Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

75% heimila með helming ráðstöfunartekna í húsnæðis og bílalán?

Það er erfitt að sannreyna staðhæfingar forsætisráðherra um stöðu heimilanna fyrr en staðreyndirnar liggja á borðinu en úr ummælum hennar má túlka að hjá 75 % heimila fari 50% eða meira af ráðstöfunartekjum í afborganir af húsnæðis og bílalánum.

Er það betri staða en áætlað var?

Ekki gleyma því að á tímum Jóhönnu sem félagsmálaráðherra fyrir tuttuguogfimmárum miðaðist greiðslumat við að greiðslubyrði af húsbréfalánum væri ekki hærri en 18% af tekjum!!!

Mér skilst að miðað sé við ráðtöfunartekjur fyrir rúmu ári síðan - sem þýðir að ástandið er miklu mun verra - en það kemur í ljós þegar öll gögn eru komin upp á borðið.

Ef þetta er rétt þá er skuldavandinn eins skelfilegur - jafnvel skelfilegri - en menn hafa viljað láta í veðri vaka?

Þá er alveg ljóst að fullyrðingar Jóhönnu um "kostnað" ríkisins vegna niðurfærsluleiðarinnar stenst ekki - enda ekki um rauvnerulegan kostnað ríkisins að ræða.

Spennandi að fylgjast með þegar raunverulegar tölur og upplýsingar koma upp á yfirborðið - ekki einungis létt matreiðsla umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra "a la Jóhanna" á þeim gögnum sem fyrir liggja.


mbl.is Skuldavandinn minni en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankinn og pólitísk mantra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins

Það kemur í ljós á morgun hvort Seðlabanki Íslands er sjálfstæður og hefur hag íslenskra fyrirtækja og heimila að leiðarljósi eða hvort bankinn er viljalaust verkfæri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem rekur pólitíska stefnu sína eins og möntru án tillits til aðstæðna á hverjum stað fyrir sig.

Pólitísk mantra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins er hávaxtastefna sem engu skilar nú frekar en hjá Seðlabankanum áður - hávaxtastefna sem er að ganga endanlega frá íslensku atvinnulífi og íslenskum fjölskyldum dauðum.

Rétt stefna Seðlabankans væri verulega vaxtalækkun.

Það er nánast hjákátlegt stundum að fylgjast með Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Að upplifa í gegnum árin sendinefnd eftir sendinefnd sem skyldi ekki eða vildi ekki skilja íslensku verðtrygginguna.

Reyndar má segja að gamli Seðlabankinn hafi ekki heldur fattað hana - allavega lét hann eins og hún væri ekki til þegar bankinn rak gegndarlausa hávaxtastefnu - en heyktist á að beita bindiskyldu til að draga úr . Þar liggur ein meginástæða l 2004 -2006 og ástandsins í dag.

Það var einnig hjákátlegt að heyra aðra pólitíska möntru sendinefndar eftir sendinefnd sem var einkavæða Íbúðalánasjóð - einkavæða Íbúðalánasjóðs - einkareknir bankar með íbúðalánin - einkareknir bankar með íbúðalánin!

Það væri áhugavert að sjá hvernig ástandið væri ef við hefðum látið eftir þeirra vanhugsuðu pólitísku möntru Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

Það verður einnig áhugavert að sjá hvort Seðlabanki Íslands er Seðlabanki Íslands - eða Seðlabanki Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem lætur dáleiðast af hættulegri pólitískri möntru pótintátanna í Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

Það skýrist á morgun.


mbl.is Strandar á vöxtum Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna fundin - en afar hissa á ástandinu!

Það kemur á óvart að það komi Jóhönnu á óvart hversu alvarlegir erfiðleikar ríkis og sveitarfélaga eru. Reyndar kemur það kannske ekki svo á óvart ef rýnt er í einræðu Jóhönnu undarfarnar vikur því þá má sjá að hún hún hefur alltaf haldið að unnt væri að stöðva slagæðablæðingu íslenska efnahagslífsins með smáplástrum.

Ætli það komi Jóhönnu einnig á óvart hversu illa fyrirtæki og heimili standa í kreppunni?

Ef tekið er mið af afneitun Jóhönnu á róttækum en raunhæfum efnahagstillögum Framsóknar þar sem meðal annars er lagt til að lán heimila og fyrirtækja verði leiðrétt með niðurfærslu lána um 20% - þá má búast við svipaðri yfirlýsingu Jóhönnu þegar hún fattar vanda heimila og fyrirtækja.

Við skulum vona að Jóhanna bregðist hratt við og nýti sér vel það svigrúm sem hún hefur meðal þjóðarinnar sem samkvæmt skoðanakönnunum styðja hana og vilja gefa henni séns á að takast á við vandamálin.

Ég er reiðubúinn að aðstoða Jóhönnu í þeim slag!


mbl.is Þyngri róður en áætlað var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Jóhanna týnd - einu sinni enn?

Þingflokkur Framsóknarmanna fór fram á fund með Dalai Lama - en það var ekki unnt að finna tíma í dagskrá mannsins. Við vitum hins vegar að tímaskorturinn er ekki vegna fundar Dalai Lama og Jóhönnu - en eins og svo oft áður - þá er Jóhanna týnd. Eins og svo oft áður - en það var áberandi hvað Jóhanna hefur forðast orðaskipti við aðra stjórnmálamenn á undanförnum vikum!

 


mbl.is Dalai Lama í Háskóla Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hve lengi gefur Jón millistéttamaður ríkisstjórninni séns?

Kjósendur gefa ríkisstjórninni séns - en hve lengi mun það vara. Það er gott að ríkisstjórnin fái svigrúm til að takast á við efnahagsmálin og standa við orð sín um að styðja við heimilin og atvinnulífið í landinu. En ríkisstjórnin verður að nýta þetta svigrúm betur en hingað til.

Hef áður sagt að gott veður í maí og stórkostlegur árangur Jóhönnu Guðrúnar hafi gefið ríkisstjórninn aukið svigrúm - og niðurstaða skoðanakönnunar Capacents virðist staðfesta það.

Nú situr Jón millistéttarmaður sorgmæddur á sólpallinum sínum og horfir á fellihýsið sitt sem hann greiddi með milljón í peningum og milljón í gengistryggðu lán sem nú stendur  2 1/2 milljónum.

Jón millistéttarmaður hefur misst yfirvinnugreiðslurnar sínar og hefur þurft að taka á sig launalækkun vegna efnahagsástandsins og dugleysis ríkisstjórnarinn.

Jón millistéttarstéttarmaður er að velta því fyrir sér hvernig hann eigi að segja börnunum sínum að hann eigi ekki fyrir bensíni til að draga skuldum hlaðið fellihýsið út á land í sumarfríinu vegna stóraukinnar skuldabyrði og ríkishækkunar bensínverðs!

Jón millistéttarmaður ákveður þá að skella sér í ríkið og kaupa sér rauðvínsflösku til að dreypa á með eiginkonunni meðan þau undirbúa hvernig þau eiga að segja börnunum frá því að ekkert verði af fellihýsaferðum í sumar - þegar hann áttar sig á því að hann hefur ekki lengur efni á rauðvínsflöskunni vegna ríkishækkunar á áfengisverði!

Jón millistéttarmaður man þá að ríkisstjórnin var ekki bara að hækka verð á bensíni og búsinu - heldur samhliða að hækka greiðslubyrðina af lánunum sínum!

Jón millistéttarmaður - sem hafði lýst stuðningi við ríkisstjórnina í könnun Capacent Gallup - ákveður að ef ríkisstjórnin gerir ekki eitthvað af viti á næstu vikmum - þá muni  hann aldrei - aldrei styðja ríkisstjórnarflokkana aftur!

Semsagt - það er eins gott að ríkisstjórnin nýti sér það svigrúm semhún enn hefur - það mun ekki vara lengi að óbreyttu!


mbl.is Stuðningur við stjórnina eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband