Algjör Sirkus!

Húsafriðunarmál á Laugavegi og nágrenni er að breytast í algjöran sirkus - þökk sé nýja borgarstjóranum.  Það er alveg ljóst að allir þeir sem eiga gömul hús á samþykktum byggingarlóðum á Laugavegi og nágrenni munu nú koma í röðum ásamt húsfriðunarfólki og þrýsta á um að Reykjavíkurborg kaupi húsin á svipuðum kjörum og borgarstjórinn keypti á Laugaveginum í síðustu viku - algerlega að óþörfu.

Ætli þetta muni ekki kosta borgarbúa svona 10 milljarða - ef miðað er við verðmiðann á húsunum sem þegar hafa verið keypt. Það eru hálf Sundabrautargöng.

Ekki veit ég hvort sirkusinn gangi svo langt að borgin kaupi Sirkus - þann ágæta skemmtistað - sem rekinn er í handónýtum skúr við Klapparstíg - og fellur afar illa inn í núverandi götumynd þar.

Þá geri ég mér ekki heldur grein fyrir því hvort listamennirnir vilja vernda Sirkus eins og hann er í dag - eða hvort þeir vilja að húsið verði gert út í upphaflegri mynd.  Menn geta rifist um það.

En einhvern veginn hef ég grun um að hin skemmtilega stemning sem hefur verið í þessum handónýta skúr fari veg allrar veraldrar ef hann verður gerður upp. Þá muni partýin og listsköpunin finna sér nýjan, ónýtan skúr, til að finna aftur flottu stemminguna.

Hver veit!


mbl.is Niðurrifi mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfall fyrir Kaupthing!

Það hlýtur að teljast áfall fyrir Kaupþing að neyðast til þess að falla frá yfirtöku Kaupþings á NIBC, enda hafa forsvarsmenn Kaupþings talið að samruninn hefði geta styrkt stöðu þeirra sem evrópsks banka verulega.

En í núverandi stöðu á fjármálamörkuðum virðist ljóst að það var lítið annað fyrir Kaupþing að gera.

Ef ég þekki forsvarsmenn Kaupþings rétt, þá munu þeir ekki láta þetta á sig fá, heldur pústa lítillega,  horfa á innri vöxt Kaupþings um tíma eins og forstjórinn orðaði það og síðan halda áfram af fullum krafti í útrásinni við fyrsta tækifæri,

Það verður reyndar spennandi að sjá ársuppgjör bankans vegna árins 2007 á morgun.  Væntanlega mun draga út hagnaði fyrirtækisins, þótt hagnaður Kaupþings verði væntanlega stjarnfræðilegur á vísu meðaljónsins á Íslandi, eins og hagnaður hinna stóru bankanna.


mbl.is Hætt við yfirtöku á NIBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband