Já, Seðlabankann á Ísafjörð!

Pistill minn, Seðlabankann á Ísafjörð? hefur vakið nokkra athygli og hefur jafnvel verið vitnað til hans á vefsíðu hins skemmtilega vestfirska blaðs BB sem er mér mikill heiður.

Margir hafa spurt mig hvort ég meini virkilega að það ætti að færa Seðlabankann á Ísafjörð. Já, ég meina það virkilega. Geri mér grein fyrir að það eru ekki miklar líkur á að bankinn verði fluttur þar í einu lagi, en er eitthvað því til fyrirstöðu að færa einhvern hluta hans þangað?

Eins og fram kom í fyrri pistli mínum þá vinn ég í opinberu fyrirtæki sem er með starfsstöðvar bæði í Reykjavík og Sauðárkróki. Ég veit hvað starfstöðin á Sauðárkróki skiptir fyrir Skagfirðinga. Vestfirðingar eiga það inni hjá okkur að fá hluta af alvöru opinberu fyrirtæki flutt vestur til að styrkja samfélagið þar. 

Opinber fyrirtæki eiga að flytja þann hluta starfsemi sinnar sem unnt er að flytja með góðu móti frá höfuðborgarsvæðinu út á land. Við eigum öll ríkisfyrirtækin - ekki bara við höfuðborgarbúarnir.  

 


Bloggfærslur 26. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband