Loksins leit en mánuðum of seint!

Loksins er gerð leit hjá auðmönnum sem taldir eru hafa farið út fyrir lagaramman íviðskiptum sínum. Málið er bara að þetta er mörgum, mörgum mánuðum of seint.

Hætt er við að hjá þeim sem ekki höfðu hreint mjöl í pokahorninio hafi fyrir löngu náð að fela sporin.

Ástæðan?

Algjör aumingjaskapur ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks síðastliðið haust - sem gat beitt úrræðum laga og sett strax í nóvember á fót sérstakt saksóknaraembætti vegna bankahrunsins.

Aðgerðarleysi var einkenni þeirra ríkisstjórnar - og svo virðist sem aðgerðarleysi ætli einnig að vera einkenni núverandi ríkisstjórnar.

Minni hins vegar á að hefð er fyrir því að menn séu taldir saklausir þar til sekt þeirra sannast.


mbl.is Nokkrir grunaðir um auðgunarbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband