Skynsamlegt hjá Geir!
30.11.2007 | 16:32
Það er afar skynsamlegt hjá Geir Haarde forsætisráðherra að fresta fyrirhuguðum skattalækkunum ríkisstjórnarinnar, enda hætta á því að arður almennings af slíkum skattalækkunum færi fyrir lítið í verðbólgubálinu ef af þeim yrði við núverandi aðstæður. Þá er betra að bíða - svo skattalækkanir verði almenningi til góða.
Þetta er í takt við blogg mitt Matarskattslækkun mistök?
Hins vegar geta þeir sem eru á lægstu laununum - og ummönnunarstéttirnar - ekki beðið eftir lífsnauðsynlegum kjarabótum. Það verður hins vegar vandi að finna lausn á því vandamáli án þess að hreyfa við verðbólgu - en þá lausn verður samt að finna!!!
Mín tillaga er að í stað þess að hækka skattleysismörk - sem auka kaupmátta allra - líka hinna hæst launuðu - þá verði skilgreind ákveðin lágmarksframfærsla. Þeir sem ekki ná tekjum til að standa undir slíkri framfærslu fái greiddar lágtekjubætur svo lágmarksframfærslumarki verði náð.
![]() |
Skattalækkun frestað? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |