Öflugur og reyndur maður í upplýsingamál forsætisráðuneytisins
1.9.2009 | 15:08
Öflugur og reyndur maður hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Einar Karl Haraldsson. Það veitir ekki af svo öflugum manni í upplýsingamálin á næstu vikum og mánuðum. Ekki aðeins til að tryggja gott upplýsingaflæði frá forsætisráðuneytinu til fjölmiðla og almennings á Íslandi - heldur ekki síður til að tryggja að erlendir fjölmiðlar og ráðamenn fái góðar og greiðar upplýsingar um það sem er að gerast í ríkisstjórninni á Íslandi. Okkur veitir ekki af að halda málefnum Íslands á lofti erlendis.
Einar Karl ráðinn upplýsingafulltrúi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta fólk er á móti Íslandi.
Doddi D (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 16:41
Betra seint en aldrei.
Rauða Ljónið, 1.9.2009 kl. 17:16
Við skulum nú ekki fara að hrósa honum fyrr en við vitum fyrir hvern hann vinnur. Verkinn tala sínu!
Kalikles, 1.9.2009 kl. 19:25
Ég verð nú að segja það Hallur minn að mér finnst uggvænlegt að horfa uppá pólitískar samtryggingarráðningar inn í ráðuneytin þessa dagana. Ég held menn hefðu átt að finna einhverja innanhússmenn í þau verkefni, sem þarf að vinna og hagræða á örðum stöðum og ráða ekki fleira fólk í alltof feit ráðuneyti. Við, sem erum að reyna að reka fyrirtæki á almennum markaði getum ekki leyft okkur slíkan munað að ráða vini okkar í vinnu jafnvel þótt þeir séu verklausir. Þaðan af síður getum við sem skattborgarar staðið undir svona ofbólgnu opinberu kerfi, sérstaklega ráðuneyunum. Það er eins og þessir pólitíkusar haldi að skattavasar okkar borgaranna séu einhvers konar gnægtarhorn, sem vaxi þegar úr er tekið, og svo sé bara hægt að hækka á okkur skattana til þess að borga viðbótarkostnaðinn. Átti ekki nýja Ísland að snúast um ráðdeild og skynsemi á öllum vígstöðvum, líka í opinberum ráðningum?
Jón Pálsson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.