Magnús Árni axlar ábyrgð - maður af meiru!
12.9.2009 | 18:57
Magnús Árni Skúlason hefur axlað ábyrgð sína á mistökum sem hann gerði. Magnús Árni er maður af meiru.
Það er vert að minna á að Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem svaraði kalli þjóðarinnar um endurnýjun.
Framsóknarflokkurinn er einnig eini flokkurinn sem hefur axlað ábyrgð á mögulegum þætti sínum í aðdragandanum að efnahagshruninu.
Formaður Framsóknarflokksins og fyrrum ráðherrar flokksins hættu afskiptum af stjórnmálum, gáfu nýju fóki sviðið og glæsilegt 900 manna flokksþing kaus sér nýja forystu.
Sú forysta er ný Framsókn.
Magnús Árni var fulltrúi þeirrar nýju Framsóknar í þeim skilningi að val Magnúsar Árna í bankaráð Seðlabankans byggði fyrst og fremst á því að maðurinn er ágætur hagfræðingur og hefur mikla reynslu og þekkingu - ekki hvað síst í því sem snýr að fasteignamarkaði og fasteignalánamarkaði - sem er afar mikilvæg stærð þegar stefna Seðlabankans er mótuð.
Hann gerði hins vegar afdrifarík mistök.
Magnús Árni er fulltrúi þeirrar nýju Framsóknar með því að axla ábyrgð á mistökum sínum.
Framsóknarflokkurinn hefur í dag fengið á sig endalaust grjótkast - og úr glerhýsum - vegna mistaka Magnúsar Árna.
Nú þegar Magnús Árni hefur axlað ábyrgð sína - þá heldur grjótkastið áfram - úr glerhýsum. Núna af því hann segir af sér!
Já, það er vandlifað að vera Framsóknarmaður!
En grjótkastararnir ættu að hafa í huga eina af bestu setningu mannkynssögunnar:
"Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum!"
Fer fram á lausn frá störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:58 | Facebook
Athugasemdir
Eða: Maður að meiri.
Elsku, reyndu að nota máltækin rétt.
Valdimar Másson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 19:04
Já er Magnús búinn að viðurkenna mistökin og biðja þjóðina afsökunar?
Gormurinn, 12.9.2009 kl. 19:08
"Magnús Árni er maður af meiru." Nei, Hallur. Hann áttaði sig bara á því að það er ekki lengur 2007, heldur 2009.
Í þroskuðu lýðræðisríki þyrfti ekki að hrósa manni fyrir að bera ábyrgð á eigin mistökum, en Ísland er jafn óþroskað lýðræðisríki og Saudi-Arabía.
Skorrdal (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 19:16
Sammála þér Hallur hann gerði rétt núna með því að segja af sér, en hvernig líður þér sem framsóknarmanni að vita til þess að kjörinn fulltrúi ykkar var óheiðarlegur í starfi og braut af sér ?
Skarfurinn, 12.9.2009 kl. 19:52
Þetta voru ljótu „mistökin“ hjá Magnúsi! Eins og hann er nú flinkur hagfræðingur og sérlega vel að sér í gjaldeyrismálum. Betri maður í djobbið er vandfundinn. Það er ekkert við Framsóknarflokkinn að sakast. Hann skipaði Magnús ekki. Var það nokkuð?
Guðmundur Guðmundsson, 12.9.2009 kl. 19:57
Í morgun var hann hálfgerður Sjálfstæðismaður en er nú kominn aftur í Framsókn, þetta gerist hratt.
Viðar (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 20:40
Greyjin mín!
Hallur Magnússon, 12.9.2009 kl. 21:01
Sömuleiðis...
Skorrdal (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 21:05
Heldurðu ekki að séra Baldur sé ekki að spila með þig ?.
Hafþór Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 21:05
Hallur.
Hvað oft hefur það komið upp í huga hjá þér , hvað í ands....m er að gerast hjá okkur framsóknamönnum ?
Eitthvað er það sem segir mér að vera framsóknamaður , sé að vera falskur , ómerkilegur og segja alls ekki sannleikan !
Svo er það með okkur hin, við sjáum ykkur sem fíflin sem eyðileggið allt sem gott er !
JR (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 21:40
Já það er erfitt að vera framsóknamaður . Alla vega heiðalegur .
Vigfús Davíðsson, 12.9.2009 kl. 22:14
"Misstök" þetta voru engin mistök. Sjálfur hefur hann ekki viðurkennt nein mistök, síður en svo. Hann neyddist til að segja af sér vegna fréttaflutningsins og finnst ómaklega að sér vegið.
Þóra Guðmundsdóttir, 12.9.2009 kl. 22:37
Hallur
Ég hef kommentað nokkrum sinnum hérna og þá aðallega í gagnrýni. Þó hér sé margt gagnrýnivert þá ætti það ekki að vera til umræðu lengur þar sem hann gerði ekkert saknæmt. Þetta var siðlaust og hann axlaði ábyrgð og sagði af sér. Einfalt, búið mál
Svona á þetta að vera!
Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 22:40
Hvað er málið með þessa framsóknarmenn??
Ægir Óskar Hallgrímsson, 12.9.2009 kl. 23:06
Hvernig væri að þessir vitavonlausu stjórnmálaflokkar settu sér nú siðareglur rétt eins og margar stéttir gera?
Í siðareglunum mætti m.a. standa:
Stjórnmálamenn heita því að starfa að heilindum fyrir þjóð sína. Ef (eigin)hagsmunaárekstrar verða þá á að segja af sér.
Stjórnmálamenn eiga að vera fyrirmynd landsmanna. Ef þeir keyra fullir, koma fullir upp í pontu, ljúga, stela eða svíkja eiga þeir að segja af sér.
Það þarf að hrista almennilega upp í þessu gegnumspillta og sýrða kerfi sem við búum við.
Ívar Örn Reynisson (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 08:59
Ég tek undir með Vigfúsi. Það hlýtur að vera erfitt fyrir heiðarlega framsóknarmenn að horfa upp á það hvað spillingin er enn rótgróin í flokknum. Sársaukafull hreingerning síðasta vetur hefur greinilega ekki náð út í öll horn og skúmaskot. Vissulega eru fjölmiðlar flokknum ekki sérstaklega hagstæðir en fjandakornið það er ekki hægt að kenna þeim um. Ekki stjórna þeir flokknum! Flokksmenn eru greinilega fullfærir um að sóða út hjálparlaust.
Í síðustu viku komu upp þrjú mál þar sem skein í spillinguna sem enn viðgengst í Framsóknarflokknum. Síðasta málið var e.t.v. það léttvægasta en þá var fulltrúi Framsóknarflokksins í Seðlabanka Íslands staðinn að gjaldeyrisbraski! Hvernig má það vera? Eru svo fáir tilbúnir til þess að gegna trúnaðarstörfum fyrir flokkinn að leita þarf til fjárglæframanna? Það skal enginn segja mér að Magnús þessi hafi fyrst núna verið að koma „út úr skápnum“.
Magnúsarmálið var í fjölmiðlum á gær en daginn áður var deiliskipulag Ingólfstorgs í brennidepli. Þar varð borgarstjórnarmeirihlutinn að játa ósigur sinn er hann var gerður afturreka með tillögur sem AÐEINS þjónuðu EINUM manni. Enginn í borgarkerfinu hafði áhuga á breyttu deiliskipulagi, ekki embættismenn, ekki Sjálfstæðisflokkurinn, enginn. Enginn nema Pétur Þór Sigurðsson eiginmaður Jónínu Bjartmarz. Hvers vegna í ósköpunum? Er hann arkitekt? Nei, hann á flest húsin við torgið.
Þriðja málið, sem er langstærst, kom til afgreiðslu í borgarráði á fimmtudaginn. Þar greiddi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins atkvæði með því að hlutur Orkuveitunnar í HS Orku væri seldur skúffufyrirtæki í Svíþjóð! Með því var flokkurinn að stuðla að því að orkulindir Reykjaness kæmust í hendurnar á erlendum fjármálaspekúlöntum. Það er svívirða. Spurningin er: „Hvaða framsóknarmaður skyldi græða á því?“
Guðmundur Guðmundsson, 13.9.2009 kl. 09:06
Það er sorglegt að heyra aftur og aftur hvað við sem byggjum þetta land og viljum komast til valda erum siðblind, óheiðarleg og það sem verrra er að mörgum finnst þetta bara allt í lagi, eins og Magnúsi. Honum fannst þetta allt í lagi. Hvar á að koma honum næst fyrir ?
Það sem verra er og kemur alls ekki Framsóknarflokknum við er að enn situr Þorgerður Katrín þrátt fyrir stór brota maka hennar. Enn situr Sigurður Kári og Guðlaugur Þór. Þeir eru enn spilltari því þeir ætla að halda áfram að stjórna landinu. Við bætist síðan Gísli Marteinn í borgina. Þetta ætlar greinilega engan endi a taka.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 13.9.2009 kl. 09:43
Guðmundur.
Hvernig í ósköpunum getur þú sagt að auglýsing á nýju skipulagi Ingólfstorgs - þar sem verið er að hverfa frá eldara skipulagi sem gerði ráð fyrir niðurrifi tveggja gamalla húsa - sé dæmi um spillingu Framsókmnarmanna - þegar formaður skipulagsráðs er Sjálfstæðismaður og borgaryfirvöld hafa lýst því yfir að það verði tekið tillit til framkominna athugasemda við skipulagið við lokavinnslu þess - sé spilling Framsókanrfloksins?
Þessi athugasemd þín - og annarra sambærilegra - sýna ótrúlega fordóma og illfýsi í garð Framsóknarflokksins.
Hvað varðar HS Orku - þá hefur þú bara hreinlega rangt fyrir þér!
Þvinguð sala á hlut Orkuveitar Reykjavíkur til eina aðiljans sem bauð í hlutinn eftir 1 1/2 árs opins söluferlis er ekki spilling.
Það var ekki Orkuveitan sem gerði samning við HS Orku um 65 ára leigu á orkunni á Suðurnesjum! Og alls ekki Framsóknarflokkurinn!
Það hefði engu máli skipt til eða frá hvað varðar aðkomu einkaaðilja að HS Orku að leigu á auðlindinni! Einkaaðiljarnir Geysir Green og HS Orka voru komnir með 67% hlut í fyrirtækinu - og hlutir Orkuveitunnar sem Orkuveitunni var gert lögum samkvæmt að selja - breytir ekki þeirr staðreynd.
Enn einu sinni er verið að saka Framsóknarmenn um hlut sem er ekki þeirra!
Ef þú vilt gagnrýna það þá áttu að beina spjótum þínum að Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ og ríkisstjórn Íslands! Ekki Framsóknarflokknum.
Hallur Magnússon, 13.9.2009 kl. 12:32
PS. Bið forláts á skorti á stöfum í athugasemdinni. Lyklaborðið hjá mér er að gefa sig. Fæ mér nýtt eftir helgi.
Hallur Magnússon, 13.9.2009 kl. 12:33
Guðmundur.
Viltu semsagt rífa tvö gömul hús í miðborginni eins og gamla skipulagið gerði ráð fyrir?
Ég get ekki lesið annað út úr setningunni: "Enginn í borgarkerfinu hafði áhuga á breyttu deiliskipulagi, ekki embættismenn, ekki Sjálfstæðisflokkurinn, enginn" sem er náttúrlega hrein og klár ósannindi af þinni hálfu.
Hallur Magnússon, 13.9.2009 kl. 12:35
Það að „enginn“ hafi haft áhuga á breyttu deiliskipulagi nema Pétur Þór Sigurðsson hef ég eftir einum þeirra sem börðust gegn skipulaginu. Þetta var niðurstaða hans eftir að hafa rætt við embættismenn („við vorum bara beðin um að teikna...“) og stjórnmálamenn. Allir vörpuðu málinu frá sér. Og ekki virtist Júlíus Vífill sérlega áhugasamur er hann sagði: „Okkur liggur ekkert á í þessu máli og hljótum að bregðast við athugasemdum.“
Hvað söluna til Magma Energy áhrærir þá er það alveg rétt að Framsóknarflokkurinn er þar ekki í hlutverki leiðtogans heldur meðreiðarsveinsins. Engu að síður er hann í oddaaðstöðu. Og málið er grafalvarlegt.
Magma Energy notar bellibrögð til þess að komast í orkulindir þjóðarinnar. Það fær 65 ára einkarétt og borgar smánarverð fyrir. Eigandi fyrirtækisins hefur margítrekað að hann ætli sér að eignast alla HS orku og komast þannig yfir þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins.
Salvör Gissurardóttur hefur skrifað frábæra pistla um söluna til Magma Energy (sjá http://salvor.blog.is/blog/salvor/). Hún segir m.a.:
„Þetta er nýlendustefna og leið til að Ísland verði áhrifalaus og bláfátækt sker þar sem svona fyrirtæki soga burt allan ágóða af auðlindum og fleyta honum til hluthafa sinna erlendis.
Það er á ábyrgð allra Íslendinga að flana ekki að neinu í svona málum. Hér er verið að stíga stærra skref en að selja hlut út úr orkufyrirtæki á Íslandi, hér er verið að stíga það skref að hleypa erlendum pappírsfyrirtækjum með nákvæmlega sömu vinnubrögð og fyrirtæki útrásarvíkinganna að íslenskum orkuauðlindum.“
Hvers vegna berst Framsóknarflokkurinn ekki gegn þessa svívirðu? Hvers vegna stöðvar Framsóknarflokkurinn ekki söluna á hlut Orkuveitunnar til Magma Energy?
Í staðinn leggur hann henni lið!!
Guðmundur Guðmundsson, 13.9.2009 kl. 13:30
Guðmundur.
Ástæða þess að Framsóknarflokkurinn berst ekki gegn sölu hlutar Orkuveitunnar til Magma er einföld. Orkueitunni er gert að selja hlutinn. Það hefur ekki fundist annar kaupandi eftir 1 1/2 árs söluferlu.
Salvör hefur rétt á sinni skoðun og um þetta hefur farið umræða innan Framsóknarflokksins. Salvör er það í miklum minnihluta í þessu máli.
Ástæðan er sú sem ég skrifaði um áðan - sem Salvör á erfitt með að sætta sig við þótt hún viti hvernig málið er vaxið:
Það hefði engu máli skipt til eða frá hvað varðar aðkomu einkaaðilja að HS Orku að leigu á auðlindinni! Einkaaðiljarnir Geysir Green og HS Orka voru komnir með 67% hlut í fyrirtækinu - og hlutir Orkuveitunnar sem Orkuveitunni var gert lögum samkvæmt að selja - breytir ekki þeirri staðreynd.
Staðreyndin er nefnilega sú að ef við seljum ekki núna og fáum tæpa 4 milljarðar strax - rúma 7 milljarða síðar - og málaferli Reykjavíkur og Hafnarfjarðarbæjar leysast - þá lendum við væntanlega í þeirri stöðu að þurfa að selja á algerri brunaútsölu í lok desember - fyrir slikk.
Það að reyna að halda öðru fram er bull og vitleysa.
Ef á að beina spjótum sínum eitthvað þá er það til ríkisstjórnarinnar. Ekki Orkuveitunnar sem fyrst mætti saka um óábyrga stjórnsýslu ef hún seldi ekki.
Sama bullið í þér varðandi aðkomu Framsóknar að Ingólfstorgi - sem er í fullkomlega eðlilegum farvegi.
Dettur þér virkilega í hug að Jónína Bjartmarz hafi einhver ítök í Framsóknarflokknum eftir að hafa verið lykilpersóna í því að þáverandi formaður flokksins náði ekki á þing?
Er ekki alveg í lagi hjá þér gæskurinn?
Reyndar var aðförin að Jónínu ómakleg - en það er annað mál.
Það stendur ekki steinn yfir steini í áras þinni á Framsóknarflokkinn. Dylgjur þínar standast ekki.
En þú getur huggað þig við það að þú ert ekki sá eini sem ræðst ómakklega að Framsóknarflokknum á ómálefnalegan hátt. Sá hópur er því miður allt of stór.
Hallur Magnússon, 13.9.2009 kl. 13:48
Ingólfstorg: Það gefst oft vel þegar leggja á mat á pólitísk deilumál að hugleiða hver komi til með að hagnast. Í þessu tilfelli voru það augljóslega fyrst og fremst lóðareigendur og af þeim hafði Pétur Þór Sigurðsson mestra hagsmuna að gæta. Ég notaði nafn Jónínu Bjartmarz sem merkimiða svo lesendur áttuðu sig á samhenginu. Almenningur þekkir ekki Pétur þennan.
Salan á hlut Orkuveitunnar í HS Orku: Ég lít ekki á söluna til Magma Energy sem e-ð smámál. Það verður að berjast gegn því með öllum ráðum að fjárglæframenn eignist eða einoki orkulindir Íslendinga. Það breytir engu þótt einkaaðilar eigi í orði kveðnu 67% í HS Orku. Geysir Green er á hausnum og óbeint í eigu ríkisins. Seinagangur ríkisstjórnarinnar afsakar ekki heldur Framsóknarflokkinn. Ríkisstjórnin bauð upp á samstarf og Reykjavíkurborg átti auðvitað að teygja sig til samkomulags burtséð frá því hvort skúffufyrirtækið í Svíþjóð gæti beðið eða ekki. Hagsmunir landsmanna allra eru í húfi!
Guðmundur Guðmundsson, 13.9.2009 kl. 14:42
Hummmmmm, maðurinn "axlaði" sína ábyrgð því það komst upp um hann og hann neyddist til þess!!!!!!!!!!!!!!!!!
Katrín Linda Óskarsdóttir, 13.9.2009 kl. 23:23
Þetta mál með Magnús Árna er dæmigert fyrir það hvað þið Framsóknarmenn eruð siðblindir og hafið ekkert lært af reynslunni. Að reyna að verja mann sem þið kjósið í bankaráð Seðlabankans og er staðinn að því að reyna að fá mikilvirka útflytjendur til að brjóta lög og reglur Seðlabankans er svívirðilegt brot bæði lagalega og siðferðilega. Eygló alþingismaður Framsóknar baðst ekki afsökunar á þessu klúðri og svívirðu heldur hélt upp vörnum fyrir Framsóknarflokkinn og Magnús Árna í Silfri Egils í gær og það sama gerir Hallur.
Þið Framsóknarmenn hefðuð átt að hlusta á síðasta viðmælanda Egils í gær sem benti á það grundvallaratriði að þeir sem brotið hefðu af sér og kallað yfir okkur hrunið mikla. ættu að ganga fram, játa sakir sínar og biðja þjóðina afsökunar.
Það ætlið þið Framsóknarmenn greinilega ekki að gera.
Mér kæmi ekki á óvart að þegar Alþingi kemur saman muni Framsóknarmenn gera tillögu um að Finnur Ingólfsson taki við af Magnúsi Árna í bankaráði Seðlabankans.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 14.9.2009 kl. 11:28
Framsóknarmenn - flestir - eru siðblindasti þjóðflokkur landsins, á eftir Sjálfstæðismönnum. Þeir sjá aldrei neitt rangt - og upphefja þá sem brjóta af sér! Slíkt má sannarlega lesa í orðum Halls hér að ofan!
Skorrdal (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 11:40
Rífa hús, brjóta og bramla svo fv þm. Framsóknar geti reist glæsihótel í hjarta borgarinnar. Þetta segir allt sem segja þarf um Framsóknar flokkinnn eins og hann nú er orðinn. Gjörspilltasti stjórnmaálaflokkur allra tíma
Eiður Svanberg Guðnason, 14.9.2009 kl. 12:31
Magnús Árni er fulltrúi þeirrar nýju Framsóknar með því að axla ábyrgð á mistökum sínum.
Magnús viðurkennir engin mistök eins og leiðari Morgunblaðsins bendir mjög réttilega á í dag.
Lofræða þín um að Framsóknarflokkurinn sé betri en allir aðrir flokkar nær ekki til fólks nú á dögum. Það er hætt að hugsa þannig að þeirra flokkur sé bestur og óaðfinnanlegur en allir aðrir flokkar vondir. Fólk hugsar ekki svona lengur jafnvel þó það styðji einstaka flokka. En það sér samt ekki lengur heiminn í svarthvítu ljósi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.9.2009 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.