Seðlabankann á Ísafjörð?

Hvernig væri að flytja Seðlabankann á Ísafjörð? Þessa spurningu spurði vinnufélagi minn mig í morgun.

Fyrstu viðbrögð mín voru neikvæð, en svo fór ég að hugsa!

Ísafjörður hefur farið illa út úr flutningi hátæknifyrirtækis af staðnum og samkvæmt nýlegri tölfræði hefur staðurinn verið afar afskiptur hvað varðar flutning opinberra starfa út á landsbyggðina. Það er æskilegt að flytja alvöru opinbert fyrirtæki vestur, allt eða hluta þess. Vestfirðingar eiga það inni hjá þjóðinni. 

Ég vinn í fyrirtæki sem er staðsett á tveimur stöðum, 50 manns í Reykjavík og 16 á Sauðárkróki.  Þetta fyrirkomulag hefur gengið afar vel og starfstöðin á Sauðárkróki er til fyrirmyndar mönnuð metnaðarfullu starfsfólki.

Því þá ekki að flytja Seðlabankann á Ísafjörð? 

Það myndi fjölga hámenntuðu fólki á staðnum sem hvort eð er er ekki á þeytingi vítt og breytt um höfuðborgina í starfi sínu, enda fer starfið fyrst og fremst fram inn á kontór og með upplýsingaöflun gegnum netið, skilst mér.

Margföldunaráhrifinn fyrir Ísafjörð yrðu veruleg - og háskóli á Vestfjörðum hefði aðgang að bestu hagfræðingum til kennslu og jafnvel rannsókna.

Auk þess myndi úrvals húsnæði á besta stað losna í miðbænum. Það væri best nýtt undir listaháskóla - sem stæði þá við hlið stærstu menningarhúsa landsins og við hlið ráðuneyti menningarmála!

Já, af hverju ekki að flytja Seðlabankann á Ísafjörð!

Svo er nú það!


Bloggfærslur 20. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband