Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hugleysingjar oft bak við dulnefni á blogginu

Þótt margir þeirra sem blogga undir dulnefni skrifi málefnaleg og heiðarleg blogg - þá er því miður allt of margir nafnlausir hugleysingjar sem hafa ekki manndóm í sér að standa fyrir máli sínu undir nafni og kennitölu. Einkenni þeirra er einmitt að vega fólk úr launsátri með harkalegum persónulegum árársum.

Þessi hópur nafnlausra bloggara er blettur á samfélaginu og er að ata málfrelsinu auri. Málfrelsi byggir ekki á því að fólk geti atað náungan auri undir dulnafni - heldur er það heilagur réttur fólks að geta tjáð sig fjálst í eigin persónu.


mbl.is Björgvin G.: „Ný vídd í nafnlausu níði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Islandsk superstjerne slakter Drillo-fotballen!

"Islandsk superstjerne slakter Drillo-fotballen!" er fyrirsögn í norska blaðinu VG eftir jafntefli Íslendinga og Norðmanna! Ekki leiðinlegt að sjá - og ég hefði alveg verið til í að mæta í vinnuna í norska Húsbankanum á mánudaginn og hitta fyrrum vinnufélaga mína þar!

"Den islandske superstjernen var selvsagt sentral, og scoret da Island fikk med seg ett poeng fra møtet med Norge - selv om de skulle hatt alle tre" segir norska blaðið um frammistöðu Eiðs Smára og íslenska landsliðsins.

Eiður Smári er ekkert að skafa utan af því í viðtali við blaðið og segir Norðmenn spila leiðinlegan fótbolta: "Eidur Gudjohnsen mener Norge spilte "kjedelig" fotball - og er glad han ikke er elev under Egil Drillo Olsen."

Sjónvarpsviðtal við Eið Smára - undir fyrirsögninni "Norge-dødaren» Gudjohnsen slakter norsk spillestil" er hér.

Þá vælie John Carew yfir því að fá ekki víti fyrir leikræna tilburði í leiknum í þessu viðtali!

 


mbl.is Veigar: Áhorfendur eflaust hissa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárfestirinn Endre Røsjø aufúsugestur á Íslandi

Það er afar mikilvægt að fá norska fjárfesta eins og Endre Røsjø með fjármagn til fjárfestinga á Íslandi. Endre Røsjø er ekki einungis "einhver" fjárfestir sem hefur náð ótrúlegum árangri í fjárfestingum sínum heldur lítur hann á það sem nánast skyldu sína að koma bræðraþjóð Norðmanna til hjálpar í erfiðleikum.

Endre Røsjø og þá ekki síður Ingjald Ørbeck Sørheim hafa af mikill elju unnið að því í sumar að fá fleiri norska fjárfesta til þess að fjárfesta með sér á Íslandi í samvinnu við ábyrga íslenska fjárfesta.

Þá er ekki verra að hafa Svein-Harald Øygard með í hópnum - enda líklega fáir útlendingar búnir að kynnast í íslensku efnahagslífi betur en hann.

Við eigum að taka þessum frændum okkar opnum örmum. Framlag þeirra getur skipt sköpum á Íslandi.


mbl.is Vilja setja fé í endurreisnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velgengni Magma Energy stórhættuleg?

Það gengur vel hjá Magma Energy sem er að festa kaup á hlut Orkuveitunnar í HS Orku. Í venjulegu árferði hefði þessi velgengni styrkt fólk í trúnni með að aðkoma Magma Energy að HS Orku og í framhaldinu innspýting fyrirtækisins á 700 milljónum dollurum í framkvæmdir á Suðurnesju væri til góða.

En svo virðist ekki vera hjá þeim sem fallið hafa í áróðursgryfju Vinstri grænna og borgarfulltrúa Samfylkingarinnar  - sem greinilega eru á móti því að fá erlent fjármagn inn í landið og á móti uppbyggingu á Suðurnesjum sem miklu máli skiptir fyrir atvinnu- og efnahagslíf landsins.

Nú er það stórhættulegt að Magma Energy gangi vel!

Halló!

Er ekki allt í lagi?

Reyndar verður að halda því til haga að borgarfulltrúarnir eru á öðru máli en ráðherrar Samfylkingarinnar sem eru með erlendri fjárfestingu og aðkomu Magma Energy - ef marka má fyrri orð sumra þeirra að minnsta kosti.


mbl.is Velgengni Magma vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sanngjarnt að fresta afgreiðslu á sölu í HS Orku til Magma

Það er sanngjarnt og eðlilegt að verða við beiðni minnihlutans í borgarráði að fresta afgreiðslu á sölu HS Orku til Magma. Minnihlutinn lagði fram langan spurningalista - sem greinilega er að hluta til spurningar settar fram til að undirbyggja pólitíska frasa í umræðunni - en það er afar eðlilegt - ekki  hvað síst á kosningavetri.

Væntanlega munu svör við þeim spurningum liggja fyrir á næsta fundi borgarráðs þegar ráðið afgreiðir málið.

Síðan verður málið að sjálfsögðu hitamál á borgarstjórnarfundi þegar lokaafgreiðsla málsins fer fram.

Ég hef mikinn skilning á afstöðu Vinstri grænna og þess hluta Samfylkingarinnar sem telja að orkufyrirtækin eigi að vera í samfélagslegri eigu.  Það eru margir Framsóknarmenn sem telja slíkt hið sama, enda er það ekki kappsmál Framsóknarflokksins að selja einkaaðiljum hlut í orkufyrirtækjunum.

Ekki gleyma því að Orkuveitan er öflugt fyrirtæki í almannaeigu - fyrirtæki sem Framsóknarmenn hafa leikið lykilhlutverk í að byggja upp gegnum tíðina - og Framsóknarmenn munu af alefli standa vörð um að verði áfram í almannaeigu.

Ekki gleyma því heldur að það voru önnur sveitarfélög - sum undir stjórn Samfylkingarinnar - sem ákveða að einkavæða HS Orku - ekki Reykjavíkurborg.

Ekki heldur gleyma því að Orkuveitan sem er í almannaeigu ætlaði að eiga ráðandi hlut í HS Orku. Það voru samkeppnisyfirvöld sem skikkuðu Orkuveituna til að selja hlut sinn í HS Orku.

Framsóknarmenn eru löghlýðnir flestir upp til hópa og telja sig skylt að fara að lögum - þótt margir andstæðingar Framsóknarmanna í Samfylkingu og VG telji sig geta valið hvaða lögum eigi að fylgja og hvenær - jafnvel talið rétt að brjóta gegn landslögum í þessu tilfelli.

Við megum heldur ekki gleyma að ríkið og innlendir aðiljar hafa haft 6 mánuði til að koma með tilboð í hlut Orkuveitunnar. Það hefur ekkert tilboð komið annað en Magma. Áhuginn eða getan var ekki fyrir hendi.

Við megum heldur ekki gleyma því að frestur til sölu er einungis til áramóta.

Er það forsvarandlegt fyrir borgina að taka þá áhættu að missa af sölunni til Magma og að geta síðan ekki selt - nema þá á slikk á raunverulegri brunaútsölu 31. desember 2009?

Ég held ekki.

Að lokum.

Mér þótt dálítið broslegt þegar ég las Fréttablaðið í morgun - að það var gert stórmál úr því að einhverjir Framsóknarmenn væru hugsi yfir sölu Orkuveitunnar á hlut sínum í HS orku til erlends aðila - á meðan Fréttablaðið hefur þagað þunnu hljóði yfir því að forysta Samfylkingarinnar er klofin í herðar niður á afstöðunni til málsins.  Ráðherrar ríkisstjórnarinnar og þingmenn eru á því að það eigi að selja erlendum aðilja hlutinn - en borgarfulltrúarnir eru á móti.

Það skyldi þó ekki vera að borgarfulltrúar Samfylkingarinnar séu á móti málinu af því að þeir telja sig geta slegið pólitískar keilur á málinu á kosningavetri - á meðan raunveruleg stefna Samfylkingarinnar er önnur?

En reyndar skil ég mismunandi áherslur Samfylkingarmanna í málinu - því eins og ég sagði - það eru margir Framsóknarmenn sem telja slæmt að Orkuveitan hafi þurft að selja erlendum einkaaðila hlut sinn í HS Orku, enda er það ekki kappsmál Framsóknarflokksins að selja einkaaðiljum hlut í orkufyrirtækjunum. 

En við þær aðstæður sem við búum við í dag - lagalegum og efnahagslegum - þá tel ég rétt að selja Magma hlut okkar í HS Orku. Um það er nokkuð breið samstaða innan hins fjölmenna borgarmálahóps Framsóknar - þótt sumir séu efins.

Okkur veitir ekki af fersku erlendu fjármagni og þær framkvæmdir sem munu fylgja inn í það slæma atvinnu- og efnahagsáastand sem við búum við. Fyrst Orkuveitan var skikkuð til að selja.


mbl.is Fresta afgreiðslu á sölu HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afkomutenging lána er áhugaverður kostur!

Það er gaman að sjá hugmynd sem ég setti fram á haustdögum til lausnar greiðsluvanda heimilanna komna á flug hjá prófessor Þórólfi Matthíassyni - og Morgunblaðinu! Afkomutenging lána svipað og afborgunarkerfi hjá LÍN er leið sem getur komi heimilunum til bjargar - og ætti jafnvel að vera grunnur að opinbera íbúðalánakerfinu.

Það gæti jafnvel orðið lausn á þeim kröfum sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur gert til breytinga á lánareglum Íbúðalánasjóðs. Á það má reyna! Reyndar veit ég ekki hver afstaða ESA er til opinberra húsnæðislána nú eftir efnahagshrunið - en mér finns hugmyndin umræðunnar virði.

Lán Íbúðalanasjóðs yrðu þá þannig að þeir sem þau taka greiða afborganir sem hlutfall af tekjum. Lánin væru þá ekki miðuð við árafjölda.  Einungis ákveðna hámarksfjárhæð sem dugir til kaupa á hóflegu húsnæði - eins og hingað til hefur verið grunnhugmyndin í opinbera íbúðalánakerfinu.

Þeir sem lágar tekjur hafa eru lengi að greiða af lánunum.

En þeir sem eru með háar tekjur greiða lánin upp því mun fljótar - jafnvel á 10 - 15 árum.

Endurgreiðslan er því réttlát  - og fjárstreymi til Íbúðalánasjóðs tiltölulega jafnt þar sem sumir greiða lánin niður hratt - og aðrir hægt.

Það verður spennandi að sjá hvort stjórnvöld þróa áfram þessa hugmynd mína og Þórólfs!

 


mbl.is Grunnur að lausn á vanda heimila?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjálfsögðu á Ísland að taka upp Evru!

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, mælir með því í nýrri skýrslu um íslensk efnahagsmál, að Ísland reyni að komast inn á evrusvæðið en slíkt krefjist aðildar að Evrópusambandinu. Með þessu móti yrði Ísland þátttakandi í evrusamstarfinu sem og nyti þess stöðugleika, sem því fylgir.

Að sjálfsögðu!


mbl.is Ísland taki upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3-1 fyrir Guðlaugi Gylfa gegn Degi B í Kastljósinu!

Það er ekki á hverjum degi sem hinn annars geðþekki og mælski leiðtogi Samfylkingarinnar í borgarstjórn, Dagur B. Eggertsson, verður að láta í minni pokann í sjónvarpsumræðum. En það gerðist í kvöld þegar pólitískru illa rökstuddir frasar Dags urðu að víkja fyrir vel rökstuddum staðreyndum Guðlaugs Gylfa Sverrissonar stjórnarformanns Orkuveitunnar sem, ólíkt Degi, hélt ró sinni allan tímann.

Þá hélt Guðlaugur Gylfi sig við klára og vel rökstuddar staðreyndir ólíkt Degi sem reyndi sífellt að kasta fram pólitískum moldviðrisfrösum sem byggja í besta falli á útúrsnúningum.

Þrátt fyrir 6 mánaða opið og gagnsætt söluferli reyndi Dagur að draga upp þá mynd að Orkuveitan hefði staðið að sölunni á óeðlilegan leynilegan hátt - og það þótt Orkuveitan og Magama hefðu gefið fjármálaráðherranum auka frest til þess að koma að málinu með betra tilboð en Magma. Sem náttúrlega gerðist ekki.

Þegar allt um þraut og skýrt hafði komið fram að Dagur hafði ekki kynnt sér og lesið samning Orkuveitunnar við Magma reyndi Dagur að draga umræðuna niður í pólitískt foræði með því að veitast að borgarstjóranum með dylgjur. Guðlaugur lét ekki draga sig niður á það plan.

Hins vegar er vert að skýra fyrir þeim sem ekki hafa sett sig inn í málið að þeir peningar sem Orkuveitan fær greitt fyrir skuldabréf sitt í dollurum að 7 árum liðnum mun að sjálfsögðu fara í að greiða niður erlend lán Orkuveitunnar í dollurum. Því skiptir ekki máli fyrir Orkuveituna hvort krónan verður veik eða styrk þegar greiðslankemur. Það sem skiptir Orkuveituna öllu að greiðslan verður í dollrurum sem er sú mynt sem Orkuveitan þarf að greiða erlend lán sín.

Þetta vill eða geta borgarfulltrúar Samfylkingarinnar ekki skilið - þótt félagar þeirra í Hafnarfirði fatti trikkið!

En ég spái því að Dagur vinni heimavinnuna sína betur næst þegar hann reynir að gera pólitíska aðför að Guðlaugi Gylfa - ef hann leggur í það aftur maður gegn manni í Kaastljósinu.

PS.

Fann eftirfarandi komment í bloggi Láru Hönnu Einarsdóttur sem er harður andstæðingur sölu á hlut Orkuveitunnar í HS Orku :

"Í Kastljósi í gærkvöldi var okkur sýndur farsakenndur fáránleiki málsins þar sem Guðlaugur stjórnarformaður OR og Dagur B. létu ljós sitt skína. Satt að segja var ég nákvæmlega engu nær eftir þennan farsa. Dagur var óundirbúinn og greinilega illa að sér í málinu."

Það sem Hanna Lára vill reyndar ekki sjá eru að rök Orkuveitunnar og Guðlaugs standast - en moldvirðri hins geðþekka leiðtoga Samfylkingarinnar í borgarstjórn byggir ekki á staðreyndum heldur von um að geta slegið pólitískar keilur.


mbl.is Vaxtamunurinn eðlilegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öflugur og reyndur maður í upplýsingamál forsætisráðuneytisins

Öflugur og reyndur maður hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Einar Karl Haraldsson. Það veitir ekki af svo öflugum manni í upplýsingamálin á næstu vikum og mánuðum. Ekki aðeins til að tryggja gott upplýsingaflæði frá forsætisráðuneytinu til fjölmiðla og almennings á Íslandi - heldur ekki síður til að tryggja að erlendir fjölmiðlar og ráðamenn fái góðar og greiðar upplýsingar um það sem er að gerast í ríkisstjórninni á Íslandi. Okkur veitir ekki af að halda málefnum Íslands á lofti erlendis.

 


mbl.is Einar Karl ráðinn upplýsingafulltrúi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin á sitthvorri skoðuninni á aðkomu einkafyrirtækja að orkuframleiðslufyrirtækjum?

Samfylkingarkonan Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra óttast greinilega ekki aðkomu Magma Energy að HS Orku og telur hagsmuni almennings ekki í hættu þótt einkafyrirtæki eignist hluta í orkuframleiðslufyrirtækjum. Þetta kom afar skýrt fram í viðtali á RÚV á dögunum:

Hagsmunir almennings ekki í hættu

 
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra telur hagsmuni almennings ekki í hættu þótt einkafyrirtæki eignist hluta í orkuframleiðslufyrirtækjum.

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra:
Alls ekki vegna þess að auðlindirnar eru tryggðar í eignarhaldi opinberra aðila, dreifiveituþátturinn eða sérveitustarfsemin er líka tryggð í meirihlutaeigu opin, er tryggð í meirihlutaeigu opinberra aðila og þetta er bara, þetta er áhættusami þátturinn, það er að segja rannsóknir og framleiðsla á orkunni sjálfri og síðan borga þessir aðilar rentu fyrir nýtinguna.
Og þetta er eitthvað sem að, fyrirkomulag sem að ég held að sé heppilegt og ástæðan er auðvitað sú, ég tala ekki um núna á næstunni að það skiptir mjög miklu máli fyrir okkur að orkuframleiðsla geti farið af stað og það vantar fjármagn eins og er.
Þannig að ef að fjármagn er að koma inn í orkugeirann til þess að fara af stað með framkvæmdir þá er það jákvætt án þess að ég sem slík geti sko, hafi einhvern sérstakan, einhverja sérstaka skoðun á þessu fyrirtæki umfram annað eða þessum samningi umfram annan að þá tel ég jákvætt ef að nýtt fjármagn er að koma inn í orkugeirann.
Vonandi fara þau að tala saman um þessu mál í Samfylkingunni og komi sér saman um stefnuna. Sérstaklega iðnaðarráðherrann og hinn öflugi leiðtogi Samfylkingarinnar í borgarstjórn.

mbl.is Vilja að samningur við Magma verði gerður opinber
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband