Miklu skárri IceSave lausn
15.8.2009 | 13:06
Þingmenn hafa náð saman um miklu skárri IceSave lausn en útlit var fyrir. Skil hins vegar ekki Samfylkinguna að gefa málinu ekki nokkrar klukkustundir í viðbót til að ná fullri samstöðu um málið. Vantaði ekki mikið upp á að Framsókn yrði með. Kannske hefur Samfylkingin viljað hafa Framsókn fyrir utan samkomulagið.
... og lekamálið: Lekandinn á að segja af sér
Hagvöxtur stýri greiðslum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:07 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Hallur,
Svona fyrir forvitnissakir, hvað munaði litlu á að Framsókn hefði verið með? Hverju hefði þurft að breyta og hefðu allir Framsóknarþingmennirnir þá stutt frumvarpið?
Svanborg (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 13:37
Í gráu gamni: Eru sumir bara seinni að hugsa? Með þínum millilínum, og tal við sundpotta-framsóknarmenn þá er formaður flokksins í minnihluta hvað varðar viðhofið til fyrirvaranna.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 15:20
Skil ekki málflutning formannsins? Er þetta sameiginleg skoðun ykkar framsóknarmanna? Niðurstaða sem þið eruð öll sátt við? Myndi vilja heyra í Sif, hvað henni finnst um þetta.
Kolbrún Baldursdóttir, 15.8.2009 kl. 20:41
Þú ert með myndir af fjórum fyrrverandi formönnum Framsóknarflokksins á síðunni hjá þér Hallur.Allt formenn sem voru sannir framsóknarmenn og ekki síður íslendingar fyrst og fremst.Það er ég viss um að allir hefðu þeir haldið eins á spilum eins og Sigmundur Davíð núverandi formaður og þar sem einn þeirra, Steingrímur er í fullu fjöri þá væru hæg heimatökin hjá þér að spyrja hann. Og mér sýnist að þú sért ekkert á leiðinni í Samfylkinguna þótt lygalaupar svokallaðir í Samfylkingu séu að bera það út. Þeir reyna nú allt þegar tími heilagrar Jóhönnu er að renna sitt skeið sem ekki er langt.
Sigurgeir Jónsson, 15.8.2009 kl. 21:49
Hallur minn, voru menn ekki bara búnir að fá nóg af stórkarlalegum yfirlýsingum framsóknarformannsins?
Valsól (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.