Síðasti dagurinn hjá Íbúðalánasjóði!

Þá er að hefjast síðasti vinnudagurinn minn hjá Íbúðalánasjóði! Það er sérkennileg tilhugsun eftir 8 ára starf að kveðja samstarfsfólkið sem hefur staðið sig svo vel í þeim ólgusjó sem Íbúðalánasjóður hefur siglt gegnum á þessu tímabili.

Mér finnst ég geta horft stoltur yfir farinn veg hjá Íbúðalánasjóði - verkefnin verið fjölmörg og áskoranirnar margar. Sjóðurinn er sterkur og með sterka stöðu í hugum almennings eins og viðhorfskannanir hafa sýnt.

Það eru fjölmörg verkefni sem ég hef unnið að og koma upp í hugann - en líklega er undirbúningur og framkvæmd breytinganna á skuldabréfaútgáfu sjóðsins sumarið 2004 það verkefni sem upp úr stendur. Það var afar erfitt og spennandi og tókst vonum framar enda unnið með öflugu fólki hérlendis og erlendis. Reyndar gjörbreytti þessi breyting íslenskum skuldabréfamarkaði og opnaði erlendum fjárfestum loks greiða leið inn á þann markað.

Fleiri verkefni mætti tiltaka, eins og vefvæðingin sem fólst í Íbúðalán.is, landsmönnum öllum til hagsbóta.

Þá hafa verið dálítil slagsmál í fjölmiðlum!

En hvað um það - ég kveð Íbúðalánasjóð sáttur og stoltur. 

Við samstarfsfólkið í sjóðnum vil ég segja:  "Takk fyrir allt - þið eruð frábær!"


Bloggfærslur 20. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband