Ofbeldisfull karlremba í sókn meðal ungra?
14.1.2008 | 08:37
Á undanförnum misserum hefur mér fundist ofbeldisfull karlremba vera sífellt meira áberandi meðal unglingsstráka og ungra karlmanna. Algeng afstaða virðist vera sú að karlinn eigi að geta hagað sér að vild í samböndum og að konan eigi að að lúta vilja hans. Þá sé það klárlega hlutverk konunar að sjá um heimilið og börnin.
Þá hef ég ítrekað heyrt af tali ungra manna að þeim finnst allt í lagi "að banka kellinguna" ef þeim líkar ekki hvernig hún hagar sé.
Skelfilegt ef satt er. Þetta er áfall fyrir mig og þá karlmenn sem hafa gegnum tíðina - að minnsta kosti í orði - lagt áherslu á jafnrétti kynjanna. Já, þetta er áfall fyrir íslenskt samfélag í heild - svona samfélag viljum við ekki sjá.
Þessari þróun verður að snúa við.