaríkjunum verða spennand! Frábær árangur hjá Hillary að koma svona sterk til baka þegar öll nótt virtist úti. Að sama skapi áfall fyrir Obama í ljósi umfjöllunar fjölmiðla sem nánast voru búnir að bóka sigur hans - þótt þessi árangur hans hefði verið talinn góður fyrir aðeins viku síðan.
Ég er enn á því að John Edwards muni vinna langhlaupið. Hins vegar yrði það gott fyrir Bandaríkin að konan Clinton eða blökkumaðurinn Obama sigri.
Nú segist Odinga leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kenýa að hann sé frændi Obama. Ekki viss um að það verði Obama til framdráttar í Bandaríkjunum!
![]() |
Clinton vann í New Hampshire |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |