Trabant aftur draumabíllinn?
17.8.2009 | 09:56
Ég hef alltaf saknað gamla góða Trabantsins míns sem ég keypti nýjan á 78 þúsund krónur - líklega árið 1982. Trabantinn var skemmtilegur bíll. Frábær í snjó - en daprari upp brekkur. Ég var þó tekinn á 104 km á klukkustund UPP Ártúnsbrekkuna. Reyndar neðarlega í henni - því maður varð að þenja Trabbann eins og maður gat áður en haldið var upp brekkur - því annars var hraðinn ósæmilega lítill í efri hluta brekknanna.
Það fór því um mig gleðistraumur þegar í las í Mogganum í morgun að það væri von á nýjum Trabant!
Reyndar verður um að ræða rafbíll með sólarpanill á þakinu! Hefði dugað vel í borginni þetta sumarið!
Ég hlakka til að sjá aftur Trabant - draumabílinn. Aldrei að vita nema maður festi kaup á einum!!!
Næsti Trabbi verður rafbíll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvernig fórstu að því? Ég held að þeir hafi ekki verið nema milli 20 og 30 hestöfl.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.8.2009 kl. 16:08
Lögreglan hefur örugglega verið með hraðamæla keypta hjá Finni Ingólfssyni í
frumherja og því mældu þeir alltaf sektir fyrir lögregluna. Allir bílar í hraðakönnun mældust á 104 km hraða.
Einar Guðjónsson, 17.8.2009 kl. 22:21
Fyrst gefið í niður hallan frá Réttarholtsvegi - bíllinn þaninn í botn - og svo upp Ártúnsbrekkuna!
Á þessum tíma var Finnur bara aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra!
Hallur Magnússon, 17.8.2009 kl. 22:27
Minn fyrsti bíll, var Citroen Axel, sem var lauslega byggður á Citroen Visa.
Þ.e. Visa boddý og undirvagn, 1124cc loftkældur boxer úr gamla GS, sagður 57 hestöfl, þyngd 860 kg.
Galli, framleiddur af Dacia í Rúmeníu.
Skemmtilegir aksturseiginleikar, og frábær fjöðrun, gott en þungt stýri.
Hryllileg bilanatíðni, aðallega vegna þess, að vírar og tengingar virtust vera hreint drasl.
Á þessu skrönglaðist ég, um nokkur ár.
Ég held að flestir sem áttu þessa bíla, hafi hent þeim frekar fljótt, eftir svona 10. bilunina.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.8.2009 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.