Verðtrygging eða ESB - okkar er valið!

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hittir naglan á höfuðið þegar hann segir: „Verðtryggingin er á einhvern hátt fylgifiskur krónunnar sem örmyntar í landamæralausum fjármálaheimi.“  Þetta er kjarni málsins. Valið stendur á milli Evrópusambandsins og Evru annars vegar eða íslensku krónunnar og verðtryggingarinnar hins vegar.


mbl.is Flestir sammála um að vilja sjá á bak verðtryggingunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattheimta á að vera græn!

Það er ánægjuleg niðurstaða að landsmenn telji að stóriðjufyrirtæki eigi að greiða fyrir losun sína á gróðurhúsalofttegundum.  Skattheimtan á að vera græn - það er þeir sem menga eða ganga á auðlyndir okkar eiga að greiða sérstaklega fyrir það.

Hið praktíska vandamál er að ef Íslendingar leggja á "grænan" skatt vegna losunar stóriðjufyrirtækjanna á meðan aðrir gera það ekki, þá gæti það orðið til þess að auka losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu!

Við drífum stóriðjuna áfram með endurnýjanlegri, umhverfisvænni orku á meðan orka víða annars staðar er drifin áfram með brennslu ólíu og kola.  Því verður að vera tryggt að gjald vegna losunar gróðurhúsalofttegunda verði grænn skattur á heimsvísu!  Þar liggur vandinn.

Skrefi í þessa átt var hins vegar stigið í Ástralíu í morgun þegar nýr forsætisráðherra undirritaði Kyoto-sáttmálann.  Við það stendur Georg Bush umhverfissóði einn eftir af leiðtogum stóru iðnveldanna!

Þá er að hefjast fundarlota á Balí - þar sem þjóðir heims freista þess að ná nýjum áföngum í baráttunni gegn ofhitnun jarðar. Við skulum vona að það takist - en því miður er ég ekki allt of bjartsýnn!

PS. Sá eftirfarandi frétt á nýjum og mjög bættum vef Viðskiptablaðsins:

Verslun með losunarheimildir skilar árangri

- Forstjóri Rio Tinto Alcan hlynntur mælanlegum aðgerðum í loftslagsmálum


mbl.is 95% telja að stóriðja eigi að greiða fyrir mengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband