Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Útrýming hverfislögreglu ógnar forvarnarstarfi
15.5.2009 | 08:20
Lögreglan í Reykjavík hefur nú lagt niður vel heppnaða hverfislögreglu sem náð hefur afar góðum árangri ekki hvað síst í forvarnarstarfi meðal unglinga.
Þeir sem til þekkja eru sammála um að tilkoma hverfislögreglu í Breiðholti hafi átti stóran þátt í mikilli fækkun afbrota á því svæði og að samstarf hverfislögreglu við skóla og þjónustumiðstöð borgarinnar hafi unnið gegn vímuefnanotkun. Breiðholtið var orðið öðrum hverfum til fyrirmyndar!
Það er óskiljanlegt að niðurskurðarhnífur ríkisstjórnarinnar skuli verða til þess að útrýma hverfislögreglunni nú þegar öllu máli skiptir að auka forvarnarstarf á erfiðum tímum.
Enda hafa fréttir af átökum unglingaklíka og auknum afbrotum í Breiðholti verið áberandi þann stutta tíma sem liðinn er frá því hverfislögreglan var lögð niður.
Að óbreyttu þá er hætt við að vímefnaneysla og afbrot í hverfunum aukist vegna niðurskurði hjá lögreglu.
Dómsmálaráðherra verður að veita lögreglustjóranum í Reykavík lið með því að tryggja fjármagn til þess að halda áfram úti hverfislögreglu. Ef það verður ekki gert þá munu afleiðingarnar verða samfélaginu og fjölmörgum fjölskyldum dýrkeypt.
20 lögreglumenn hætta í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dagur B í hanaslag við Árna Pál?
14.5.2009 | 20:00
Er Dagur kominn í hanaslag við Árna Pál sem nú er orðinn ráðherra í ríkisstjórn og kominn með gott tækifæri til að sýna í hvað honum býr? Óttast dagur að Árni Páll muni sýna með verkum sínum sem ráðherra að hann sé vænlegri kostur til að taka við af Jóhönnu heldur en varaformaðurinn Dagur?
Það er deginum ljósara að Árni Páll er langtum hæfari en Dagur í að takast á við Evrópumálin sem ofarlega verða á baugi á næstunni - en það er einnig deginum ljósara að Dag B langar voða mikið að gera sig gildandi í Evrópuumræðunni.
Allavega virðist Dagur vera í mikilli þörf til að halda sér í fjölmiðlaumræðunni - og grípur nánast til örþrifaráða til að komast á síður vefmiðlanna með lítt rökstuddum dómsdagsspám um fjárhagsáætlun borgarinnar.
Dagur ætti að líta sér nær og hjálpa ríkisstjórinni að átta sig á raunverulegri stöðu ríkisfjármála og efnahagslífsins - en það bendir allt til þess að ríkisstjórnin átti sig ekki á alvarlegri stöðu þeirra mála.
Allavega virðist Dagur farinn að missa áhugann á borgarmálunum ef marka má Orðið á götunni á Eyjunni!
Þar kemur fram að Dagur er farinn að skrópa:
Borgarráð er eina ráðið í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar sem Dagur situr í en flestir aðrir borgarfulltrúar minnihlutans sitja í 2-3 fagráðum.
Mæting Dags B. Eggertssonar á borgarráðsfundum frá áramótum:
1 05.jan Sat heilan fund
2 08.jan Sat heilan fund
3 15.jan Mætti ekki á fund Boðaði varamann
4 22.jan Mætti ekki á fund Boðaði varamann
5 29.jan Tók sæti seint á fundi Boðaði varamann
6 05.feb Sat heilan fund
7 12.feb Sat heilan fund
8 19.feb Sat heilan fund
9 26.feb Sat heilan fund
10 05.mar Mætti ekki á fund Boðaði varamann
11 12.mar Sat heilan fund
12 19.mar Tók sæti seint á fundi Boðaði varamann
13 26.mar Mætti ekki á fund Boðaði varamann
14 02.apr Fór snemma af fundi Boðaði varamann
15 16.apr Mætti ekki á fund Boðaði varamann
16 24.apr Mætti ekki á fund Boðaði varamann
17 25.apr Mætti ekki á fund Boðaði ekki varamann
18 07.maí Mætti ekki á fund Boðaði varamann
Fjárhagsáætlun ekki í uppnámi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Gegnsæjið afar matt hjá Samfylkingu og VG
14.5.2009 | 11:04
Samfylkingin og VG hafa lengi takað um að auka þurfi gagnsæji í stjórnsýslunni og gagnrýnt fyrri stjórnvöld harkalega fyrir meint ógagnsæji. En ég verð að segja að gangsæji ríkisstjórnarflokkanna er afar matt. Reyndar virðast gluggarnir á ríkisstjórnarheimilinu vera alveg sandblásnir.
Sami tvískinnungurinn er í jafnréttismálunum - en Samfylking og VG hafa nær utantekningalaust brotið sín eigin prinsipp í þeim málum. Hallar þar verulega á konur eins og sjá má á ríkisstjórninni.
Tek fram að það er ekki alveg algilt - en það virðist sem jöfn kynjaskipting sé undantekning en ekki regla hjá Samfylkingu og VG.
Ekki hvíli leynd yfir samkomulagi stjórnarflokka um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
HM?!!! - Var það ekki Gulli ómögulegi sem lagði þetta til?
12.5.2009 | 22:41
Ögmundur kæri vin! Var það ekki Gulli ómögulegi sem lagði þetta til?
Úthrópaðir þú ekki Guðlaug Þórðarson fyrrverandi heilbrigðisráðherra fyrir að vilja sameina heilbrigðisstofnanir?
Ég var sammála Gulla í því að stækka heilbrigðisstofnannasvæðin - enda skynsamlegt - og fékk það óþvegið! Ekki fyrir að færa góð og gild rök fyrir sameiningunni - heldur vegna þess að það var talið "pólitískt rangt" að hæla pólitískum andstæðing mínum.
Ég mun hins vegar halda áfram að hæla pólitískum andstæðingum fyrir það sem gott og skynsamlegt er - en áskil mér rétt til að skamma þá sem við stjórnvölin eru þegar þess er þörf eins og ég hef alltaf gert. Líka mína flokksmenn hvort sem þeir eru við stjórnvölinn eða ekki.
Vona að ég geri oftar klappað fyrir þér frekar en að skamma þig - veit að þú hefur alla burði til að standa þig vel!
Sjá td. fyrra blogg mitt: Guðlaugur Þór sýnir kjark og áræði
Vænti mikils af þér - en vona að þú hækkir frekar laun Jóhönnu en að lækka laun forstjóra Ríkisspítala. Núverandi 1400 þúsund króna laun eru síst of há fyrir að reka það erfiða fyrirtæki - enda verða vísasti vegur í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins ef þið ætlið að miða hámarkslaun lækna við 943 þúsund. Ef það verður stefnan - þá mun VG og Jóhanna verða leiðandi í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins á Íslandi.
Veit að það er ekki sá minnisvarði sem þið viljið láta standa eftir ykkur eftir áratuga baráttu fyrir hagsmunum þeim sem minnst mega sín í samfélaginu!
Átta heilbrigðisstofnanir sameinaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jákvætt hjá ríkisstjórninni að beita sér fyrir persónukjöri
12.5.2009 | 18:40
Það er jákvætt hjá ríkisstjórninni að beita sér fyrir persónukjöri í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þá mun einnig verða kosið til stjórnlagaþings sem er líka jákvætt! Að lokum var það afar jákvætt hjá ríkisstjórninni að halda ríkisstjórnarfund á Akureyri!
Persónukjör á næsta ári? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jóhanna á skammarlega lágum launum sem forsætisráðherra.
12.5.2009 | 07:45
Stefna ríkisstjórnarinnar um að engin "ríkislaun" skuli vera hærri en sem nemur launum forsætisráðherra getur verið góðra gjalda verð. Lausnin felst hins vegar ekki í að lækka til muna núverandi laun ríkisforstjóra - laun sem eru vissulega góð - en fjarri því að vera ofurlaun.
Lausnin er að sjálfögðu að hækka laun forsætisráðherra um 30% - 50%. Samhliða hækka laun annarra ráðherra sem og þingmanna.
Sannleikurinn er nefnilega sá að þótt að ríkisforstjórar séu með ágæti laun þá eru þau laun yfirleitt mun lægri en sambærileg laun í þeim fyrirtækjum sem enn ganga þokkalega, í bankakerfinu og í skilanefndum bankanna.
Ef við lækkum launin þá fáum við ekki eins hæfa stjórnendur ríkisfyrirtækja - einmitt þegar við þurfum á hæfum stjórnendum að halda.
Forsætisráðherra er með lægri laun en efri millistjórnendur í ríkisbönkunum og í þeim fyrirtækjum sem enn ganga.
Þingmenn eru með mun lægri laun en millistjórnendur í þeim fyrirtækjum sem enn ganga. Fengju skárri laun sem mikilvægir sérfræðingar víðs vegar í atvinnulífinu.
Þótt Jóhanna Sigurðardóttir geti haft það ágætt á laununum sínum - ein og nægjusöm komin á eftirlaunaaldur - þá væri hún ekki ofsæl af þeim launum í þeirri erfiða starfi sem hún gegnir ef hún væri til dæmis fjögurra barna einstæð móðir. En kannske viljum við ekki hafa fjögurra barna einstæða móður sem forsætisráðherra. Eða barnafólk yfirleitt.
Ofurlaun eiga ekki rétt á sér. En það er langt í frá að ríkisforstjórar séu á ofurlaunum. Meira að segja hæstlaunuðustu ríkisstarfsmennirnir - bankastjórar ríkisbankanna - eru ekki á ofurlaunum þótt kjör þeirra séu afar góð.
Við megum ekki alveg ganga af göflunum popúlismanum í kreppunni. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir rekstur ríkisfyrirtækja.
Margir með betri laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Svandís Svavarsdóttir þarf að snúa sér til orkukaupenda ekki orkusala
11.5.2009 | 17:57
Svandís Svavarsdóttir nýr umhverfisráðherra reynir nú að slá keilur í fjölmiðlum með því að segjast vilja beita sér fyrir því að leynd, sem hvíli yfir orkuverði til stóriðju, verði aflétt.
Svandís veit það fullkomlega að ástæða leyndarinnar er ekki tilkomin vegna hagsmuna Orkuveitu Reykjavíkur - enda hefur hún setið í stjórninni undanfarið - heldur vegna óska viðsemjenda.
Svandís verður því að snúa sér að viðsemjendum Orkuveitunnar til að fá orkuverðið uppgefið - ekki Orkuveitunnar.
Vill Svandís ganga gegn samningsfrelsi á Íslandi og banna lögaðilum að setja trúnaðarákvæði í samninga sín á milli ef þeir kjósa það?
Telur hún að samningsstaða orkusöluaðilja á Íslandi styrkist við slíkt?
Þótt ég gagnrýni Svandísi aðeins í þessu bloggi - þá er alveg ljóst að það er mikill styrkur af henni fyrir ríkisstjórnina sem er því miður heilt yfir tiltölulega veik.
Svandís er afar öflugur stjórnmálamaður og hefur unnið vel og af heilindum fyrir borgina og borgarbúa sem borgarfulltrúi. Þar hefur hún lagt sitt af mörkum í samvinnu meirihluta og minnihluta í borginni - en eins og fólk veit þá hefur meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn lagt áherslu á breiða samvinnu og samráð við minnihlutan við stjórn borgarinnar. Það hefur gengið afar vel og á Svandís ekki hvað síst þátt í því sem oddviti VG.
Það verður vandfyllt skarðið sem Svandís skilur eftir í borgarmálunum.
Verður að virða umsaminn trúnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
ESB aðildarviðræður enginn vandi fyrir Framsókn
11.5.2009 | 08:59
Aðildarviðræður að Evrópusambandinu verða enginn vandi fyrir Framsóknarflokkinn. Stefna flokksins er skýr. Sækja skal um aðild að Evrópusambandinu og leggja aðildarsamning fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Framsóknarflokkurinn setti fram skýr og skynsamleg skilyrði sem halda skal á lofti í aðildarviðræðunum. Það er einfalt fyrir Samfylkinguna og ríkisstjórnina að gera þau skynsamlegu skilyrði að samningsmarkmiðum og kalla forystu Framsóknarflokksins með að samningsborðinu með ríkisstjórninni.
Það hefur enginn þingmaður Framsóknarflokksins umboð til að leggjast gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu sé ofangreindum skilyrðum uppfyllt. Enginn.
Málið er því í höndum Samfylkingarinnar. Vilji hún aðildarviðræður þá veit hún hvað þarf að gera til að tryggja stuðning Framsóknarflokksins. En ef Samfylkingin fer í einhvern asnaskap og vinnur málið ekki í góðri samvinnu við stjórnarandstöðuna - þá gætu efasemdarmenn innan þingflokks Framsóknar fengið svigrúm til að sveigja af skýrri stefnu Framsóknarflokksins.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er því með framtíð aðildarviðræðna við Evrópusambandið í hendi sér. Ekki vill hann klúðra því tækifæri?
Evrópumálið setur alla í nokkurn vanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Framsóknarmenn í öllum hinum norrænu ríkisstjórnunum
10.5.2009 | 19:39
Mér finnst það afar fyndið að leiðtogar nýrrar ríkisstjórnar skuli halda blaðamannafund sinn í Norræna húsinu og hyggjast með því vísa til stjórnarstefnu hinna Norðurlandanna.
Það eru nefnilega Famsóknarmenn í öllum hinum norrænu ríkisstjórnunum - en það er deginum ljósara að nýja ríkisstjórnin vangtar einmitt kjölfestu Framsóknarflokksins til að verða vænleg ríkisstjórn.
Í Danmörku er systurflokkur Framsóknarflokksins - Venstre - leiðandi í borgaralegri miðhægri ríkisstjórn.
Í Noregi er systurflokkur Framsóknarflokksins - Senterpartiet - í miðvinstri ríkisstjórn.
Í Svíþjóð eru systurflokkar Framsóknarflokksins - Centerpartiet og Folkepartiet Liberalana í borgaralegri miðhægristjórn.
Í Finnlandi eru systurflokkar Framsóknarflokksins - Suomen Keskusta og Svenska Folkepartiet - í miðjustjórn.
Ný ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég á ekki orð...
10.5.2009 | 17:39
Ég á ekki orð yfir þeirri ákvörðun að fjölga ráðherrum í ríkisstjórninni á tímum sparnaðar. Er ekki í lagi?
Ríkisráðsfundur fráfarandi stjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |