Skíðað í Tindastól!

Það var frábært að skíða með fjölskyldunni í Tindastól í dag. Snjórinn reyndar á hröðu undanhaldi, en nægur samt. Hitti fólk sem flúði Akureyri vegna veðurs- hafði verið í tvo daga þar og einungis komist tvær ferðir niður Hlíðafjall. Komust eins margar ferðir og þau lysti í Tindastólnum.

Gréta mín - 2 1/2 árs -  fór nokkrar ferðir neðsta hluta brekkunnar. Viggó "guðfaðir" skíðasvæðisins tók ekki annað í mál en að lána henni skíði og skíðaskó. Ótrúlegt hvað þessi litlu kríli geta. Takk fyrir það Viggó!

Magnús 6 ára og Styrmir 8 ára fóru mikinn!

Þetta er fyrsta ferðin okkar á skíði í Tindastól - en örugglega ekki sú síðasta!


Bloggfærslur 1. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband