Skrílsleg hegðun og skemmdarverk bæta ekki efnahagsástandið

Skrílsleg hegðun og skemmdarverk bæta ekki efnahagsástandið. Skrílsleg hegðun og skemmdarverk byggja ekki upp Ísland á ný. Þeir sem standa fyrir skrílslegri hegðun og skemmdarverkum á húsum annarra eru komnir á sama plan og þeir sem komu okkur í þá stöðu sem við erum nú í.

Sparið málninguna og notið orkuna til þess að byggja Ísland upp á ný. Heiðarlega og af dugnaði.


mbl.is Hús máluð í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Án þess að ég sé að styðja þetta athæfi þá get ég mjög auðveldlega séð hvað býr að baki. Þessi þjóð er að sjá fram á að þessir menn komist upp með að taka lán út um allan heim, ræna sparifé íslendinga, breta, hollendinga og þjóðverja og koma öllu sem þeir geta fyrir eithverstaðar þar sem ekki er hægt að snerta þá og láta svo svo allt heila klabbið falla á okkur.

 Þetta er svolítið eins og að ef það yrði skrifað uppá 20m lán í þínu nafi peningurinn yrðu fluttur til tortola og lánið látið falla á þig.

 En málningarpeningurinn mætti betur fara í að hugsa leiðir til að koma þessum mönnum í steininn sem þar eiga að vera og þá á ég ekki bara við um víkingana heldur líka þá sem áttu að passa uppá þá og peningana okkar.

 Fínt að fá að sleppa sér aðeins :)

Finnur Kári (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 08:53

2 identicon

Ég veit það nú ekki alveg... sama plan? Þú hefur útrásarvíkingana helvíti hátt skrifaða þykir mér...

Sölvi (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 08:54

3 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Hallur. Gættu nú orða þinna. Þeir sem eru að sletta málningunni eru reiðari en þig grunar. Þeir eru að framkvæma á meðan þú situr og bloggar. Ekki er þitt blogg í fréttum... eða hvað? Er bloggið þitt að ýta við þessum þjófum?

Ég hef ekki slett málningu hingað til en ég mun sennilega fara að taka það upp eða eitthvað sem kemur jafnvel enn skýrari skilaboðum til hinna siðlausu hálfvita en það.

Björgólfur eldri er farinn á hausinn með 90.000. milljóna tap á meðan Björgólfur Yngri situr eftir sem milljarðamæringur. Bjarni Ármannsson skilar ekki siðlausasta kaupréttarsamningi Íslandssögunnar og svo má lengi telja.

Þessir menn ættu að gæta sín því málningin er sennilega svona "svört bók" og þeir sem lenda í svörtu bókinni gætu átt von á stórsókn einn daginn. Þá er eins gott fyrir slíka menn að vera búnir að rétta sinn hlut.

Þér finnst þeir sem sletta málningu á hús glæpamanna sem ganga lausir jafn slæmir og þeir sem koma öldruðum og öryrkjum á götuna, og sitja á milljörðum. Mér finnst að þú ættir aðeins að hugsa áður en þú bloggar.

Baldur Sigurðarson, 13.8.2009 kl. 09:07

4 identicon

Eru menn að fara að gráta vegna þess að e h snillingur málar hjá þessu líka helvítis drullupakki?? Þessir menn eru einfaldlega mestu þjófar og glæpamenn sem sést hafa í Evrópu að Hitler og Stalin undanskildum.

Þessir menn eiga að dæmast fyrir landráð. Svo eru það bráðabirgðalög sem heimila dauðarefsingar í einn dag og svo á að skjóta þá. Svona á að taka á málinu!

óli (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 10:18

5 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það mætti setja upp níðstöng á lóðinni hjá þeim en spreyja þá hinsvergar sjálfa rauða hvar sem til þeirra næst.

Guðmundur Pétursson, 13.8.2009 kl. 10:39

6 Smámynd: Ellert Júlíusson

Skilningur minn á þessu framferði er algjör en mér finnst að menn eigi að fara varlega í yfirlýsingar, td hann Óli sem að tekur nett sterkt til orða.

Menn verða að átta sig á því að beinar eða óbeinar hótanir um líflát eru refsiverðar.

Ellert Júlíusson, 13.8.2009 kl. 12:09

7 Smámynd: Þór Jóhannesson

Og hvað heldur þú að "beinar eða óbeinar" aðgerðir þessa útrásarhyskis hafi orsakað mörg líflát og muni orsaka mörg líflát, t.d. vegna niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu?

Þú ættir sjálfur að fara varlega í yfirlýsingar áður en þú verð þetta bévítans hyski sem rændi þig og þjóð þína og neita að gangast við glæpum sínum.

Þór Jóhannesson, 13.8.2009 kl. 12:13

8 Smámynd: Þór Jóhannesson

Í athugasemd  7 er ég að sjálfsögðu að ávarpa Ellert Júlíusson úr athugasemd nr. 6.

Þór Jóhannesson, 13.8.2009 kl. 12:14

9 Smámynd: Ellert Júlíusson

Þór, ef þú lest það út úr orðum mínum að ég sé að verja útrásarvíkingana þá ertu vitlausari en orð þín benda til.

Farðu einnig varlega í að svara fólki svona, ekki allir taka því vel. Ég er að benda þeim aðilum sem að skrifa svona að fara varlega í það, ergo að reyna að vernda þá aðila fyrir mögulegum refsiaðgerðum.

Þú þarf ekkert að segja mér um óbeinar afleiðingar aðgera þessa fólks sem stefnir landinu okkar í glötun. Ég hef bent á það sjálfur nógu oft.

Góðar stundir.

Ellert Júlíusson, 13.8.2009 kl. 12:43

10 Smámynd: Þór Jóhannesson

Það er gott - góðar stundir!

Þór Jóhannesson, 13.8.2009 kl. 12:46

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sletta málningu á hús allra þessara drullusokka.. setja upp skilti í götunni þeirra með nafni og húsnúmeri viðkomandi glæpamanns..

Nota helst skipa menju, því hún fer ekki svo auðveldlega af.. merkja þessa andskota.. bílana þeirra líka. 

GRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRR

Óskar Þorkelsson, 13.8.2009 kl. 12:53

12 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Er þjóðin eitthvað bættari með því Óskar?

Hjörtur Herbertsson, 13.8.2009 kl. 13:41

13 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hallur, aðgerðarleysi og sofandaháttur smáborgara eins og þín, er ekki minni ástæða þess sem nú gerist en aðgerðir víkinganna og pólítískra meðreiðarsveina þeirra.

Verstu hlutirnir gerast þegar gott fólk gerir ekkert.

Þetta fólk sem þú kallar skríl er að standa upp fyrir þig og börnin þín...ekki síst vegna dug- og hugleysis í þínum eigin ranni.

Hvar er baráttan þín?. Einskorðast hún við kjörstað? Ertu tilbúinn að samþykkja það að enginn er dreginn til ábyrgðar?

Ertu tilbúinn að samþykkja aðgerðarleysi stjórnvalda?

Ertu tilbúinn að samþykkja að sérstakur saksóknari fær ekki þau tól í hendur sem hann er búinn að lýsa yfir að hann vanti, til að koma böndum á hyskið?

Ertu sjálfstæðismaður?

Notaðu þann vettvang sem þú hefur kosið til að níða þá sem eru að reyna að gera eitthvað...reyna að sýna umheiminum að ÞJÓÐIN er ekki á bakvið hyskið...til að berjast við óvininn, ekki til að ýta undir sundrung og ósæatti þjóðar sem öll situr í sömu súpunni.

Skríll? Ef ég er skríll, þá ert þú punglaus ræfill, sem ætlast til að aðrir sláist fyrir þig...en á þínum forsendum.

Tek undir með Baldri, gættu orða þinna góurinn.

Haraldur Davíðsson, 13.8.2009 kl. 13:43

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hjörtur: já

Óskar Þorkelsson, 13.8.2009 kl. 13:46

15 identicon

Þú ert læs er það ekki Hallur? Er ég að hóta e h beint eða óbeint? Nei ég sagði að það ætti að semja lög sem leiða inn dauðarefsingu. Svo á að dæma þessa vini þína og skjóta þá! Það er mín skoðun og það er góð skoðun! Alveg er það með ólikindum að til séu menn sem geta borið blak af þessu viðbjóðs liði! Ég óska þessum mönnu alls hins versta og ég mundi td opna kampavín mundi ég heyra að keyrt yrði yfir e h þessara drulluhala!

óli (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 14:12

16 identicon

Afsakið. Átti við Ellert Ekki Hall!

óli (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 14:14

17 Smámynd: Finnur Bárðarson

Í mínum huga eru þetta ekki skrílslæti heldur þörf og mjúk viðvörun stórglæpamanna.

Finnur Bárðarson, 13.8.2009 kl. 21:15

18 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þú ert mjög kurteis maður og góðviljaður Hallur og ekki nema gott um það að segja en undanfarið held ég að jafnvel þolmörk þíns velvilja fari að bresta og raunar vona það. Með kveðju.

Baldur Fjölnisson, 13.8.2009 kl. 22:08

19 Smámynd: ThoR-E

Þetta er bara flott.

Þessir útrásarþjófar hafa skert lífsskilyrði mín og barna minna og komið okkur í skuldir sem ekki sér fyrir endan á .. þrátt fyrir að við eigum ekkert í þeim.

Þeir hafa skapað okkur óvild útlendinga .. okkur sem ekkert höfum gert þeim. Þeir hafa eyðilagt mannorð okkar í hugum margra útlendinga.. okkur sem höfum ekkert gert til að eiga það skilið.

Endilega málið og merkið hús þessara ómenna!

ThoR-E, 13.8.2009 kl. 23:33

21 identicon

Ég tek undir með Halli með það að skemmdarverk bæta ekki efnahagsástandið.   Ætli nokkur af þeim sem hér að framan mæla þessu bót væri sáttur við það að á húsnæði sitt, bíla eða aðrar eignir væri slett málningu, skyri eða lakkeyði (eins og gert var við heimilisbíla núverandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, sem ráðinn var eftir að búið var að stoppa útrásarruglið sem í stefndi þar).  Hvar stoppa svona skrílslæti og skemmdarverkastarfsemi.  Hver ákveður á hvaða hús, bíla og aðrar eignir má ráðast.  Er nóg að vera illa við viðkomandi eða eiga í einhverjum deilum við þann aðila ?  Ég bara spyr. 

Ég hef aldrei haft og mun aldrei hafa samúð með skemmdarverkastarfsemi né ofbeldi gagnvart öðru fólki.  Það bætir ekki hag minn né annarra að verið sé að valda spjöllum á eignum ríkisins, fyrirtækja eða einstaklinga.  Svona hegðun veldur okkur venjulegum borgurum þessa lands bara ennþá meiri óþægindum og kostnaði.  Tjón sem af svona skrílslátum hljótast valda enn meiri hækkun tryggingaiðgjalda, óþarfa útstreymi gjaldeyris og alls kyns hliðarverkunum sem lenda með einum eða öðrum hætti á saklausum borgurum.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 11:07

22 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Jón, Þetta stoppar þegar stjórnvöld fara að handtaka þessa glæpamenn.. þangað til ríkir lögleysa og þýðir lítið að tuða yfir því..

Óskar Þorkelsson, 14.8.2009 kl. 11:18

23 Smámynd: ThoR-E

Nákvæmlega Óskar ... þetta stoppar þegar stjórnvöld fara að handtaka þessa glæpamenn.

En á meðan þessir menn ganga lausir og sinna sínum viðskiptum eins og ekkert hafi í skorist ... sýnir þetta fólk álit sitt á þessum þjóðnýðingum, meðal annars með þessum hætti.

ThoR-E, 14.8.2009 kl. 11:45

24 Smámynd: ThoR-E

Best að taka fram að .. undir engum öðrum kringumstæðum .. styð ég skemdarverk eða neitt því um líkt.

Málið er bara að það eru ekki eðlilegar kringumstæður hér á landi .. spillingarlyktin er stæk .. og engin gerir neitt!

Ef þessir aðilar ákveða að nota þessa aðferð til að sýna andúð sína á þessum mönnum og hvað þeir hafa gert þjóð sinni ... gott og vel.

Ég mundi ekki gera svona sjálfur .. en ekki gagnrýni ég þessa aðila.

ThoR-E, 14.8.2009 kl. 11:47

25 identicon

Það er jafnmikil ástæða til að handtaka skemmdarverkamenn sem og þá sem á einn eða annan hátt bera ábyrgð á hruninu.  Skemmdarverkamenn hafa hins vegar ekki eingöngu ráðist á þá sem í forsvari voru fyrir svokallaðri útrás eða bankakerfinu, heldur einnig þeim aðilum sem eru að skapa atvinnu í landinu og veita þjónustu innanlands.

Svona hegðun ef hún er látin óátalin af lögregluyfirvöldum hættir ekkert heldur fara þessir skemmdarvargar að líta á það sem sjálfsagðan hlut að skeyta skapi sínu á hverjum sem er.

Við Íslendingar kærum okkur ekkert um ástand eins og verið hefur í Frakklandi í mörg ár svo dæmi sé tekið.  Ég og þið viljið geta búið við hvaða götu sem er án þess að eiga á hættu að kveikt sé í bílunum við götuna, þeim velt eða aðrar skemmdir unnar.  Ef ekki er tekið á málum (bæði þeirra sem á hruninu bera ábyrgð sem og skemmdarvörgum) þá eykst upplausnin.

Það þýðir ekkert að segja "ég myndi ekki gera svona sjálfur" og samþykkja jafnframt að aðrir geri það.  

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 14:38

26 Smámynd: ThoR-E

Það er reyndar rétt hjá þér, þeir eru að ráðast að húsum fólks sem tengist bankahruninu ekki á neinn hátt. 

eins og t.d landvirkjun og álverið.

set spurningamerki við það ...

Hvað varðar mitt samþykki að þessir einstaklingar þarfnast ekki samþykki míns .. þetta mun halda áfram hvort sem að ég fordæmi það á bloggsíðum eða hafi skilning á reiði fólks í garð þessara manna sem lagt hafa hér allt í rúst.

ThoR-E, 14.8.2009 kl. 15:59

27 identicon

Algjörlega sammála Halli og Jóni Óskarssyni.

Jónína (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband