Framsóknarmenn í öllum hinum norrænu ríkisstjórnunum
10.5.2009 | 19:39
Mér finnst það afar fyndið að leiðtogar nýrrar ríkisstjórnar skuli halda blaðamannafund sinn í Norræna húsinu og hyggjast með því vísa til stjórnarstefnu hinna Norðurlandanna.
Það eru nefnilega Famsóknarmenn í öllum hinum norrænu ríkisstjórnunum - en það er deginum ljósara að nýja ríkisstjórnin vangtar einmitt kjölfestu Framsóknarflokksins til að verða vænleg ríkisstjórn.
Í Danmörku er systurflokkur Framsóknarflokksins - Venstre - leiðandi í borgaralegri miðhægri ríkisstjórn.
Í Noregi er systurflokkur Framsóknarflokksins - Senterpartiet - í miðvinstri ríkisstjórn.
Í Svíþjóð eru systurflokkar Framsóknarflokksins - Centerpartiet og Folkepartiet Liberalana í borgaralegri miðhægristjórn.
Í Finnlandi eru systurflokkar Framsóknarflokksins - Suomen Keskusta og Svenska Folkepartiet - í miðjustjórn.
![]() |
Ný ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég á ekki orð...
10.5.2009 | 17:39
Ég á ekki orð yfir þeirri ákvörðun að fjölga ráðherrum í ríkisstjórninni á tímum sparnaðar. Er ekki í lagi?
![]() |
Ríkisráðsfundur fráfarandi stjórnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Atvinnumálaráðuneyti skynsamlegt skref
9.5.2009 | 23:36
Atvinnumálaráðuneyti er skynsamlegt skref. Einnig a setja auðlindamálin undir umhverfisráðuneytið ef af því verður. Hef talað fyrir því lengi.
Svandís og Árni Páll hafa alla burði til að verða öflugir ráðherrar. Bæði dugmiklir og vel gefnir stjórnmálamenn.
![]() |
Ný ríkisstjórn á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hálfkák Samfylkingar firring eða óskhyggja?
9.5.2009 | 21:22
Hvort ætti hálfkák Samfylkingarinnar í aðgerðum fyrir heimilin í landinu sé firring eða óskhyggja? Það sjá allir sem kafa ofan í stöðu heimilanna að því fer fjarri að aðgerðir ríkisstjórnarinnar muni duga stórum hóp heimila.
Merkilegt að Samfylkingin sem var reiðubúin að dæla peningum úr ríkissjóði til að bjarga fjármagsneigendum hefur ekki dug í sér til að koma til móts við heimilin í landinu með niðurfærslu og leiðréttingu skulda.
Fyrirsögn Morgunblaðins er reyndar sérstök: "Aðgerðirnar eru talda duga flestum". Sú alhæfing er út í hött - þótt pólitískur aðstoðarmaður forsætisráðherra haldi slíkri firru fram.
Reyndar er það pólitískt snjallt hjá Samfylkingunni að setja á fót nýtt efnahagsráðuneyti og taka efnahagsmálin frá Jóhönnu - sem ekki ræður við þau. Þetta er svipuð snilld og Samfylkingin viðhafði fyrir kosningar þar sem Jóhönnu var haldið frá umræðum við pólitíska andstæðinga sína - svo ekki félli blettur á dýrmæta ímynd Jóhönnu.
![]() |
Aðgerðirnar eru taldar duga flestum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Staða og framtíð Bifrastar
9.5.2009 | 10:18
Staða og framtíð Bifrastar verður viðfangsefni málþings sem við í Hollvinasamtökum Bifrastar höldum í dag á Bifröst. Það verður spennandi að heyra hvað Jón Sigurðsson fyrrum rektor, Ágúst Einarsson núverandi rektor, Andrés Magnússon formaður stjórnar háskólans á Bifröst, Hlédís Sveinsdóttir ritari Hollvinasamtakanna og Davíð Fjölnir Ármannsson nemandi hafa fram að færa!
Sem formaður Hollvinasamtakanna mun ég setja þingið - og í kjölfar þess munum við halda aðalfund Hollvinasamtakanna.
Ögmundur talar á kjarnyrtri íslensku
8.5.2009 | 16:41
Ögmundir Jónasson talar nú á kjarnyrtri íslensku - og hefur ýmislegt til síns máls. Nú þekki ég gamla kennarann minn úr samtímasögunni í sagnfræðinni. Ég er ánægður með hann. En hvað segir Jóhanna? Ætlar hún að þegja þunnu hljóði? Má ekki hnýta í flokksfélaga Samfylkingarinnar - Gordon Brown?
![]() |
Heimslögregla kapítalismans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
VG hefur vonandi vit fyrir Samfylkingunni
8.5.2009 | 09:37
VG hefur vonandi vit fyrir Samfylkingunni í efnahagsmálum - en eins og menn vita er Samfylkingin út á túni í þeim málaflokknum. Málefnahópur VG er búinn að taka mikilvægt skref með því að leggja til leiðréttingu á vöxtum og verðbótaþáttum lána.
Það er Framsóknarleiðin - sem er náttúrlega rétt leið - en Jóhanna getur ekki einhverra hluta vegna sætt sig við hana.
Vonandi fer Jóhanna samt að sjá ljósið.
![]() |
Málefnahópur VG vill lækka höfuðstól lána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Jóhanna ætti að hafa 1,5 milljón á mánuði!
7.5.2009 | 22:27
Það er fullkomlega eðlilegt að hæst launuðu ríkisforstjórnarnir séu ekki með hærri laun en forsætisráðherrann. En það er fullkomlega óeðlilegt að forsætisráðherrann sé ekki með töluvert hærri laun en hann er með nú. Þrátt fyrir kreppu.
Forsætisráðherra ætti að mínu mati að vera með 1.500 þúsund krónur í mánaðarlaun. Aðrir ráðherrar 1.400 þúsund. En að sjálfsögðu ættu ráðherrar aldrei að vera fleiri en 9.
Þingmenn ættu að mínu viti að vera með 1.000 þúsund í mánaðarlaun. Inn í þeim launum seta í nefndum Alþingis.
Engar aðrar sporslur.
Við eigum líka að gera miklar kröfur á þetta fólk og ef það stenst þær ekki - þá á bara að skipta þeim út.
Veit að þetta er ekki vinsælt í umræðunni í dag ´þar sem allir eru að setja út á góð laun - en þetta á samt að vera svona. Starf Alþingismanna a´að vera vel metið, gerðar á það miklar kröfur og reiða vel fyrir það.
![]() |
Eðlilegt að miða við laun forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.5.2009 kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Lækkum hreinar skuldir í 16,7 milljarða króna!
7.5.2009 | 13:33
Hvernig væri að lækka hreinar skuldir í 16,7 milljarða króna með því að taka tvö núll aftan af krónunni. Ég er ekki bara að grínast - heldur held ég að það sé vænlegra að hafa krónuna í svipuðum tölum og Evruna - þótt það breyti ekki raunverulegu verðgildi krónunnar.
Þannig getum við betur borið saman verð og verðþróun á Íslandi og Evrópu - og verðum ekki alveg eins út að aka þegar við innleiðum Evru.
Í dag er íslenska barbabrellugengi Evru (opinbert gengi á Íslandi sem er náttúrlega ekki markaðsgengi) um 170 kall. Væri ekki nær að hafa gengið 1,70?
![]() |
3100 milljarða skuldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Of lítið of seint?
7.5.2009 | 09:12
![]() |
Stýrivextir lækka í 13% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)