Að sjálfsögðu á Ísland að taka upp Evru!
2.9.2009 | 12:34
Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, mælir með því í nýrri skýrslu um íslensk efnahagsmál, að Ísland reyni að komast inn á evrusvæðið en slíkt krefjist aðildar að Evrópusambandinu. Með þessu móti yrði Ísland þátttakandi í evrusamstarfinu sem og nyti þess stöðugleika, sem því fylgir.
Að sjálfsögðu!
Ísland taki upp evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þegar litið veður til baka eftir nokkur ár, þá á fólk eftir að undra sig á því, að Ísland hafi ekki gerst aðili að ESB og tekið upp Evru um 1995 eða uppúr því og það verður litið á það sem mikil mistök að það skyldi ekki gert. Skrifaðar verða miklar fræðigreinar um afhverju mótstaðan var svo mikil o.s.frv.
Því þarna stendur nefnilega hnífurinn í kúnni. Þarna liggur meinið.
Þegar horft er núna til baka er furðulegt hve léttilega þessu þjóðþrifamáli, aðild að ESB, var sópað útaf borinu með innihaldlausum frösum og aldrei fest fingur á alvarleika málsins.
Einu sinni fóru nú Frams.menn fram með það í kosingum: XB - ekki ESB eða eitthvað svoleiðis sem slagorð. En samt sem áður fattaði meir að segja Halldór fv. formaður nauðsynleika ESB aðildar. En þá mátti mótparturinn í stjórnarsamstarfinu eigi heyra á það minnst.
Er eiginlega sorgarsaga hvernig jafn mikilvægt mál hefur verið höndlað á Íslandi með þeim afleiðingum að allskyns ranghugmydir og paranoja hefur skotið rótum - eins og sést oft í umr. nú á dögum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2009 kl. 13:05
Að sjálfsögðu?
Þú veist að það verður gríðarlega verðbólga er það ekki ef Ísland tekur upp evruna og mun meiri en hún er í dag, eða hvað?
Þessi stöðuleiki sem þú ræðir um kemur ekki bara með "en gang", því fer svo fjarri að mínu mati og af minni reynslu.
Ég bjó í Austurríki þegar Schillingurinn var að renna sitt skeið á enda og þá ber að hafa verð í evrum líka og það var mikil óánægja enda evru verðið mun hærra á vörum þó það hefði ekki komið fram í launum.
Vinn með Hollendingi sem hefur sömu sögu að segja af Hollandi.
Sama gerðist á Spáni,Ítalíu,Slóvakíu og í raun flestum af þeim 16 löndum sem hafa evruna sem gjaldmiðil(Minnir að það séu 16).
Þó svo að þessi ríki séu enn við lýði þá þarf engan hagfræðing til að sjá að það verður mun meiri verðbólga en er nú ef evran verður tekinn upp á Íslandi og það er eitthvað sem almenningur mun ráða illa við.
Þetta liggur í augum uppi og fásinna að halda öðru fram að mínu mati!
Júlíus (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 13:07
Það sem Júlíus talar um að liggi í augum uppi gerir það alls ekki!! Það sem gerist strax í kringum gjaldeyrisskiptin er að menn rúna verð að nýju myntinni. Því miður mun það þýða ákveðið skot upp á við, en til örlítið lengri tíma verður að sjálfsögðu minni verðbólga. Þú getur skoðað verðbólgutölur í ESB-löndunum í dag til að sjá hversu fjarri raunveruleikanum þú ert.
Kári (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 14:15
tökum fyrst til í eigin ranna - lækkum opinber útgjöld og þá fyrst og fremst þarf að fella í burt allt sem heitir ríkisáb á td lífeyrissjóðsgreiðslu sem og ofureftirlaun opinberra ríkisstarfsmanna nokkuð sem þekkist hvergi nema hér og það í 300þ manna þjóðfélagi.
kaupum svo kertin á tertuna þegar við höfum efni á þeim
Jón Snæbjörnsson, 2.9.2009 kl. 14:56
Sé ekki að neitt annað bíði okkar þegar til lengri tíma er litið.
En það verður ekki á morgun. Laga þarf margt fyrst hér í efnahagsmálum en hægt er að byrja að leggja drögin að því strax. Því fyrr því betra.
Kolbrún Baldursdóttir, 2.9.2009 kl. 19:35
Sæll Hallur,
Ég get ekki tekið undir það sjónarmið að við eigum að taka upp Evru. Ég færði rök fyrir þeirri skoðun minni í bloggi um daginn þar sem ég segi m.a.:
En hvers vegna er ég fylgjandi krónunni? Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, tekur þetta ágætlega fyrir í bók sinni "The Return of Depression Economics and the Crisis of 2008". Þar tekur hann tilbúið dæmi (sjá hér að neðan í grófri þýðingu og endursögn undirritaðs) um einn allsherjar gjaldmiðil fyrir allan heiminn sem hann kallar "Globo". Þessum gjaldmiðli er vel stýrt af seðlabanka heimsins með því að auka peningamagn í umferð þegar kreppan lætur á sér kræla og minnka það þegar verðbólga er í aðsigi. Viðskiptalífið elskar þennan gjaldmiðil því hann gerir þeim kleift að kaupa og selja vörur sína hvar sem er í heiminum.
En Adam var ekki lengi í paradís. Globo virkaði mjög vel fyrir heiminn í heild sinni en ekki jafn vel fyrir einstaka heimsálfur. Oftar en ekki kom upp núningur milli heimsálfa um hvernig stýra átti efnahagnum. Þegar heimsseðlabankinn jók peningamagn í umferð því Evrópa og Asía voru á barmi kreppu þá skapaði það þenslu í Bandaríkjunum. Svo þegar heimsseðlabankinn minnkaði peningamagn í umferð til að slá á verðbólgu í Bandaríkjunum skapaði það kreppu í Suður Ameríku. Vegna þess að það var enginn gjaldmiðill í heimsálfunum sjálfum þá voru yfirvöld þar máttlaus og gátu ekkert aðhafst til að lagfæra vandamálið. Að lokum varð núningurinn svo mikill að kerfið liðaðist í sundur.
Dæmið hér að ofan, um Globo gjaldmiðilinn, er að sjálfsögðu uppspuni en sýnir vel galla eins gjaldmiðils, þ.e. að erfitt sé að stýra efnahag stórs svæðis sem hefur ekki sömu þarfir. Þá komum við aftur að íslensku krónunni og evrunni. Evrusinnar vilja einmitt fella niður krónuna og taka upp evruna því gallar krónunnar séu svo miklir.
Ég vil hins vegar benda á að efnahagur Íslands er mjög svo frábrugðinn þeim Evrópuþjóðum sem hvað mest tekið er mark á, þ.e. Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu og fleiri stórþjóðum Evrópu. Ekki þarf annað en að bera saman helstu kennistærðir þessara landa og Íslands til að sjá hvað löndin eru ólík.
Ef Ísland tæki upp Evru þá kæmumst við fljótlega í vandræði. Þegar auka þarf peningamagn í umferð á Evrusvæðinu vegna þess að Þýskaland stefnir í kreppu þá gæti það ýtt undir þenslu og óðaverðbólgu á Íslandi sem mun knésetja landið. Og ef einhver heldur að Seðlabanki Evrópu muni taka mark á eða taka tillit til efnahagsvandamála á litla Íslandi þá er viðkomandi að blekkja sjálfan sig. Seðlabanki Evrópu mun ekki láta 300 þúsund hræður hafa áhrif á yfir 300 milljóna samfélag, það held ég að sé fráleitt.
Magnús B Jóhannesson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 20:53
Hmm já en mun það verða á okkar líftíma?
kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 2.9.2009 kl. 21:39
Kári: Svo ég svari þér þá þekki ég bara til tugi fólks sem býr á þessum svæðum sem evran er og það er ennþá ekki sátt enda vöruverð hækkað og ekki laun í samanburði við það. Það er ekki í lagi hvernig sem þú lítur á það.
Rúnunin var heldur ekki eðlileg í Hollandi þar sem t.d. mjólkuverð fór upp um 60+% að sögn þeirra sem ég hef rætt við og eru Hollendingar. Heldur þú að laun hafi hækkaði í samanburði við það?Nei, því fer svo fjarri.
Prófaðu frekar að búa á svona svæði sem ég hef gert eða kynnast fólki sem getur upplýst þig í stað þess að gagnrýna mín skrif.
Ég hef reynsluna, ég þekki fólkið þarna(ekki allt en marga). Hvað hefur þú annað en orð pólítkusa sem hafa ekki kynnt almenningi þetta?Orð flokksdindla og tímarita sem eru fæst óháð í dag eru ekki heilagur sannleikur. Hvernig væri frekar að hlusta á fólkið sem hefur gengið í gegnum þetta í stað þess að hlusta á tölur sem eru gerðar til að hagræða sannleikanum og þá á ég við verðbólgutölurnar.
Spánn og Ítalía urðu virkilega fyrir barðinu á þessu. Á tvo vini sem búa á Spáni og þeir tjáðu mér það að þetta hefði nánast farið úr böndunum því fólk var virkilega reitt. Túristar minnkuðu að versla sökum þess að evran reif vöruverð þvílíkt upp.
Að halda svo það að evran hækki laun í samanburði við verðbólgu er mikill misskilningur og sorglegt ef fólk er svona "naiv" að halda það. Er ekki að segja það um einhvern hérna á þessu bloggi en hef heyrt fólk segja það og það er einfaldlega fólk sem þekkir ekki baun til.
Það fer virkilega í taugarnar á mér að maður þekkir heilan haug af fólki sem hefur sagt mér mest af því sem ég veit um ásamt því að búa mikið erlendis.
Svo kemur fólk hérna sem hefur aldrei búið erlendis, þekkir lítið sem ekkert út fyrir landsteinana og telur sig vita betur af því að einhver flokkur/ar segja það. Nú eða einhverjar skýrslur sem eru gerðar til að láta evrópusambandið líta betur út.Er fólk virkilega svona ofboðslega einfalt?
Að lokum þá tek ég undir orð Magnúsar Jóhannessonar að ofan;
"Ef Ísland tæki upp Evru þá kæmumst við fljótlega í vandræði. Þegar auka þarf peningamagn í umferð á Evrusvæðinu vegna þess að Þýskaland stefnir í kreppu þá gæti það ýtt undir þenslu og óðaverðbólgu á Íslandi sem mun knésetja landið. Og ef einhver heldur að Seðlabanki Evrópu muni taka mark á eða taka tillit til efnahagsvandamála á litla Íslandi þá er viðkomandi að blekkja sjálfan sig. Seðlabanki Evrópu mun ekki láta 300 þúsund hræður hafa áhrif á yfir 300 milljóna samfélag, það held ég að sé fráleitt."
Júlíus (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 07:10
Íslendingum hefur aldrei tekist að stjórna efnahagsmálum. Krónan hefur verið frjálsu falli frá upphafi, og svo var hún lögð niður með Ólafslögum og tekin upp Vísitala. Vísitalan er gjaldmiðilinn sem stjórnar hag fólks og fyrirtækja.
Seðlabankinn hækkar vexti til að slá á verðbólgu. Þegar vextirnir hækka, þarf atvinnulífið meiri tekjur til að standa undir vöxtunum og verðlag hækkar, og þegar það hækkar þá hækkar vísitalan og lánin hækka.
En tekjur þjóðarinnar hafa ekki hækkað neitt svo krónan fellur. Seðlabankinn setur prentvélarnar í gang og verðbólgan malar.
Margir virðast vilja gleyma því að ef við hefðum gengið í ESB á sínum tíma þá hefðum við misst yfirráðin yfir fiskimiðunum, og þá væri landið endanlega komið á hausinn.
Það sem við þurfum að gera er að skera niður í ríkisfjármálum um ca 25% og láta fólkið sem missir vinnuna við það, fara að framleiða eitthvað sem gefur tekjur.
Reyndar er viðbúið að fólk sem er búið að vera á ríkisjötunni lengi sé óhæft til venjulegrar vinnu, en það verður að koma í ljós.
Síðan liggur beint við að taka upp dollar.
Helstu rökn fyrir því að taka upp dollar eru þau að þá er búið að taka prentvélina af stjórnmálamönnunum svo þeir verða að taka á stjórn ríkisins, því þeir geta ekki lengur prentað peninga eftir eigin geðþótta.
Að stefna að því að taka upp Evru eftir 20 ár eins og svo margir tala um er hálfgerður kjánaskapur.
Vandamálið er brýnna en svo að við getum beðið svo lengi.
Sigurjón Jónsson, 3.9.2009 kl. 08:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.