Verkó - ótrúlegt afrek á sínum tíma!

Ég efast um að Íslendingar nútímans sem flestir búa við mikla velmegun og telja það eðlilegt að yfir 80% þjóðarinnar eigi eigið húsnæði geri sér grein fyrir því ótrúlega afreki sem fólst í byggingu verkamannabústaðana vestur í bæ fyrir 75 árum. Það er himinn og haf milli kjara fólks á þeim tíma og ofgnóttarinnar í dag.

Það er ekki tilviljun að stytta af hinum öfluga baráttumanni og alþýðuleiðtoga Héðins Valdimarssonar er að finna á leikvellinum við verkamannabústaðina við Hringbrautina. Héðinn sem var bæjarfulltrúi og þingmaður Alþýðuflokksins á þessum árum flutti á Alþingi árið 1928 fram frumvarp  um verkamannabústaði sem samþykkt var á vorþinginu árið eftir fyrir tilstyrk Alþýðuflokks og Framsóknarflokks.

Á grundvelli laganna stofnaði Héðinn og félagar hans Byggingarfélag verkamanna í Reykjavík sem stóð fyrir byggingu verkamannabústaðanna sem teknir voru í gagnið fyrir 75 árum. Sú framkvæmd var fyrsta skrefið í merkilegri sögu verkamannabústaða á Íslandi sem gerði, ásamt byggingasamvinnufélögunum, alþýðufólki kleift að búa í eigin sómasamlegu húsnæði sem annars hefði að líkindum ekki orðið raunin.


mbl.is 75 ár frá því flutt var í verkamannabústaðina í Vesturbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herdís Sæm með öldungunum á þing!

Það er alveg ljóst af hverju eldri borgarar buðu ekki fram undir eigin merkjum í Norðvesturkjördæmi! Það var ekki pláss fyrir fleiri öldunga en þegar voru fyrir  í fyrstu sætum framboðslista Sjálfstæðisflokks, Frjálslyndaflokksins og Vinstri grænna! 

 Framsóknarflokkurinn er greinilega flokkur unga fólksins og þeirra sem eru að nálgast miðjan aldur - eins og ég - í þessu kjördæmi!  Reyndir og vandaðir stjórnmálamenn eins og Maggi Stefáns - sem staðið hefur sig afbragðs vel í félagsmálaráðuneytinu og Herdís Sæmundardóttir sem komin er með mikla og góða reynslu á ýmsum sviðum stjórnmálanna - eru bara unglingar við hliðina á þessum rosknu köllum!  Þá er ekki verra að hafa Valdimar á Glitstöðum - kornungan manninn með í þessum hóp!

Þegar kjósendur á slóðum föðurfjölskyldu minnar í Hnappadalnum og þar um kring - ásamt kjósendum annars staðar í þessu víðfeðma kjördæmi - taka lokaákvörðun um hvar skuli setja exið á kjörseðilinn - þá ættu þeir að bera saman þessa ágætu öldunga sem væntanlega sumir eru öryggir á þing - og Herdísi Sæmundardóttur - sem þarf örfá atkvæði til viðbótar til að tryggja sér þingsæti.

Atkvæði alvöru unga fólksins og kvenréttindafólksins í kjördæminu ættu að lenda framan við B-ið - því þótt öldungurinn Jón Bjarnason segist vera feministi og haldinn ungmennafélagshugsjón - þá ber það keim af eftirlíkingu! Betra að kjósa orginalinn - Herdísi Sæm!

En svona í lokin - sjáið öldungadeildina í norðvestrinu sem ungir Framsóknarmenn í Skagafirði settu svo snyrtilega upp á vefsíðu sinni:

 

 Einar Oddur Kristjánsson 65 ára þriðja sæti Sjálfstæðisflokksins í NV. Hefur setið á alþingi síðan 1995.

  •  Guðjón A. Kristjánsson 63 ára oddviti Frjálslyndaflokksins í NV. Hefur setið á Alþingi síðan 1999 og varaþingmaður þar áður fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
  •  Sturla Böðvarsson 62 ára oddviti Sjálfstæðismanna í NV. Hefur setið á Alþingi síðan 1991. Og varamaður frá 1984
  •  Jón Bjarnason 64 ára oddviti Vinstri Grænna í NV. Hefur setið á Alþingi síðan 1999. 

 


Bloggfærslur 3. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband