Fastgengi í 170 áhugaverð hugmynd - ef hún gengur
26.5.2009 | 20:49
Fastengi krónunnar í gegnisvísitölu 170 er áhugaverð hugmynd - en gengur hún í raunveruleikanum? Hvernig ætla menn að halda genginu föstu á þessu gengi? Hvað mun það kosta Seðlabankann? Erum við að tala um gengishöft til margra ára - þar sem opinbera gengið á Íslandi er gengisvísitala 170 - en gengið erlendis 300?
Margar spurningar sem þarf að svara - en hugmyndin áhugaverð.
Annars er einfaldast að ganga í Evrópusambandið náist ásættanlegir samningar og fá evrópska seðlabankann til að verja gengið - og taka upp evruna í kjölfarið!
... og víst er hægt að gera það á skömmum tíma!
![]() |
Festa gengið í 160 - 170 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jákvæðar breytingar hjá ríkisstjórninni
26.5.2009 | 17:00
Breytingar á stjórnarráðinu eru afar jákvæðar og skynsamlegar. Skil reyndar ekki af hverju innanríkisráðuneytið er ekki sett á fót strax um áramót - en væntanlega er ástæðan sú að Möllerinn mun sitja út kjörtímabilið sem samgöngu- og sveitamálaráðherra. Samfylkingin hefur ekki treyst honum í að taka við dómsmálunum.
Nema að leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafi ekki styrk til að fækka ráðherrum eins og þyrfti.
En - enn og aftur. Þessar breytingar á stjórnarráðinu eru afar skynsamlegar hjá ríkisstjórninni. Vonandi fer að glitta í skynsemina á öðrum sviðum einnig!
![]() |
Ráðuneyti skipta um nöfn og hlutverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ætti að leggja niður háskólana í Oxford og Harvard?
25.5.2009 | 21:00
Væri ekki réttast að leggja niður dreifbýlisskólana í Oxford og Harvard sem sjálfstæða háskóla og gera þá að dreifbýlisútibúum fyrir háskóla í London og San Fransisco?
Ætti ekki að gera alla háskóla í Evrópu einsleita hálfríkisrekna háskóla?
Það sýnist mér að yrði niðurstaða nefndar "alþjóðlegra sérfræðinga" sem hafa skilað tillögum um "endurskipulagningu" háskólakerfisins á Íslandi ætti nefndin að vera sjálfri sér samkvæm.
Vænti þess að menntamálaráðherra átti sig á ranghugmyndunum - þótt þær kunni að spara peninga - sem ég er reyndar efins um.
![]() |
Mæla með tveggja háskóla kerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ráðaleysi ríkisstjórnar í efnahagsmálum enn staðfest
25.5.2009 | 07:45
Ráðaleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum er enn staðfest. Nú er það sænski bankasérfræðingurinn Mats Josefsson formaður nefndar um endurreisn fjármálakerfisins sem staðfestir
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er jafn úrræðalaus og máttlaus og ríkisstjórn Geirs Haarde. Efnahagsleg framtíð Íslands er svört.
Hvað er til ráða?
![]() |
Josefsson hótaði að hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frábær árangur hjá ofurmaraþonhlauparanum Gunnlaugi Júlíussyni!
24.5.2009 | 20:33
Það er óhætt að segja Gunnlaugur Júlíusson hafi unnið mikið þrekvirki þegar hann sigraði í ofurmaraþoni í Borgundarhólmi um helgina - þar sem hann hljóp 334 kílómetra á 48 tímum!
Þessi árangur kemur mér reyndar ekki á óvart - enda fylgst með Gunnlaugi "skokka" gegnum árin. Fyrst þegar við vorum á pæjumóti á Siglufirði með stelpurnar okkar fyrir mörgum árum síðan - en þá tók hann létt upphitunarskokk með því að hlaupa upp Siglufjarðarskarð og koma Strákagöngin til baka!
Mér skilst að hin 56 ára Gunnlaugur sé nú kominn 3 sæti heimslistans í ofurmaraþoni fyrir árið 2009 - enda hljóp hann 11 km lengra en næsti maður á þessum 48 tímum í Borgundarhólmi!
Verð að segja að einkunnarorð Gunnlaugar á blogg og ljósmyndasíðu hans segi allt sem þarf :
"Sársauki er tímabundinn, upplifunin eilíf." --
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ríkisstjórnin á flótta frá eigin mistökum?
23.5.2009 | 12:55
Er ríkisstjórnin á flótta frá eigin mistökum? Er það ástæða þess að ekki var fundað á Alþingi á föstudaginn? Eða er ríkistjórnin bara svona ráðalaus?
Baráttukveðjur á fund Hagsmunasamtak heimilana í dag. Verð í sveitinni að taka á móti lömbum - svo ég kemst ekki á Austurvöll.
![]() |
Framsóknarmenn vilja leiðrétta mistök viðskiptaráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Loksins leit en mánuðum of seint!
23.5.2009 | 09:18
Loksins er gerð leit hjá auðmönnum sem taldir eru hafa farið út fyrir lagaramman íviðskiptum sínum. Málið er bara að þetta er mörgum, mörgum mánuðum of seint.
Hætt er við að hjá þeim sem ekki höfðu hreint mjöl í pokahorninio hafi fyrir löngu náð að fela sporin.
Ástæðan?
Algjör aumingjaskapur ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks síðastliðið haust - sem gat beitt úrræðum laga og sett strax í nóvember á fót sérstakt saksóknaraembætti vegna bankahrunsins.
Aðgerðarleysi var einkenni þeirra ríkisstjórnar - og svo virðist sem aðgerðarleysi ætli einnig að vera einkenni núverandi ríkisstjórnar.
Minni hins vegar á að hefð er fyrir því að menn séu taldir saklausir þar til sekt þeirra sannast.
![]() |
Nokkrir grunaðir um auðgunarbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er rétt hjá Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra að þjóðin er í afneitun. En það sem verra er - Steingrímur er í ríkisstjórn sem er í algerri afneitun. Það er rétt hjá Steingrími að erfiðleikarnir verði ekki umflúnir og umræðan verði að taka mið af því.
Ríkisstjórnin hefur hins vegar hagað sér eins og erfiðleikarnir verði umflúnir og umræðan innan hennar opinberað algera afneitun á ástandinu eins og það er.
Besta dæmið er að ríkisstjórnarflokkarnir ákváðu að aflýsa þingfundum í dag þegar mátt hefði nota daginn til að "horfast í augu við hversu alvarleg staða ríkissjóðs sé" og koma efnahagsmálunum og stöðu heimilanna á dagskrá - eins og Framsóknarflokkurinn hefur krafist.
Líklega vilja þingmenn VG og Samfylkingar ekki að þinghald standi yfir á meðan VG finna sér nýjar skrifstofur - því þingflokkur VG neitar að taka við glæsilegum skrifstofum í Aðalstræti - vegna þess að þær eru í gömlu Morgunblaðshöllinni.
Þetta er sami þingflokkur VG - sem vill ekki í rúmgott ríkisstjórnarherbergið í Alþingi - heldur þröngva Framsóknarmönnum út úr hefðbundnu þingflokksherbergi sínu og í minna herbergi sem er of lítið fyrir þingflokk Framsóknarmanna. Þar sitja 14 manns þingflokksfundi að jafnaði.
Þessi mál virðast vera aðalmálin hjá þingmönnum VG - flokki Steingríms J. - frekar en "að fara horfast í augu við hversu alvarleg staða ríkissjóðs sé"!
En vonandi er þessi forgangsröðun VG að breytast ef marka má orð Steingríms.
Fyrir áhugasama um þingflokksherbergi og skrifstofur VG í Morgunblaðshöllinni sjá frétt MBL.is :
14 sitja fundi þingflokks framsóknarmanna
PS.
Þegar VG sá að Steingrímur hafði talað af sér um Þjóð í afneitin - og það gæti skaðað hann - þá fékk starfsmaður VG það fram að fyrisögninni yrði breytt í "Framsóknarmenn í afneitun".
Fyndið. Það er nefnilega ríkisstjórnin sem er í afneitun en ekki Framsóknarflokkurinn! Það er bara svo illilega borðliggjandi!
![]() |
Framsóknarmenn í afneitun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Ríkið lætur heimilin bera byrðarnar
22.5.2009 | 10:04
Svokölluð "skjaldborg" ríkisstjórnarinnar um heimilinn er í framkvæmd þannig að ríkisstjórnin lætur heimilin bera byrðarnar. Skuldir heimilanna eru á háum vöxtum og ekki kemur til greina að leiðrétta skuldirnar með því að færa þær niður. Innlánsvextir á sparireikningum barnanna eru hins vegar færðir niður. Til viðbótar virðist ríkisstjórnin ætla að hækka skatta á fjölskyldurnar á sama tíma og laun þeirra sem þó hafa vinnu lækka.
Það er eitthvað meira en lítið brogað við þessa ríkisstjórn!
Ríkisstjórn í afneitun og VG vilja ekki skrifstofur í Morgunblaðshöllinni!
![]() |
Ríkisbankarnir reknir með tapi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Carla Bruni hetjan mín í dag!
20.5.2009 | 23:19
Carla Bruni forsetafrú í Frakklandi er hetjan mín í dag. Þvílík andstæða Marie-Antoinette. Tekur af skarið og segir það sem segja þarf af fullkomnum skilningi. Ekkert kökukjaftæði.
Ég fæddist kaþólikki, ég var skírð, en í lífi mínu hef ég verið mjög veraldlega sinnuð. Ég tel að deilan sem spannst af ummælum páfa - sem fjölmiðlar greindu raunar ónákvæmlega frá - hafi ollið miklum skaða. Í Afríku er það oft kirkjan sem lítur eftir sjúku fólki. Það er með ólíkindum að horfa upp á muninn á kenningunni og raunveruleikanum.
Ég tel að kirkjan þurfi að þróast í þessum málum. Hún kynnir smokkinn sem getnaðarvörn sem hún, af hendingu, bannar, þrátt fyrir að hann sé eina vörnin að svo stöddu, sagði Bruni í samtali við tímaritið Femme Actuelle!
Páfinn á náttúrlega að skammast sín!
![]() |
Gagnrýni Bruni einsdæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |