3-1 fyrir Guðlaugi Gylfa gegn Degi B í Kastljósinu!
1.9.2009 | 20:24
Það er ekki á hverjum degi sem hinn annars geðþekki og mælski leiðtogi Samfylkingarinnar í borgarstjórn, Dagur B. Eggertsson, verður að láta í minni pokann í sjónvarpsumræðum. En það gerðist í kvöld þegar pólitískru illa rökstuddir frasar Dags urðu að víkja fyrir vel rökstuddum staðreyndum Guðlaugs Gylfa Sverrissonar stjórnarformanns Orkuveitunnar sem, ólíkt Degi, hélt ró sinni allan tímann.
Þá hélt Guðlaugur Gylfi sig við klára og vel rökstuddar staðreyndir ólíkt Degi sem reyndi sífellt að kasta fram pólitískum moldviðrisfrösum sem byggja í besta falli á útúrsnúningum.
Þrátt fyrir 6 mánaða opið og gagnsætt söluferli reyndi Dagur að draga upp þá mynd að Orkuveitan hefði staðið að sölunni á óeðlilegan leynilegan hátt - og það þótt Orkuveitan og Magama hefðu gefið fjármálaráðherranum auka frest til þess að koma að málinu með betra tilboð en Magma. Sem náttúrlega gerðist ekki.
Þegar allt um þraut og skýrt hafði komið fram að Dagur hafði ekki kynnt sér og lesið samning Orkuveitunnar við Magma reyndi Dagur að draga umræðuna niður í pólitískt foræði með því að veitast að borgarstjóranum með dylgjur. Guðlaugur lét ekki draga sig niður á það plan.
Hins vegar er vert að skýra fyrir þeim sem ekki hafa sett sig inn í málið að þeir peningar sem Orkuveitan fær greitt fyrir skuldabréf sitt í dollurum að 7 árum liðnum mun að sjálfsögðu fara í að greiða niður erlend lán Orkuveitunnar í dollurum. Því skiptir ekki máli fyrir Orkuveituna hvort krónan verður veik eða styrk þegar greiðslankemur. Það sem skiptir Orkuveituna öllu að greiðslan verður í dollrurum sem er sú mynt sem Orkuveitan þarf að greiða erlend lán sín.
Þetta vill eða geta borgarfulltrúar Samfylkingarinnar ekki skilið - þótt félagar þeirra í Hafnarfirði fatti trikkið!
En ég spái því að Dagur vinni heimavinnuna sína betur næst þegar hann reynir að gera pólitíska aðför að Guðlaugi Gylfa - ef hann leggur í það aftur maður gegn manni í Kaastljósinu.
PS.
Fann eftirfarandi komment í bloggi Láru Hönnu Einarsdóttur sem er harður andstæðingur sölu á hlut Orkuveitunnar í HS Orku :
"Í Kastljósi í gærkvöldi var okkur sýndur farsakenndur fáránleiki málsins þar sem Guðlaugur stjórnarformaður OR og Dagur B. létu ljós sitt skína. Satt að segja var ég nákvæmlega engu nær eftir þennan farsa. Dagur var óundirbúinn og greinilega illa að sér í málinu."
Það sem Hanna Lára vill reyndar ekki sjá eru að rök Orkuveitunnar og Guðlaugs standast - en moldvirðri hins geðþekka leiðtoga Samfylkingarinnar í borgarstjórn byggir ekki á staðreyndum heldur von um að geta slegið pólitískar keilur.
Vaxtamunurinn eðlilegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.9.2009 kl. 08:53 | Facebook
Athugasemdir
Hallur.
Hvert er plottið meðal ykkar framsóknarmanna og sjálfstæðismanna , vegna Magma ?
Það kom til mín maður í dag, og fullyrti að þið væruð að tryggja ykkur peninga í kosningasjóð framsóknarflokksins !
JR (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 20:41
JR.
Það er ekkert plott annað en að selja hlutinn eins og Orkuveitunni var gert að gera.
Söluferlið hefur verið í 6 mánuði - og loks tilboð - sem er ekki svo galið get ég sagt þér.
Það var fullreynt með að ríkisstjórnin
Verðið á hlutnum er verulega hærra en sala Reykjanesbæjar til Magma.
Auk þess leysir þetta dómsmálið við Hafnarfjörð auk þess sem nú fer af stað uppbygging fyrir 100 milljarða - veitir ekki af!
Þótt fjárhagsleg staða Framsóknarflokksins gæti eflaust verið betri - þá sé ég ekki að 300 þúsund kall frá Magma breyti einu eða neinu þar.
En það lýsir kannske manninum sem kom til þín betur þetta buææ í honum - en það sem hann hefur að segja um Framsókn :)
Þú skalt segja honum n´æst þegar þú sérð hann að hámarksstyrkur til stjórnmálaflokk frá lögaðil - jafnt sem einstaklingum - eru 300 þúsund - þannig að samsæriskenningin gengur ekki upp!
Hallur Magnússon, 1.9.2009 kl. 21:01
Hallur.
Ef til var það ekki kosningasjóður framsóknarflokksins sem fær peningana, heldur var það bara sett í vasan hjá viðkomandi !
En samt skal ég segja honum hvað þú hafðir að segja um fuuyrðingu hans !
JR (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 21:24
Er þessi JR ættaður frá Dallas? En að öðru. Horfði Vísir.is á sama þátt og þú ?
Jón Arvid Tynes, 1.9.2009 kl. 22:34
ertu að tala um samfylkingarmiðilinn visir.is ?
ekki gleyma að þar er innsti koppur í búri fyrrum formaður ungra jafnaðarmanna.
helduru að hann sé hlutlaus?
Hallur Magnússon, 1.9.2009 kl. 22:55
... ég er ekki að segja að Dagur sé vísvitandi að ljúga - en það er athyglisvert að hann talar alltaf um 3 milljarða sem er greitt úr - en ekki 3,7!
Smá vísbending um málflutning hans
Svo skilur hann ekki að Orkuveitan er búin að tryggja sig með því að fá greitt í dollurum - því þeir dollarar verða að sjálfsögðu notaðir til að greiða lán Orkuveitunnar í dollurum!
Þal. er engin verðbólguáhætta og engin gengismunaáhætta hjá OR !
Hallur Magnússon, 1.9.2009 kl. 22:59
Sæll Hallur, kannski að þú upplýsir okkur, eigendur OR, um hvaða Íslendingar standa að baki þessu tilboði Magma? Hverjum er nú verið að hygla? Það er ekki einleikið hvað verk Framsóknarmanna þola illa dagsljós. Allt skal þar gert af illum ásetningi og með bundið fyrir augun. Þá varðar ekkert um þjóðarhag. Fyrst REI málið og nú Magma!!
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.9.2009 kl. 23:22
Meginmálið hlýtur að vera að það var búið að dæma OR til þess að selja hlutinn.
Hverjir vildu kaupa?
Aðeins einn aðili lagði fram tilboð? Hversu lengi getur OR gengið gegn dómnum?
En ég hef ekki getað horft á Kastljósið á vefnum, það einfaldlega kemur ekki upp þegar klikkað er á hlekkinn.
Líklega hefur Dagur B. verið illa útleikinn.
G. Tómas Gunnarsson, 1.9.2009 kl. 23:45
Sporin hræða Hallur minn. Það er sama hvar borið er niður hjá Orkuveitunni sóðaskapur Framsóknarmanna er með eindemum. Maður er ekki hissa þegar fólk talar um sölu á óeðlilegan hátt, plott og þar fram eftir götunum. Inillegar þakkir fyrir að upplýsa okkur um að Magma sé búin að styrkja Framsókn.
thin (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 15:32
Thin
Þetta er nú frekar þunnt hjá þér. Órökstuddir sleggjudómar. Auk þess alvarleg rangfærsla. Ég hef ekki tjáð mig um stuðning eða stuðning ekki við Framsóknarflokkinn - en get tjáð mig þá núna - Magma hefur ekki styrkt Framsóknarflokkinn það ég viti. Reyndar fullviss um að svo sé ekki.
Er ekki alveg í lagi hjá þér?
Hallur Magnússon, 2.9.2009 kl. 20:53
Hallur minn.
Fyrir það fyrsta þá lést þú sjálfur þessi orð falla "Þótt fjárhagsleg staða Framsóknarflokksins gæti eflaust verið betri - þá sé ég ekki að 300 þúsund kall frá Magma breyti einu eða neinu þar", skv.þessari yfirlýsingu ert þú þá ekki að segja að Magma sé búin að styrkja ykkur???
Órökstuddir sleggjudómar; Ef það eru órökstuddir sleggjudómar að segja að þegar Alfredo var stjórnarformaður OR að hann hafi samið við vinn sinn og Framsóknarfélaga um hin frægu mælakaup til ársins 2112 ?? Fiskeldið í Þorlákshöfn? Bygging stórhýsins í Árbænum sem fór R'UMLEGA 30 % fram úr kostnaðaráætlun?
Það skiptir ekki máli hvar borið er niður þar sem Framsóknarmenn hafa komið nálægt það er skítalykt af málinu. Þeir eru eins ofg mafíósar sem berjast með kjafti og klóm til að styrkja sig og stækka. Ef þú ert svo blindur á það Hallur minn þá skal ég benda þér á nokkur dæmi. Það er lítið mál að taka þig í smá þjóðfélagsrýnitíma enda virðist þér ekki veita af því.
thin (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.