Sanngjarnt að fresta afgreiðslu á sölu í HS Orku til Magma
3.9.2009 | 13:09
Það er sanngjarnt og eðlilegt að verða við beiðni minnihlutans í borgarráði að fresta afgreiðslu á sölu HS Orku til Magma. Minnihlutinn lagði fram langan spurningalista - sem greinilega er að hluta til spurningar settar fram til að undirbyggja pólitíska frasa í umræðunni - en það er afar eðlilegt - ekki hvað síst á kosningavetri.
Væntanlega munu svör við þeim spurningum liggja fyrir á næsta fundi borgarráðs þegar ráðið afgreiðir málið.
Síðan verður málið að sjálfsögðu hitamál á borgarstjórnarfundi þegar lokaafgreiðsla málsins fer fram.
Ég hef mikinn skilning á afstöðu Vinstri grænna og þess hluta Samfylkingarinnar sem telja að orkufyrirtækin eigi að vera í samfélagslegri eigu. Það eru margir Framsóknarmenn sem telja slíkt hið sama, enda er það ekki kappsmál Framsóknarflokksins að selja einkaaðiljum hlut í orkufyrirtækjunum.
Ekki gleyma því að Orkuveitan er öflugt fyrirtæki í almannaeigu - fyrirtæki sem Framsóknarmenn hafa leikið lykilhlutverk í að byggja upp gegnum tíðina - og Framsóknarmenn munu af alefli standa vörð um að verði áfram í almannaeigu.
Ekki gleyma því heldur að það voru önnur sveitarfélög - sum undir stjórn Samfylkingarinnar - sem ákveða að einkavæða HS Orku - ekki Reykjavíkurborg.
Ekki heldur gleyma því að Orkuveitan sem er í almannaeigu ætlaði að eiga ráðandi hlut í HS Orku. Það voru samkeppnisyfirvöld sem skikkuðu Orkuveituna til að selja hlut sinn í HS Orku.
Framsóknarmenn eru löghlýðnir flestir upp til hópa og telja sig skylt að fara að lögum - þótt margir andstæðingar Framsóknarmanna í Samfylkingu og VG telji sig geta valið hvaða lögum eigi að fylgja og hvenær - jafnvel talið rétt að brjóta gegn landslögum í þessu tilfelli.
Við megum heldur ekki gleyma að ríkið og innlendir aðiljar hafa haft 6 mánuði til að koma með tilboð í hlut Orkuveitunnar. Það hefur ekkert tilboð komið annað en Magma. Áhuginn eða getan var ekki fyrir hendi.
Við megum heldur ekki gleyma því að frestur til sölu er einungis til áramóta.
Er það forsvarandlegt fyrir borgina að taka þá áhættu að missa af sölunni til Magma og að geta síðan ekki selt - nema þá á slikk á raunverulegri brunaútsölu 31. desember 2009?
Ég held ekki.
Að lokum.
Mér þótt dálítið broslegt þegar ég las Fréttablaðið í morgun - að það var gert stórmál úr því að einhverjir Framsóknarmenn væru hugsi yfir sölu Orkuveitunnar á hlut sínum í HS orku til erlends aðila - á meðan Fréttablaðið hefur þagað þunnu hljóði yfir því að forysta Samfylkingarinnar er klofin í herðar niður á afstöðunni til málsins. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar og þingmenn eru á því að það eigi að selja erlendum aðilja hlutinn - en borgarfulltrúarnir eru á móti.
Það skyldi þó ekki vera að borgarfulltrúar Samfylkingarinnar séu á móti málinu af því að þeir telja sig geta slegið pólitískar keilur á málinu á kosningavetri - á meðan raunveruleg stefna Samfylkingarinnar er önnur?
En reyndar skil ég mismunandi áherslur Samfylkingarmanna í málinu - því eins og ég sagði - það eru margir Framsóknarmenn sem telja slæmt að Orkuveitan hafi þurft að selja erlendum einkaaðila hlut sinn í HS Orku, enda er það ekki kappsmál Framsóknarflokksins að selja einkaaðiljum hlut í orkufyrirtækjunum.
En við þær aðstæður sem við búum við í dag - lagalegum og efnahagslegum - þá tel ég rétt að selja Magma hlut okkar í HS Orku. Um það er nokkuð breið samstaða innan hins fjölmenna borgarmálahóps Framsóknar - þótt sumir séu efins.
Okkur veitir ekki af fersku erlendu fjármagni og þær framkvæmdir sem munu fylgja inn í það slæma atvinnu- og efnahagsáastand sem við búum við. Fyrst Orkuveitan var skikkuð til að selja.
Fresta afgreiðslu á sölu HS Orku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:43 | Facebook
Athugasemdir
Sumt á ekki að vera til sölu Hallur, ekkert með það að gera að vera löghlýðinn né að vera framsóknarmaður úr Kolbeinsey - það má aftur á móti bjóða aðgang að mörgu gegn "vægu" gjaldi í ákveðinn tima en þá þarf bara að passa að það verði afgangur sem er svo nýttur til frekari uppbyggingar sem og settur út í þjóðfélagið, byggja upp rólega á löngum tíma ef þarf.
Bara að passa þessa pólitíkusa, þeir einhvernveginn ná alltaf að spilla svo mörgu sem er sameign okkar allra
Jón Snæbjörnsson, 3.9.2009 kl. 13:35
Rétt Jón - enda ekki verið að selja auðlindirnar eins og sumir reyna að heldur fram - heldur tímabundinn aðgang að þeim - sem skilar samfélaginu arði.
Hallur Magnússon, 3.9.2009 kl. 13:42
Eru 65 ár tímabundinn aðgangur????Hvað er þá smá stund hjá þér????
Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 14:27
Guðrún Hlín.
Ég get verið sammála þér um að 65 ára tímabundinn aðgangur er langur tími. En tímabundinn þó.
Ég hefði viljað hafa tímann mun styttri - td. 30 ár - með ákvæði um framlengingu til annarra 30 ára.
Það er því beinlínis rangt sem haldið hefur verið fram í umræðunni að það sé verið að selja auðlindirnar úr - landi. Þeim ósannyndum trúir fólk sem hefur ekki kynnt sér málið almennilega.
Ef þú vilt stytta þann tíma - snúðu þér til fjármálaráðherrann og biddu hann um að breyta lögum um auðlindagjald.
Það var ekki Orkuveitan sem ákvarðaði þann tíma - og alls ekki við Framsóknarmenn.
Hallur Magnússon, 3.9.2009 kl. 14:46
ósannindum - en ekki ósannyndum! Biðst forláts á þessari hræðilegu stafsetningarvillu :)
Hallur Magnússon, 3.9.2009 kl. 14:47
Tímabundinn aðgang??? Eru allt að 130 ár tímabundinn aðgangaur?? Þetta er ekkert annað en einkavæðing á auðlindunum þar sem þjóðin fær ekkert aðgang að þeim næstu 65-130 árin og nýting þeirra sett í hendur markaðrins með skelfilegum afleiðingum sbr. önnur lönd sem svona svvírðileg heimska er framkvæmd.
Við bætist að þetta er nánast gjöf, Reykvíkingar munu tapa 5-6 milljörðum hið minnsta og jafnvel allt að 15 miljörðum á þessari sölu. Eru borgarfulltrúar og skúffufyrirtæki útrásarvikinganna sem hafa meirihluta í borgarstjórn, tilbúin til þess að setja eigin eignir upp sem tryggingu fyrir þessu?
Miðað við offorsið með þetta, þá er nokkuð ljóst að S-hópurinn eða aðrir fjandmenn Íslendinga, standa á bak við þetta. Klíkuspillinginn lykltar langar leiðir af þessum samningi. Einhversstaðar er veirð að toga í spotta af þeim sem standa á bak við Magma, enhvers staðar eru greiðslur að fara í aflandsfélög stjórnmálaflokka eða manna.
Og svo voru þessir REI-flokkar að býsnast yfir slæmum IceSave-samning....
AK-72, 3.9.2009 kl. 16:27
Ég held að það slái mörg döpur hjörtu hjá heiðalegu Framsóknar fólkí í dag.Eru þá 30 ár smástund hjá þér??
Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 17:38
Guðrún Hlín.
Hvaða tillögu hefur þú um tímabil á leigu á auðlindunum - þar sem þarf að byggja upp fyrir milljarða til að geta nýtt þær?
Það sem skiptir öllu máli - þótt þú viljir ekki sjá það - er að um er að ræða leigu - ekki sölu.
... og hún er tímabundinn.
Þetta er ekki eins og að skreppa í sund.
Ekki gleyma því að þegar rætt er um að firna kvótann - þá er tímabilið 25 ár. Sem er eðlilegt.
Hallur Magnússon, 3.9.2009 kl. 18:02
Einkavæðing orkufyrirtækja hefur gengið illa allsstaðar þar sem hún hefur verið reynd og meira að segja í hundruð miljóna samfélögum eins og Bandaríkjunum með mun öflugra eftirliti hefur ekki tekist að koma á samkeppni og orkugeirinn hefur verið þurkaður upp af eigum og skilinn eftir í molum sem ríkið þarf svo að tína upp með ærnum tilkostnaði bæði beinum og óbeinum. Það virðist ekki eiga að læra neitt af hruninu, bara halda áfram og vona að betri siðferðiskend muni bjarga okkur. Ekki hef ég nú mikla trú á því.
Héðinn Björnsson, 3.9.2009 kl. 18:27
65 ár er það rétt ?
Jón Snæbjörnsson, 3.9.2009 kl. 20:13
Ég held að grunnskólabörn hefðu getað gert betri samning en þennan óskapnað sem er þeim sem að honum stóðu til ævarandi háðs.Valgerður sagði að Björgólfur væri mjög góður sem Bankaeigandi því að hann kæmi með svo mikinn gjaldeyrir og það mundi skipta sköpum fyrir Ísland.Hér er verið að reina að telja okkur trú um álíka þvælu.Ef þetta fyrirtæki er svona vel stætt þyrfti það varla 70%kúlulán.En það eru því er verr enn til hér á Landi bjánar sem eru enn blautir á bak við eyrun.
Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 21:52
Guðrún Hlín.
Getur þú fært rök fyrir þessari skoðun þinni?
Af hverju voru þá engir aðrir sem á 6 mánuðum treystu sér til þess að gera tilboð í hlutinn?
Ertu ekki að láta tilfinningarnar hlaupa með þig í gönur?
Hallur Magnússon, 3.9.2009 kl. 22:20
Hefur nokkuð gleimst að segja þér að hér varð Bankahrun og kreppa um allan heim??????
Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 22:33
Og það má kannski benda á í leiðinni af síðustu athugasemd Guðrúnar Hlínar, hvað var í gangi í landinu:
Ef hægt er að benda á að menn hafi haft tíma til þess að anda og spá í þessu máli sem var farið með eins og mannsmorð í skipulagningu Sjáflstæðisflokksins í Reykjanesbæ og REI-flokkana í Reykjavík, þá held ég að margir þyrftu að vera ofurmenni.
Einnig má benda á að þessir aðilar sem málinu tengjast, nýttu sér tækifærið meðan öll athyglin var á ESB og IceSave til að lauma þessu í gegn og má kannski gera að því skóna að Framsókn og Sjálfstæðismenn hafi einmitt lýðskrumast m.a. vegna þeirrar ástæðnu að athygli fólks myndi beinast ekki í þessa átt. Slíkt hefur veirð gert áður í gegnum tíðina.
AK-72, 3.9.2009 kl. 23:06
Guðrún Hlín.
Það hefur ekki gleymst að segja mér það!
Þess heldur er ljóst að það koma ekki aðrir með betra tilboð á næstu 5 mánuðum fram að áramótum - en þá yrði að selja hlutinn á raunverulegri brunaútsölu.
AK-72.
Hallur Magnússon, 4.9.2009 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.