Íbúðalánasjóður hefur þegar fellt niður seðilgjöld sín!
7.1.2008 | 11:39
Íbúðalánasjóður tók af skarið hvað varðar niðurfellingu seðilgjalda nú um áramótin og heyrir seðilgjald Íbúðalánasjóðs nú sögunni til!
Frá og með 1.janúar 2008 felldi Íbúðalánasjóður niður sinn hluta seðilgjalds viðskiptavina sinna.
Eftir stendur að viðskiptavinir sjóðsins þurfa að greiða 75 kr. greiðslugjald sem rennur til banka og sparisjóða sem taka við afborgunum af lánum Íbúðalánasjóðs. Vonandi sjá bankar og sparisjóðir sér sóma í að fella niður þetta greiðslugjald - það er ekki í valdi Íbúðalánasjóðs.
Seðilgjald Íbúðalánasjóðs var áður alls 195 kr - sem var langtum lægra en almennt tíðkast með seðilgjöld - enda tók það einungis mið af sannanlegum útlögðum kosnaði - en var ekki aukatengjulind eins og seðilgjöldin eru víða. Nú mun þessi kostnaður verða greiddur af öðrum tekjum Íbúðalánasjóðs - sem eru lántökugjöld, hóflegt vaxtaálag á útlán og tekjur vegna fjárstýringar stjóðsins.
Viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs geta nýtt sér þann umhverfisvæna möguleika að vera með pappírslaus viðskipti. Sótt er um rafrænan greiðsluseðil á heimasíðu Íbúðalánsjóðs www.ils.is .
Beina slóðin á slíka umsókn er hér.
PS. Ég bið lesendur bloggsins mína að hafa skilning á því að þótt ég sé hættur á Íbúðalánasjóði - þá dett ég stundum ennþá í gírinn fyrir hönd sjóðsins - enda var það hlutverk mitt í 8 ár!
![]() |
Seðilgjöld heyri sögunni til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)