"We did not come here just to clean up crisis, we came here to build a future!"
Með þessum orðum hóf Framsóknarmaðurinn Barack Obama forseti Bandaríkjanna ræðu sína í fulltrúardeild Bandaríkjaþings þar sem forsetinn hélt þvílíkt brilljant ræðu þar sem hann hvatti þingið til þess að samþykkja tillögur sínar um úrbætur í heilbrigðiskerfinu.
Það er aðdáunarvert hvernig Obama heldur framsókn sinni áfram sem forseti Bandaríkjanna - og það ekki einungis í heilbrigðismálum.
"We did not come here just to clean up crisis, we came here to build a future!"
Þessa framsæknu setningu Obama ættu ríkisstjórn Íslands og Alþingi í heild sinni að gera að leiðarljósi sínu í vinnu næstu vikna og mánaða.
Þetta er nefnilega kjarni málsins.
Obama krafðist aðgerða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:43 | Facebook
Athugasemdir
er ekki að skilja þig, er ekki okkar heilbrigðiskerfi frítt fyrir alla? heæd við þurfum ekki tryggingu til að fa hjálp..kannski er eg enhvað að rugla
jon hjálpar (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 09:31
Ég er ekki að ræða um íslenska heilbrigðiskerfið - heldur hvernig Framsóknarmaðurinn Obama er að berjast fyrir bættu heilbrigðiskerfi í Bandaríkjunum - en um leið að beina sjóðum að þessari framsæknu nálgun Obama - að gleyma sér ekki í að berjast eingöngu gegn kreppunni - heldur jafnframt að hafa framtíðarsýn til að byggja á.
Hallur Magnússon, 10.9.2009 kl. 09:45
beina sjónum - vildi ég segja
Hallur Magnússon, 10.9.2009 kl. 09:45
Heill og sæll Hallur,
Bara forvitni. Til hvaða staðreyndar nákvæmlega rekur þú það að Obama sé Framsóknarmaður?
kv. ÞHG
Þórir Hrafn Gunnarsson, 10.9.2009 kl. 09:46
Hallur er væntanlega að vísa til þess að Bandaríski Demókrataflokkurinn er hluti af sömu alþjóðahreyfingu og Framsóknarflokkurinn... rétt eins og ungir demókratar eru í sömu alþjóðahreyfingu og ungir Framsóknarmenn og eiga þar ágætt samstarf og samvinnu.
En það sem skiptir meira máli eru þau málefni og hugsjónir sem Obama hefur byggt allan sinn stjórnmálaferil á... samvinnuhugjóninni. Ég hvet þig Þórir til að lesa bókina "The Audacity of Hope" með gleraugum samvinnunnar OG jafnaðarstefnunnar.
Það er nú einu sinni þannig að Framsókn hefur verið á svæðinu í 93 ár. Samvinnustefnan hefur bestu eiginleika jafnaðarmanna í sér en bætir við meira raunsæi og skynsemishyggju. Það er einmitt skynjun manna á Obama, sem hefur til að mynda verið mikill aðdáðandi hvernig Ísland hefur á framsækinn hátt byggt upp vistvænt orkukerfi í landinu sem er einstakt.
Agnar Bragi, 10.9.2009 kl. 10:09
Gættu þín Hallur! Ekki viss um að Obama líki það að vera vændur við Framsóknarflokkinn. Ég hef m.a. fengið bágt fyrir að væna mann um slíkt!
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 12:12
Gísli!
Ég hef engar áhyggjur af viðbrögðum Obama - hann er skynsamur og öflugur Framsóknarmaður. Svona eins og vinur minn Olli Rehn.
En hvernig finnst þér Samfylkingarmanninum að vera bendlaður við "Samfylkingarmanninn" Gordon Brown?
Hallur Magnússon, 10.9.2009 kl. 12:47
Þórir Hrafn
Agnar Bragi hefur svarað spurningu þinni.
Hallur Magnússon, 10.9.2009 kl. 12:47
Humm... ég geri þá ráð fyrir því að átt sé við "Liberal International"
http://en.wikipedia.org/wiki/Liberal_International
Þar eru "fylgisamtök" samtök sem hafa einhver tengsl við Demokrataflokkinn, en flokkurinn er ekki meðlimur. Það eru reyndar sambærileg samtök (Democatic Socialist USA) sem eru félagar í Socialist International sem Samfylkingin er aðili að. Ég held samt að það séu fáir Samfylkingarmenn sem telji Obama Samfylkingarmann.
Þú leiðréttir mig vonandi ef ég fer rangt með alþjóðasamtök sem þið og Demokratarnir eruð aðilar að. En það er a.m.k. alveg ljóst að Demokratar eru ekki aðilar að LI.
Þórir Hrafn Gunnarsson, 15.9.2009 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.