Flottur Talsmaður neytenda!
15.3.2007 | 10:34
Heimasíða Talsmanns neytenda www.tn.is er ein áhugaverðasta heimasíða sem sett hefur verið upp á undanförnum vikum. Á síðunni er ekki einungis um að ræða fjölbreyttar upplýsingar, heldur jafnframt vönduð lifandi umfjöllun um hvaðeina sem snýr að neytendum.
Embætti Talsmanns neytenda er ekki gamalt þótt verkefnin séu næg og mikilvægt fyrir neytendur að vel takist til. Hingað til hefur starf talsmannsins verið til fyrirmyndar, en eftir því sem ég kemst næst stendur Talsmaður neytenda nánast einn og óstuddur í þessu mikilvæga starfi.
Þótt eldmóður sé mikill er erfitt fyrir einn einstakling að halda úti svo mikilvægu starfi til langframa.
Það að halda úti öflugri og mikilvægri heimasíðu eins og heimasíða Talsmanns neytenda er kallar á mikla vinnu. Því er það mikilvægt að embætti Talsmanns neytenda verði styrkt svo unnt verði að bæta við starfsmanni. Ég veit það af reynslu að breyting úr einyrkjastarfi yfir í tveggja manna vinnustað getur haft margföldunaráhrif í afköstum og tryggt stöðugleika og nauðsynlega framvindu.
Það er hagsmunamál neytenda að embætti Talsmanna neytenda verði styrkt og neytendur eiga það skilið.
Svo er nú það!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)