Lekandinn á að segja af sér

Það er grafalvarlegt mála að trúnaðargögn sem liggja fyrir í nefndum Alþingis leki til fjölmiðla - hvað þá í svo viðkvæmu og alvarlegu máli sem IceSave.

Það verður að vera unnt að fjalla um mál af trúnaði.

Ekki veit ég hver lak trúnaðargögnunum - en mín skoðun er sú að ef um þingmann er að ræða eigi viðkomandi að segja af sér.


mbl.is Fundur í fjárlaganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert til sem trúnaðarmál samkvæmt því sem þessi Stjórn gaf sjálf út allt upp á borðinu,svo mér finnst eins og sé verið að fara aftan að þjóðinni einu sinni enn

Kristinn Valdimarsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 13:31

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þingmenn starfa ekki í umboði flokksins síns heldur kjósenda og kjósendur vilja fá að vita hvað verið er að semja um. Gegnsæjið er greinilega meira í skáltölum en í raun.

Héðinn Björnsson, 14.8.2009 kl. 13:46

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jæja menn eru bara sáttir við að gefa Bretum íslensk vopn.

Finnur Bárðarson, 14.8.2009 kl. 15:21

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Er þetta ekki örugglega þingmaður, aðili sem sat í Fjárlaganefnd?

Sá hinn sami mun sennilega seint opinberast.

Kolbrún Baldursdóttir, 14.8.2009 kl. 21:12

5 Smámynd: Sjóveikur

Héðinn hefur lög að mæla, þetta er ekkert "húsbændur og hjú" kjaftæði lengur og einu vopn Breta og Hollendinga er launung sem og allra þeirra dindla sem eiga sök á íslenska píramýtaspilinu, launung er eina vörn svindlara og meðhlaupara þeirra  og Kolla mín, það er meira virði fyrir þjóðina að fletta ofan af svínaríinu en að fjasa um það sem einskiss ills er valdandi, það er skylda þingmanna að vera hreinir gagnvart þjóðinni

http://www.youtube.com/watch?v=vvs5kOZ-VKw

Flokkarnir éta börnin sín ! Flokkarnir eru dauðans !!!

kveðja, sjóveikur

Sjóveikur, 14.8.2009 kl. 22:08

6 identicon

Leynd er landráð.

Doddi D (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 12:11

7 Smámynd: Einar Þór Strand

Hallur, Samfylkingin lætur aldrei þingmann sem lekur að skipun spunameistara flokksins segja af sér. 

Einar Þór Strand, 15.8.2009 kl. 12:11

8 Smámynd: Sævar Einarsson

Lekandinn á að fá fálkaorðuna(þá á ég við þann sem lak þessum upplýsingum út) leynd er landráð, allt upp á yfirborðið voru slagorð sem ofar en ekki heyrðust, hvernig er hægt að fá leynd upp á yfirborðið ? það vantar fleiri "lekanda"

Sævar Einarsson, 15.8.2009 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband