Reykjavík flottari en Kaupmannahöfn!
30.7.2009 | 09:41
Reykjavík er flottari en Kaupmannahöfn!
Það er athyglisvert að borgastjórinn í Reykjavík er langt frá því að vera hæst launaði sveitarstjórinn á Íslandi þótt Reykjavík sé með lang umsvifamesta reksturinn. Hins vegar er ljóst að borgarstjórinn í Reykjavík er að vinna fyrir laununum sínum - sem þó hafa verið skert eins og laun annarra borgarstarfsmanna með laun yfir 300 þúsundum og kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg.
Með samhentu átaki allra flokka í borgarstjórn - átaki sem byggir á samvinnustefnu sem meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks innleiddu síðastliðið haust - og ábyrgir leiðtogar hinna flokkanna tóku undir og unnu að - hefur Reykjavíkurborg tekist að spara verulega í rekstri borgarinnar þannig að ekki er halli á rekstri borgarinnar þrátt fyrir erfitt efnahagsástand.
Í því sparnaðarátaki lék starfsfólk Reykjavíkurborgar lykilhlutverk - því það voru fjölmargir starfsmenn borgarinnar sem í samheldu átaki fundu fjölmargar sparnaðarleiðir í borgarkerfinu - sparnaðarleiðir sem urðu til þess að ekki þurfti að skerða grunnþjónustu borgarinnar og ekki þurfti að segja upp fastráðnu starfsfólki.
Þessi árangur gæti kannske orðið útflutningsvara?
Var að lesa frétt þar sem kemur fram að Kaupmannahafnarborg kynni að vera á leið undir stjórn skilanefndar vegna slæms fjárhagsástands borgarinnar!
Hanna Birna, Óskar og Dagur B. ættu kannske að skreppa til Kaupmannahafnar og kenna borgaryfirvöldum þar hvernig samvinnustefna Reykjavíkurborgar virkar - og aðstoða við innleiðingu slíkrar stefnu í Kaupmannahöfn! Svandís Svavarsdóttir ætti einnig að fá smá frí úr ráðherravinnunni og taka þátt í þessu þróunarsamvinnuverkefni með Kaupmannahafnarborg!
Staðreyndin er nefnilega sú að Hanna Birna, Óskar, Dagur B. og Svandís unnu saman sem heild að hagsmunum Reykjavíkurborgar síðastliðinn vetur. Þau eiga öll heiður skilið fyrir það.
Vonandi mun sambærileg samvinna halda áfram í vetur - þótt það sé kosningavetur. Ég treysti því að Dagur B. og Þorleifur haldi áfram samvinnu við meirihlutann í þágu borgarbúa. Það er sérstakklega mikilvægt nú - bæði vegna efnahagsástandsins - en ekki síður að slíkt getur fest góða samvinnu meirihluta og minnihluta í sessi í borginni - óháð því hverjir munu skipa meirihluta borgarstjórnar á næsta kjörtímabili!
Bæjarstjóri Seltjarnarness hæstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Facebook
Athugasemdir
Svona á þetta að vera; er einnig í anda Knud Zimsen, frv. borgarstjóra, sem hlustaði ávallt á tillögur allra fulltrúa í borgarstjórn. Vona að þessi ágæta samvinna verði við líði áfram. Smyrill.
Árni Kr.Þorsteinsson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.