OMX lækkar um 0,6% ef FL Group lækkar um 10%!
4.12.2007 | 09:08
Úrvalsvísitala OMX lækkar um 0,6% ef FL Group lækkar um 10%! OMX lækkar um 3,6% ef Kaupþing lækkar um 10%! Úrvalsvísitala OMX lækkar um 6,6% ef bankarnir þrír lækka um 10%!
Á þetta bendir Jón Garðar Hreiðarsson á eyjubloggi sínu í dag þar sem hann fjallar um greiningardeildir bankanna og hættuna á hagsmunagæslu þeirra á markaði.
Jón Garðar segir m.a: "Er kannski kominn tími á stofnun greiningardeildar utan fjármálageirans og án allra hagsmuna við hann eða þróun hlutabréfamarkaðarins yfir höfuð ?"
Já Jón Garðar, það er löngu kominn tími á það!
Til að öllu sé til haga haldið þá er Jón Garðar ekki að væna greiningardeildirnar um óheiðarleika - þvert á móti - einungis að benda á þennan möguleika í stöðunni. Jón Garðar segir:
"...Af þessu sést að breyting á gengi fjármálafyrirtækja hefur afgerandi áhrif á þróun markaðarins til hækkunar eða lækkunar. Óháð og vönduð greining á fjármálafyrirtækjum og fjármálageiranum skiptir fjárfesta því verulega miklu máli, og í rauninni öll fyrirtæki, hvort sem þau eru á markaðnum eða ætla sér þangað í framtíðinni.
Nú er ég alls ekki að væna greiningardeildirnar um óheiðarleika en er skynsamlegt að öll gagnrýnin, greiningarnar og úttektirnar komi frá þessum sama geira, sem á svona mikið undir þróuninni á hverjum tíma?
Ég hvet ykkur að lesa blogg Jóns Garðars, "Greiningardeild utan bankanna."
![]() |
FL Group lækkaði um 15 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |