Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Bush aðstoðar almenning - Haarde bankana!
30.7.2008 | 14:02
Það er skemmtilegt að bera saman aðgerðir ríkisstjórnar Bandaríkjanna og ríkisstjórnar Íslands í húsnæðismálum.
Í Bandaríkjunum er gripið til aðgerða sem felast í aðstoð við almenning - en á Íslandi er gripið til aðgerða sem miða að aðstoð við bankana!
Skrítið !!!
Bush samþykkir 300 milljarða sjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Munu stoltir, sjálfstæðir Sjálfstæðismenn ganga erinda Ólafs Friðriks?
29.7.2008 | 15:14
Sólkonungurinn Ólafur Friðrik hefur skipað svo fyrir að fulltrúi hans í skipulagsráði verði settur af. Það verði gert með pomp og prakt á næsta fundi borgarráðs.
Ólafur Friðrik er ekki í borgarráði.
Spurningin er sú hvort undirsátar sólkonungsins í borgarráði láti að stjórn. Það verður gaman að sjá hverjir eru virkilegir stuðningsmenn Ólafs Friðriks. Mun Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson víkja sæti úr borgarráði svo sólkonungurinn Ólafur Friðrik geti séð um aftökuna sjálfur?
Eða ætlar Vilhjálmur að taka ómakið af Ólafi F.?
Mun Hanna Birna krónprinsessa kyssa vöndinn?
Mun Gísli Marteinn ganga erinda sólkonungsins?
Mun Kjartan Magnússon kyngja snuprum Ólafs Friðriks vegna Bitrumálsins og taka þátt í aðförinni að fyrrum aðstoðarmanni sólkonungsins?
Sjálfstæðismennirnir geta nú sýnt hvort þeir eru raunverulega sjálfstætt fólk eða handbendi Ólafs Friðriks!
Mín kynni af þessu mæta fólki eru að þetta er stolt, sjálfstætt fólk!
Hvort það er liðin tíð kemur í ljós á fundi borgarráðs.
Væri ekki nær fyrir þetta ágæta fólk að ganga til samstarfs við ábyrga borgarfulltrúa?
Eftirfarandi aðiljar eru kjörnir í borgarráð:
Með því að smella á nöfn borgarráðsmannanna getið þið sent þeim tölvupóst þar sem þið komið ykkar áliti á framfæri!
Furðar sig á einræðistilburðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Munu stoltir, sjálfstæðir Sjálfstæðismenn ganga erinda Ólafs Friðriks?
29.7.2008 | 14:32
Sólkonungurinn Ólafur Friðrik hefur skipað svo fyrir að fulltrúi hans í skipulagsráði verði settur af. Það verði gert með pomp og prakt á næsta fundi borgarráðs.
Ólafur Friðrik er ekki í borgarráði.
Spurningin er sú hvort undirsátar sólkonungsins í borgarráði láti að stjórn. Það verður gaman að sjá hverjir eru virkilegir stuðningsmenn Ólafs Friðriks. Mun Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson víkja sæti úr borgarráði svo sólkonungurinn Ólafur Friðrik geti séð um aftökuna sjálfur?
Eða ætlar Vilhjálmur að taka ómakið af Ólafi F.?
Mun Hanna Birna krónprinsessa kyssa vöndinn?
Mun Gísli Marteinn ganga erinda sólkonungsins?
Mun Kjartan Magnússon kyngja snuprum Ólafs Friðriks vegna Bitrumálsins og taka þátt í aðförinni að fyrrum aðstoðarmanni sólkonungsins?
Sjálfstæðismennirnir geta nú sýnt hvort þeir eru raunverulega sjálfstætt fólk eða handbendi Ólafs Friðriks!
Mín kynni af þessu mæta fólki eru að þetta er stolt, sjálfstætt fólk!
Hvort það er liðin tíð kemur í ljós á fundi borgarráðs.
Væri ekki nær fyrir þetta ágæta fólk að ganga til samstarfs við ábyrga borgarfulltrúa?
Eftirfarandi aðiljar eru kjörnir í borgarráð:
Með því að smella á nöfn borgarráðsmannanna getið þið sent þeim tölvupóst þar sem þið komið ykkar áliti á framfæri!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hanna Birna handbendi sólkonungsins í Reykjavík?
29.7.2008 | 10:37
Ætlar Hanna Birna að verða handbendi sólkonungsins í Reykjavík - Ólafs Friðriks borgarstjóra - sem hagar sér eins og hann sé einvaldur í skjóli Sjálfstæðisflokksins?
Sólkonungurinn ríður nú húsum sem aldrei fyrr!
Fulltrúi Ólafs Friðriks í skipulagsráði kom sér úr húsi hjá hirðinni með því að koma við kauninn á sólkonunginum þegar hún vildi fylgja lýðræðislegum vinnubrögðum við afgreiðslu tillagna um húsnæðis Listaháskólans, ræða málið í skipulagsráði og taka síðan afstöðu til þeirra.
Fyrir þetta fær fulltrúi sólkonungsins í skipulagsráði að fjúka!
Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn virkilega að bera ábyrgð á sólkonunginum í Reykjavík?
Borgarstjóri skiptir um varaformann skipulagsráðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Óntalegar fréttir af sprengjutilræði í Tyrklandi!
27.7.2008 | 23:39
Það er frekar ónotalegt að frétta af sprengiárás í Tyrklandi - svona rétt eftir að maður yfirgefur landið eftir frábært frí. Reyndar ekki í Istanbúl þar sem sprengjurnar sprungu - heldur á Marmaris - en ónotalegt samt!
Þetta sprengjutilræði kemur hins vegar ekki alveg á óvart. Tyrkir og Kúrdar hafa eldað grátt silfur saman um árabil - og kúrdneskir skæruliðar ráðist á Tyrki - og Tyrkir ráðist á Kúrda! Átök landlæg á heimasvæðum Kúrda á landamærum Tyrklands, Íraks og Íran - þar sem Kúrdar kalla Kúrdistan!
Reyndar gæti einnig verið um að ræða íslamska öfgamenn!
Sprengjuárásir í Tyrklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bræðslan - gott dæmi um tryggð við heimabyggð!
27.7.2008 | 19:54
Komst því miður ekki á Bræðsluna - þessa merkilegu tónlistarhátíð á Borgarfirði eystra!
Frábært dæmi um það hvernig fólk sem náð hefur langt heldur tryggð við æskuslóðirnar - en eins og menn vita þá er Magni Borgfirðingur. Magni og fjölskylda hans kom Bræðslunni í gang á sínum tíma - atburði sem væntanlega skiptir samfélagið á Borgarirði eystra máli - því það munar um á þriðja þúsund gesti í smábæ yfir helgi!
Stefni að því að vera á næstu Bræðslu!
Fjöldi manns á Bræðslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nú er tækifærið fyrir erlendar fjármálastofnanir!
26.7.2008 | 17:15
Nú er tækifærið fyrir erlendar fjármálastofnanir að koma inn á íbúðalánamarkaðinn með evrulán! Þeir sem klára greiðslubyrðina núna - geta að sjálfsögðu borgað þegar ISK styrkist!
Þeir sem kaupa núna nýbyggingar með evrum á niðursettu verði vegna offramboðs - td. með 70% fjármögnun af markaðsverði - hafa í höndunum eftir 2 - 3 ár eignir sem eru orðnar miklu hærra metnar að markaðsvirði! Lánshlutfallið þá hugsanlega 50% - sem er 100% öruggt veð!
Áhættan hverfandi fyrir evrópska banka.
En af hverju koma þeir ekki inn á markaðinn?
Jú, því þeir treysta ekki núverandi ríksistjórn og Seðlabankanum fyrir efnahagsmálunum vegna aðgerðarleysisins og óttast algjört hrun á Íslandi!
Nú þarf nýjan Steingrím Hermannsson!!!
Skuldatryggingarálag yfir þúsund punktar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ræðst Saving Iceland næst á friðargæsluna?
26.7.2008 | 09:51
Ætli Saving Iceland ráðist næst á íslensku friðargæsluna? Verður friðargæslan sökuð um hernaðaríhlutun í Afganistan þar sem nokkrar afganskar ár verða beislaðar í þágu fólksins í Afganistan?
Ef Saving Iceland ætlar að verða sjálfu sér samkæmt í vitlleysunni - þá megum við búast við þessu!
Annars verður við að taka Saving Iceland eins og þau eru. Hópur ungs fólks sem langar að vera óþekkir unglingar aðeins lengur! Eins og unglingar yfirfullir af réttlætiskennd vega þess sem þeir halda að sé óréttlæti - og nota tækifærið í óbeislaðan ærslagang. Yfirfæra "réttlætið" langt út fyrir hið eiginlega óréttlæti - til að geta haldið fjörinu og ólátunum áfram.
Segjum við ekki að bið eigum að varðbeita barnið í okkur?
Saving Iceland er að varðveita ólátaunglinginn í sér!
Borga tuttugu smávirkjanir í Afganistan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ósannsögull borgarstjóri á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins?!
25.7.2008 | 20:51
Borgarstjórinn er í embætti á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Ber Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgð á ósannsöglum borgarstjóra?
Ef hinn heiðarlegi og öflugi stjórnmálamaður Svandís Svavarsdóttir segir satt þá er borgarstjórinn ósannsögull. Einhverra hluta treysti ég henni betur en borgarstjóranum þegar kemur að túlkun þess sem raunverulega gerist!
Ef Svandís hefur rétt fyrir sér, ætlar Sjálfstæðisflokkurinn þá að láta eins og ekkert sé?
Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn virkilega að láta borgarstjórann kúga sig út kjörtímabilið með barnalegum hótunum?
Væri ekki nær fyrir Sjálfstæðisflokkinn að láta tímabundna valdahagsmuni sína víkja og taka af ábyrgð á borgarmálunum - og atvinnumálunum?
Fyrsta skrefið gæti verið að klára það sem Kjartan Magnússon hefur ýjað að - láta borgarstjórann lönd og leið með öfgafullri vitleysunni í sér - taka ábyrgt skref í atvinnumálum og ganga á fullu í Bitruvirkjun!
Það er ljóst að ef Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn sér að sér - og ákveður að vinna því þjóðþrifamáli brautargengi - þá er meirihluti í borgarstjórn í málinu!
Þótt Svandís og Dagur B séu á móti æskilegri Bitruvirkjun - þá er hefur Óskar Bergsson staðið í lappirnar í því máli!
Ég trúi ekki öðru en Óskar muni veita Sjálfstæðismönnum liðsinni sitt í að koma Bitruvirkjunarmálinu í gegn - þótt hann sé að öðru leiti hollur annars ágætu samstarfi núverandi minnihluta í borginni - kvartettinum sem Björn Ingi forveri Óskars myndaði með Dagi B. Svandísi og Möggu Sverris - þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti áttanna í REI málinu.
Sjá einnig: Meirihluti fyrir Bitruvirkjun að myndast þrátt fyrir þráhyggju borgarstjóra?
Segja borgarstjóra fara með rangt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það virðist vera að myndast meirihluti í borgarstjórn fyrir Bitruvirkjun þrátt fyrir alvarlega þráhyggju borgarstjórans - sem ítrekað æpir á samstarfsmenn sína í meirihlutanum í borgarstjórn með hótunum eins og óþekkur krakki sem ekki hefur stjórn á skapi sínu.
Fram að þessi hefur Óskar Bergsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins staðið einn eins og klettur í hafinu og barist fyrir byggingu Bitruvirkjunar. Virkjunarframkvæmdar sem hefur hverfandi neikvæð umhverfisáhrif og myndi drífa umhverfisvæna stóriðju á Þorlákshöfn og verða sú framkvæmd sem íslenskt efnahagslíf þarf á að halda.
Geir Haarde hefur tekið undir sjónarmið Óskars Bergssonar. Svo virðist einnig að Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson hafi tekið undir sjónarmið Óskars.´
Það hefur komið í ljós að Kjartan Magnússon er að snúast í málinu - farin að gæla við stefnu Óskars Bergssonar.
Kannske er Sjálfstæðisflokkurinn í borgastjórn að sjá ljósið og taka undir stefnu Óskars Bergssonar og Framsóknarflokksins. Ef svo er þá er að myndast meirihluti fyrir þessari þjóðþrifaframkvæmd!
Það þýðir reyndar klofning í meirihluta borgarstjórnar þar sem borgarstjórinn er að úti að aka í málinu og heldur því fram að Bitruvirkjun hafi endanlega verið slegin af - og gerir þannig lítið úr Kjartani Magnússyni.
Klofningur í minnihlutanum hefur verið ljós í tvo mánuði, því Óskar Bergsson hefur alla tíð verið talsmaður Bitruvirkjunar - og hefur eflaust átt erfitt með að sitja undir heimskulegum fagnaðarlátum Samfylkingar og Vinstri grænna þegar sem fögnuðu ákaft með Sjálfstæðismönnum og borgarstjóranum þegar Bitruvirkjun var slegin af.
Kannske er skynsemin og stefna Óskars Bergssonar að verða ofan á - þjóðinni og borgarbúum til heilla!
Segir ljóst að Birtuvirkjun hafi verð slegin af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)