Hafnaði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar Rússaláni?

Hafnaði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar Rússaláni í kjölfar hrunsins? Það væri athyglisvert að fá svör við því - og röksemdir af hverju það var gert.

Það breytir reyndar ekki núverandi stöðu - sem þarf að leysa hið fyrsta svo við getum farið að einbeita okkur á endurreisnarbrautinni.

Endurreisnarbraut sem við verðum að fara með kraft og bjartsýni á framtíðina að leiðarljósi hvernig sem IceSave málum lyktar - og láta ekki mistök fortíðar trufla okkur á þeirri braut.


mbl.is „Íslendingar vildu ekki lán frá Rússum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann getur ordid nokkud kaldur rússneski hrammurinn.

Maeli med ad íslenzka sjónvarpid kaupi tháttaröd byggda á bók Alexanders Solsjenitsyn sem á saensku heitir "Den första kretsen" Níu eda tíu thaettir mjög vel gerdir. Framleitt af rússunum sjálfum og reyndar sýnt í rússneska sjónvarpinu thótt thaettirnir séu mjög gagnrýnir á eigin stjórnvöld. Fjallar um Gulag og nokkra daga í tíd Stalins. Solsjenitsyn segir thar eigin sögu og er einn persónanna í skáldverkinu.

S.H. (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 12:16

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Má velta fyrir sér, hvað annað hékk á spítunni, í formi einhvers konar leyni samkomulags?

Rússar vita vel af mikilvægi staðsetningar Íslands. Eru einnig, vel á nótunum með það, að N-Íshafið mun opnast fyrir kaupsiglinar á næstu árum. Að auki, eru þeir á bullandi ferð með það, að tryggja sér einkarétt á sem mestu, af auðlindum N-Íshafs.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.8.2009 kl. 12:38

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er svona að vera með óþjóðholla ráðamenn.

Sigurður Þórðarson, 12.8.2009 kl. 13:28

4 Smámynd: Andrés.si

Með þessi frétt erum við styttra minnum fullirðingum að fjár sem kom í gegnum Íslands hefur verið ekki nema stríðs fjár fyrir næsta stríð einhverstað úti í heimi og til að borga kostnað  Íraks striðs.

Andrés.si, 12.8.2009 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband