Fćrsluflokkur: Lífstíll
Góđ Hreyfing!
8.1.2008 | 12:01
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Tannálf í skólann, takk!
17.3.2007 | 09:37
Ţađ vantar tannálfa í grunnskólann. Tannheilsu barnanna okkar hefur hrakađ verulega á undanförnum árum. Viđ erum ađ upplifa ţađ sama og ljósálfarnir í álfheimum í hinu frábćra barnaleikriti Benedikt búálfur. Ţegar Tóti tannálfur var numinn á brott af svartálfum, ţá fengu ljósálfarnir tannpínu.
Ţegar ég var í grunnskóla ţá var tannálfur í skólanum í gerfi skólatannlćknis. Skólatannlćknirinn fylgdist međ tannheilsu barnanna og gerđi viđ tennurnar ţegar ţess ţurfti. Fyrir allmörgum árum var ţessi tannálfur numinn á brott međ kerfisbreytingum. Afleiđingarnar eru ţćr sömu í grunnskólanum og í álfheimum. Tannpína og verri tannheilsa barnanna okkar.
Ţađ voru og eru góđ og gild rök fyrir ţví ađ ríkisvaldiđ sjái ekki um tannviđgerđir í grunnskólanum međ ríkisreknum tannlćkni, heldur sjái tannlćknar hverrar fjölskyldu fyrir sig um eftirlit og tannviđgerđir skólabarna. Enda gert ráđ fyrir ađ Tryggingastofnun tćki ţátt í ţeim kostnađi.
Hins vegar er stađreyndin sú ađ viđ foreldrarnir höfum brugđist börnunum okkar međ ţví ađ trassa ađ tryggja reglubundiđ tanneftirlit. Mánuđirnir og árin fjúka hjá og ţađ gleymist ađ panta tannlćknatíma fyrir börnin ţar til allir vakna upp viđ vondan draum - og slćma tannpínu og tannheilsu. Ţá er rokiđ af stađ, en skađinn skeđur.
Ţótt ég sé ekki mikiđ fyrir forrćđishyggju ţá held ég ađ ţegar um tannheilsu barnanna okkar er ađ rćđa - ţá verđum viđ ađ breyta um takt. Viđ eigum fá tannálfa í formi tannfrćđinga eđa tannlćkna inn í grunnskólana til ađ sjá um tanneftirlit og tannfrćđslu. Slíkir tannálfar ćttu ađ skođa öll grunnskólabörn reglubundiđ - og ef Karíus og Baktus eru ađ láta á sér krćla - ţá vísi tannálfurinn í skólanum börnunum til fjölskyldutannlćknisins sem sjái um ađ fylla í holurnar ţeirra og skola ţeim félögum á haf út.
Og ađ sjálfsögđu á ađ greiđa tannlćkningar - og tannréttingar á börnum úr sameiginlegum sjóđum landsmanna.
Svo er nú ţađ!
Lífstíll | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)