OMX lækkar um 0,6% ef FL Group lækkar um 10%!

Úrvalsvísitala OMX lækkar um 0,6% ef FL Group lækkar um 10%!  OMX lækkar um 3,6% ef Kaupþing lækkar um 10%! Úrvalsvísitala OMX lækkar um 6,6% ef bankarnir þrír lækka um 10%!

Á þetta bendir Jón Garðar Hreiðarsson á eyjubloggi sínu í dag þar sem hann fjallar um greiningardeildir bankanna og hættuna á hagsmunagæslu þeirra á markaði.

Jón Garðar segir m.a:  "Er kannski kominn tími á stofnun greiningardeildar – utan fjármálageirans og án allra hagsmuna við hann eða þróun hlutabréfamarkaðarins yfir höfuð ?"

Já Jón Garðar, það er löngu kominn tími á það!

Til að öllu sé til haga haldið þá er Jón Garðar ekki að væna greiningardeildirnar um óheiðarleika - þvert á móti - einungis að benda á þennan möguleika í stöðunni. Jón Garðar segir:

"...Af þessu sést að breyting á gengi fjármálafyrirtækja hefur afgerandi áhrif á þróun markaðarins til hækkunar eða lækkunar. Óháð og vönduð greining á fjármálafyrirtækjum – og fjármálageiranum – skiptir fjárfesta því verulega miklu máli, og í rauninni öll fyrirtæki, hvort sem þau eru á markaðnum eða ætla sér þangað í framtíðinni.

Nú er ég alls ekki að væna greiningardeildirnar um óheiðarleika – en er skynsamlegt að öll gagnrýnin, greiningarnar og úttektirnar komi frá þessum sama geira, sem á svona mikið undir þróuninni á hverjum tíma?

Ég hvet ykkur að lesa blogg Jóns Garðars, "Greiningardeild utan bankanna."


mbl.is FL Group lækkaði um 15 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband