Börnin í forgang á erfiðum tímum
7.9.2009 | 09:42
Það er eitt af forgangsmálum Velferðarráðs á tímum sem nú að standa vörð um velferð barna í borginni. Reykjavíkurborg mun og hefur verið að forgangsraða í þágu barnanna í borginni og annarrar grunnþjónustu í velferðarkerfinu. Um það eru allir flokkar sammála um að gera.
Velferðarráð og velferðarsvið hefur frá því í hruninu síðastliðið haust sérstaklega beint sjónum að stöðu barnanna í borginni á erfiðum tímum. Velferðarráð er nú að taka eitt skref í að styrkja stöðu barna láglaunafólks. Það er ljóst að það þarf að taka fleiri skref þótt fjármagn sé takmarkað.
Ég hef trú á því að þótt nú sé að ganga í garð kosningavetur þá muni meirihluti og minnihluti Velferðarráðs vinna þétt saman í að tryggja stöðu barna eins og kostur er - eins og allir fulltrúar í Velferðarráði hafa gert á undanförnum mánuðum - en missi sig ekki í pólitískt argaþras.
Í þeirri forgangsröðun sem er óhjákvæmileg kann að vera að það þurfi að draga úr einhverjum þjónustuþáttum við börn til þess að geta styrkt aðra veigameiri. Það sama má segja um önnur svið velferðarmála. En í grunninn þá eiga börnin að haga forgang á erfiðum tímum.
Ég hef nú látið af embætti varaformanns Velferðarráðs þar sem ég tók að mér formennsku í Innkauparáði Reykjavíkurborgar þegar fyrri formaður það hélt til annarra starfa.. Verð þó varamaður í Velferðarráði og fylgist náið með starfi ráðsins sem að undanförnu hefur einkennst að góðri samvinnu meirihluta og minnihluta. Vonandi mun það verða áfram í vetur - ekki hvað síst vegna barnanna í borginni.
Aukin aðstoð við barnafjölskyldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:52 | Facebook
Athugasemdir
Ég vann fyrir 25 árum á leikskóla i 2 ár (þá voru 5 börn á mann á elstu deild, nú eru 8 börn á deild á efstu deild) og deildarstjórar (ekki allir, alltaf á fundum?) á deildum?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.9.2009 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.