Smellið hér og þá birtist yfirlit yfir fjölbreyttan feril Halls Magnússonar í námi, starfi og félagsstörfum
Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.
Stjórnarskrá Íslands á að byggja á frjálslyndi og umburðarlyndi, tryggja þegnum landsins örugg mannréttindi og beint lýðræði, skilvirka og lýðræðislega stjórnskipun, réttlátt og óháð dómskerfi og að landsmenn njóti allir ávaxtanna af nýtingu náttúruauðlinda landsins.
Í stjórnarskrá vil ég tryggja:
- Persónukjör og rétt til þjóðaratkvæðagreiðslna.
- Raunverulegan aðskilnað löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds.
- Að dregið verði úr miðstýringu ríkisstjórnarvaldsins.
- Nýjar grunnstjórnsýslueiningar í formi öflugra, sjálfstæðra og lýðræðislegra héraðsstjórna sem taki yfir sem stærstan hluta fjárveitingarvalds, framkvæmdavalds og samfélagslegra verkefni ríkis og sveitarfélaga.
Séra Baldur segir að ég sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
- September 2020
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Auðvitað þarf að afskrifa hluta skulda heimilana!
22.8.2009 | 09:32
Auðvitað þarf að afskrifa skuldir heimilana!
Ráðherra vill afskrifa skuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Pistlar Halls Magnússonar
- Hallur á Eyjunni
- Stjórnarskrá Íslands byggi á frjálslyndi og umburðarlyndi
- Þjóðin ákveði samband ríkis og þjóðkirkju
- Öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum
- Frjálst val um búseturéttarleið, eignarleið og leiguleið
- Sjálfstæðara og sterkara Alþingi takk!
- Stjórnlagadómstóll Íslands
- Frelsi með félagslegri ábyrgð
- Eruð þið alveg ómissandi?
- Völd, verkefni og tekjur heim í hérað!
Stjórnlagaþing
- Viðtal á RÚV vegna stjórnlagaþings
- Um stjórnlagaþing
- Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands
- Táknmálskynning á stjórnlagaþingi
- Kosningaréttur vegna stjórnlagaþings
- Kjörseðill og kosning
- Aðferð við talningu atkvæða
- Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Leiðbeiningar um fyrirkomulag atkvæðagreiðslu utan kjörfundar sem´hefst 10. nóvember
- Umsóknareyðublað um kosningu í heimahúsi vegna veikinda, fötlunar eða þungunar
- Kynning á úthlutun sæta á stjórnlagaþing
- Ráðgefandi þjóðfundur í aðdraganda stjórnlagaþings
Áhugaverðir frambjóðendur til stjórnlagaþings
- Hallur Magnússon
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Gísli Tryggvason Talsmaður neytenda
- Freyja Haraldsdóttir
- Pétur Óli Jónsson
- Gunnar Grímsson
Stjórnarskrár ýmissa landa
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Getur þú útskýrt hvað það þýðir fyrir Íbúðalánasjóð ef skuldir verða lækkaðar um 20% yfir línuna?
Villi (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 10:29
Staðfesta Framsóknarflokksins er að virka smám saman. Framsetningin var djörf og framsýn. Og dropinn holar steininn.
Jón Arvid Tynes, 22.8.2009 kl. 11:32
Þú segir allt sem segja þarf
Það væri glórulaust og ekki á neinn hátt réttlætanlegt að láta skuldsettar fjölskyldur sitja uppi með þá skuldasúpu sem "fjármálasnillingar" sköpuðu og ráðherrar, þingmenn, embættismenn og ýmsir aðrir hefðu átt að koma í veg fyrir ef þeir hefðu bara unnið sína vinnu síðustu árin. Nú þarf bara að "bakfæra" þessa dellu sem þeir hafa komið fólki í.
Þeir voru hins vegar snöggir að bjarga fjármagnseigendum, enda sennilega margir hverjir sjálfir í þeim hópi, og hverjir borga þá björgun. Kannski hann Villi geti svarað því
Svo legg ég til að þær loftbólukrónur, undir því fína nafni verðtrygging, sem Íbúðalánasjóður byggir að mestu á, verði bannaðar með lögum, sem og aðrar loftbólukrónur.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 11:52
Villi, þessar skuldir voru hækkaðar um 30% svo að segja á einni nóttu, þetta eru innistæðulausar upphæðir hvort eð er. Þessir peningar voru ekki teknir að láni frá íbúðalánasjóði, þetta eru froðukrónur.
Meinhornið, 22.8.2009 kl. 12:04
Ég spurði Hall vegna þess að ég er að reyna að átta mig á hvað er rétt. Ég sá fyrir mér að Hallur tæki niður Framsóknargleraugun og útskýrði á faglegan hátt hvað þetta þýddi í raun. Ég sjálfur er þeirrar skoðunar að með stöðutöku gegn krónunni allt síðasta ár hafi bankarnir stolið af skuldurum með því að skuldir hækkuðu við fall krónu og verðbólgu. Bankarnir voru með allar klær úti, við munum hvernig í fréttum var endalaust verið að þylja upp hvert skuldatryggingarálagið væri. ´Það var allt lokað erlendis en samt skiluðu bankarnir miklum hagnaði ársfjórðungslega. Nú vitaskuld féll krónan osfrv. Auðvitað á að leiðrétta þetta, ég er bara að spyrja fagmann vegna þess að ég verð að skilja hversvegna er þetta ekki hægt?
Villi (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 12:43
Villi hvað þýðir það fyrir heimilin og Ísland sem þjóð ef það verður EKKI gert???
Guðmundur St Ragnarsson, 22.8.2009 kl. 14:10
Rétt sem Meinhornið segir hér fyrir ofan.
Þetta eru ekki raunverulegar upphæðir. Engir peningar skiptu um hendur í þessum skammarlegum hækkunum á húsnæðislánum vegna verðtryggingar.
Ég var með lán sem ég hafði verið að borga af í 3 ár, tugi þúsunda á mánuði. Áður en þetta bankahrun kom að þá stóð það í 11 milljónum. Í dag er það í rúmum 15 milljónum og fer hækkandi með hverri afborgun minni.
Þetta var bara skrúfað upp, ég fékk enga auka peninga út á lánið.
Þannig að þegar talað er um að það kosti svo mikið að leiðrétta þetta.. að ég á erfitt með að taka mark á því. Íbúðalánasjóður eða bankarnir settu enga auka peninga út, lánin voru bara hækkuð um milljónir í tölvunni.. hvernig getur það þá kostað bankana að færa þetta til baka í tölvunni.
Þetta er kannski vitleysa hjá mér... en mér finnst að það eigi að vera forgangsmál hjá ríkisstjorninni að ganga í þessi mál.. fyrir fjölskyldurnar og heimilin í landinu .. það var ekki bylting hér á landi og mótmæli .. til að uppfylla ESB drauma samfylkingarinnar.
Fólk heimtaði úrlausnir og aðgerðir fyrir heimilin.
Skjaldborg um heimilin hljómaði ágætlega á sínum tíma, en komið hefur í ljós að það var bara enn eitt innistæðulausa kosningaloforðið. Eina skjaldborgin er um fjármagnseigendurna og útrásarvíkingana sem losna við skuldir í tugmilljarða tali þegar bankarnir "fella þær niður" .. og það eru alvöru upphæðir. Raunverulegir peningar sem skiptu um hendur.
Hækkunin á húsnæðislánunum v/ verðtryggingarinnar er ekki raunveruleg skuldaaukning. Eins og ég segi, engir peningar skiptu um hendur. Eins og mitt lán sem hefur hækkað um c.a 4 milljónir. Ég fékk ekki þessar milljónir út á lánið.
Það er verið að ræna þjóðina með dyggri aðstoð ríkisstjórnarinnar.
ThoR-E, 22.8.2009 kl. 14:51
Skuldaleiðrétting í raun. Það á enginn að þurfa að borga lán mörgum sinnum til baka.
Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 18:03
Félagsmálaráðherra vill bara afskrifa það sem þegar er tapa fé, en skeytir ekki um þá sem eru í vandræðum, meðan þeir eru ekki enn komnir í þrot skal kreist út úr þeim hvern eyri.
Skjaldborg um heimilin snýst um það að gera heimilin eignalaus.
Tómas Ibsen Halldórsson, 22.8.2009 kl. 21:33
Leiðréttíð mig ef ég hef ekki skilið þetta.
Það sem ég hef náð af umfjöllun er að myntkörfulán verða ekki greidd erlendum kröfuhöfum (skuldir gömlu bankanna). Þannig að lántakar slíkra skulda hafa fengið afskrift og skulda kannske ekki neitt lengur í húsum og bílum.
Nýju bankarnir, án þess að ætla að áframgreiða erlendu skuldirnar ætla hinsvegar samviskulaust að reyna að rukka lántakenduna með fullri gengisbreytingu. Semsagt stela þessu öllu af lántakendun. Þeir hafa hinsvegar ekki í huga að greiða erlendum kröfuhöfum.
Hugmynd Sigmundar sýnist því vera að skipa ránsfengnum. Skuldarar fái 20% og Bankarnir 80% af ránsfengnum.
Kannske ættu innlendir skuldarar að semja beint við erlenda lánveitendur framhjá bönkum og fjármálafyrirtækjum um áframhaldandi greiðslur og skiptagengi.
Kolbeinn Pálsson, 22.8.2009 kl. 22:17
Kolbeinn,
Vandamálið er að fæstir lántakendur gerðu samninga beint við erlenda kröfuhafa (banka) eða útibú íslensku bankanna erlendis nema útrásarvíkingarnir!. Þeir eru í sterkari stöðu en íslenskur almenningur.
Þegar tekin eru húsnæðislán eru þau með veði í eigninni. Bankinn síðan endurfjármagnar þetta erlendis með öðrum samningum. Þó gefið sé efir að þessum samningum þýðir það ekki að húseigendur geti eignast húsin sín skuldlaust, en það gefur ríkinu hins vegar svigrúm til að koma með aðlögunaraðgerðir.
Lög um eignarrétt og veð eru vernduð í stjórnarskránni og það þyrfti að breyta henni til að gera rétt skuldara hærri en fjármagnseigenda. Þessi réttur er einnig tryggður í mannréttindasáttmála SÞ þannig að það er ekki svo auðvelt að gefa eftir af höfuðstól húsnæðisskulda án þess að ganga að veðum. Eina leiðin er að dómur falli að lánin hafi verið óréttlát eins og dómarinn á Spáni gerði.
Vandamálið er að neytendalöggjöfin á Íslandi er mjög veik miðað við Spán og önnur nágrannalönd.
Andri Geir Arinbjarnarson, 23.8.2009 kl. 07:58
Árið 2001 gátu hjón með samanlagðar tekjur upp á 350.000 kr útborgað fengið að kaupa íbúð að hámarki 9 miljónir kr en svo árið 2005 gat sama fólkið keypt fyrir 20 miljónir króna og svo árið 2008 fyrir 25 miljónir en tekjurnar voru þá um 500.000 kr samanlagt hjá þeim hjónum. Árið 2003 var hér 7% verðbólga og ef þú framreyknaðir 20 miljóna kr lán til 40 ára var útkoman 600 miljónir miðað við vegsti og verðbætur og bankarnir bröskuðu svo með þessar 600 miljónir sem hver íbúð gaf. Ef fólk hefði skoðað greyðslubyrðina eftir 5 ár þá hefði það séð að þetta dæmi gengi ekki upp nema að tekjur hækkuðu all verulega á tímabilinu. Fólk skoðaði bara fyrstu 2 til 3 mánuðina. Þónustufulltrúarnir í bönkunum bera einnig mikla ábyrgð á þessu þar sem greyðslumat var langt undir getu fólks að standa undir ef verðbólga færi mikið upp eða gengið færi að falla. Hver og einn eistakiligur á að vita hvað hann gerir og hann ber fulla ábyrgð á gjörðum sýnum.
Jón V Viðarsson, 23.8.2009 kl. 10:17
Jón,
Það þarf ekki miklar reiknikúnstir til að sjá hvað er viðráðanlegt. Erlendis er oft miðað við stuðul 2.5 sinnum árstekjur hjóna og 3.0 sinnum árstekjur einstaklings sem viðráðanleg lán. Allt yfir það getur orðið erfitt nema von sé á launahækkun eða bónusum. Þannig að hjón með samanlagðar tekjur upp á 500,000 geta ráðið við 15m kr lán en ekki 25 m kr.
Það verður að kenna þetta í skólum hér svo fólk þekki þessa grundvallar lánastuðla. Þeir eru ekki 100% öruggir en gefa mjög góða vísbendinu um greiðslugetu. Allir geta reiknað þetta sjálfir út á 5 mín.
Andri Geir Arinbjarnarson, 23.8.2009 kl. 12:09
Auðvitað á að kenna þetta í skólum Andri. En ég vil meina að þjónustufulltrúar bankana séu meðsekir um að hífa íbúðarverð upp og hleypa í gegn jafnvel 100% lánum að upphæð 20m til ungs fólks sem var kanski með 400.000kr útborgað á mánuði og jafnvel með bílalán í ofanálag. Fólk á að getað treyst sínum þjónustufulltrúa og hann á að passa uppá það að þú sért algjörlega greyðslufær fyrir afborgunum næstu 40 árin og taka með í reykninginn vegsti og verðbætur og einnig að taka það með að gengið sé jafnvel of hátt skráð og taka mið af því. Ég kalla þetta afglöp í starfi og jaðrar við refsivert athæfi að veita slík lán og stuðla þannig að því að íbúðarverð náði þeim hæðum sem allir vita. 15m hefði átt að vera þak fyrir þá sem voru með 400.000kr útborgað en ekki 20 til 25m og svo koll af kolli. Ég vil að starfsfólk bankana verði yfirheyrðir út af þessu máli.
Jón V Viðarsson, 23.8.2009 kl. 14:32
Jón,
Alveg sammála, svona vinnubrögð eins og þú lýsir þeim eru yfirleitt brot á neytendavernd í flestum löndum og bankar fengju sektir og lánin gætu verið dæmd ógild.
Í flestum löndum er bannað að lána í erlendum gjaldeyri til húsnæðiskaupa nema fólk hafi tekjur í þeim gjaldeyri eða sé að kaupa hús í landi sem er með þann gjaldeyri. Í undantekningartilfellum er þetta leyft ef bankinn er sáttur við að lántaki sé faglegur fjárfestir og skilji áhættuna en þá fer lánsupphæð ekki yfir 50% af verðgildi eignarinnar.
Svona reglur hafa verið í gildi í tugi ára í mörgum okkar nágrannalöndum, löndum þar sem íslensku bankarnir voru með útibú!
Þessu verður ekki breytt hér á landi nema með stórkostlegri breytingu á neytendalöggjöfinni. Er stemmning fyrir því? Ekki hef ég heyrt það hjá neinum flokki. því miður.
Andri Geir Arinbjarnarson, 23.8.2009 kl. 20:20
Jón V. - Það eru ekki þjónustufulltrúar sem að ákveða útlána stefnu bankana. Það eru stjórnendur sem ákveða það og þjónustufulltrúar gera bara eins og þeim er sagt.
Jón Ottesen (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.