Sérstakan ráðherra Evrópumála!

Ríkisstjórnin á að skipa sérstakan ráðherra Evrópumála án ráðuneytis til að halda úti aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Það er hefð fyrir slíkum ad hoc ráðherrum á hinum Norðurlöndunum - td. í Danmörku.

Slíkt gæti orðið grunnurinn að breiðari samstöðu inn á Alþingi um aðildarviðræður - ekki hvað síst hjá þeim fjölmörgu þingmönnum Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Borgarahreyfingar sem vilja í hjarta sínu að gengið verði til aðildarviðræðna við Evrópusambandið - en treysta ekki alveg Samfylkingunni til að leiða slíkar aðildarviðræður og greiddu því atkvæði gegn tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður - í stað þess að sitja hjá eða greiða atkvæði með tillögu ríkisstjórnarinnar.

Það er til dæmis alveg ljóst að mótatkvæði Framsóknarþingmanna voru fyrst og fremst mótatkvæði vegna takmarkaðs traust á forystu Samfylkingar - en ekki gegn aðildarviðræðum við ESB - enda fyrirliggjandi skýr flokksályktun Framsóknar frá því í janúar sem kveður á um aðildarviðræður við ESB með skilyrðum sem eru komin inn í greinargerð með þingsályktunartillögunni sem samþykkt hefur verið.

Það er kannske vert að minna á að sú samþykkt flokksþings var breyting frá stefnumótun þar síðasta flokksþings sem vildi fara hægar í sakirnar Það var ástæðan fyrir málamiðlunartillögu sem samþykkt var á miðstjórnarfundi fyrir rúmu ári síðan um tvöfalda atkvæðagreiðslu.

Þá mega Framsóknarmenn ekki gleyma að ástæðan fyrir því að flýta flokksþingi var sú að mikill meirihluti miðstjórnar vildi ganga beint til aðildarviðræðna - en til að það væri unnt þurfi að fá skýrt umboð frá nýju flokksþingi. Því var flokksþingi flýtt.

Á flokksþinginu var samþykkt skýr stefnubreyting sem fól í sér að ganga ætti til aðildarviðræðna við ESB með skilyrðum - og á því flokksþingi var kjörinn glæsilegur nýr formaður flokksins sem fékk það veganesti að framfylgja skýrri stefnu Framsóknarflokksins um aðildarviðræður við ESB með skilyrðum - sem reyndar ganga skemur en skilyrði í greinargerð með þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var á Alþingi um daginn.

Nýr formaður Framsóknarflokksins hefur reynt eftir megni að fylgja þeirri ályktun - en ákvað með hluta þingflokks Framsóknar að leggjast gegn þingsályktun ríkisstjórnarinnar - því hann og fleiri þingmenn treystu ekki Samfylkingunni - eðlilega - að klára verkið á sómasamlegan hátt. Hins vegar ákvað hluti þingflokks Framsóknar að halda sig alfarið við samþykkt flokksþings og samþykktu ályktun ríkisstjórnarinnar - væntanlega í þeirri von að Samfylkingin sæi sóma sinn í því að fylgja málum eftir af ábyrgð og kvika ekki frá skilyrðum í greinargerð með þingsályktunartillögunni.

Sambærilega afstöðu má sjá hjá hluta þingmanna Sjálfstæðisflokks sem ákvað samt að greiða atkvæði gegn ESB ályktuninni.

Því er ljóst að farsæl niðurstaða aðildarviðræðna við Evrópusambandið felst í því hvernig Samfylkingin heldur á málum. Þar hefur hún val. Besti kosturinn er að skipa sérstakan ráðherra Evrópumála sem stýrir aðildarviðræðum við ESB - og ekkert annað.

Besti kosturinn í þá stöðu er Framsóknarmaðurinn Jón Sigurðsson fyrrum seðlabankastjóri og ráðherra sem hefur yfirburðaþekkingu á Evrópumálum og nýtur traust þvert á flokkslínur. Um Jón ætti að myndast breið samstaða. 95% Framsóknarmanna treysta Jóni - mikill meirihluti Sjálfstæðismanna, lunginn úr Samfylkingunni - og stór hluti VG. Því allir vita að Jón setur hvorki sig eða flokkshagsmuni Framsóknarflokksins á oddinn - heldur hagsmuni íslensku þjóðarinnar.

Núverandi ríkisstjórn lagði upp með að vera norræn velferðastjórn. Nú er tækifærið til að sanna það með því að skipa sérstakan Evrópuráðherra til að leiða viðræður við ESB - í góðu og breiðu samráði við Alþingi.


mbl.is „Aðildarferlið vel á veg komið"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

EKki alltaf sammála Halli en get vel tekið undir þetta! Jón er maður sem hefur sýnt sig vera yfirvegaður og raunsær.  Og það væri gott að hafa einhvern til að stýra þessari vinnu sem ekki tengist Samfylkingu og Vg.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.7.2009 kl. 20:13

2 Smámynd:

Og sólunda enn frekar almannafé í ESB hítina. Um að gera að kyssa á vöndinn og fá þrautreyndan smjaðrara til að sleikja sig upp við tilvonandi drottnara eyríkisins Íslands sem eitt sinn var fullvalda ríki og kallaðist LÍÐVELDIÐ ÍSLAND!

, 21.7.2009 kl. 20:18

3 Smámynd:

átti að vera LÝÐVELDIÐ

, 21.7.2009 kl. 20:19

4 Smámynd: Arnar Guðmundsson

FLOTT MÁL

Arnar Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 21:05

5 identicon

Get vel tekið undir allt sem þú segir Jón væri rétti maðurinn í þetta. 

Ásgeir Ingvi Jónsson (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 21:24

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sem sjálfstæðismaður hef ég ekki efni á að gagnrýna ykkur í Framsóknarflokknum fyrir frammistöðuna í atkvæðagreiðslunni á Alþingi um ESB aðildarviðræðurnar.

Sem stuðningsmaður viðræðnanna var ég sérstaklega ánægður með hugrekki Ragnheiðar Ríkharðsdóttur.

Ég hitti hins vegar frænku mín um daginn, sem sagði að hún hefði ásamt mörgu ungu fólki, sem til þessa hafði kosið Sjálfstæðisflokkinn, kosið Framsóknarflokkinn og þetta hefði ekki síst verið vegna yfirlýstrar andstöðu Sjálfstæðisflokksins við aðildarviðræður.

Þessi frænka mín sagðist hafa orðið fyrir gífurlegum vonbrigðum með Framsóknarflokkinn í þessu máli. Jafnframt gagnrýndi hún flokkinn almennt fyrir lýðskrum og galgopahátt. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.7.2009 kl. 22:00

7 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Ég verð að viðurkenna það að ég hef verið nokkuð ánægð með þingmenn Framsóknarflokksins á þessu sumarþingi.

Helga Þórðardóttir, 21.7.2009 kl. 22:43

8 identicon

Sæll Hallur.

Ég er ósáttur við mitt fólk í ESB málinu. Ég upplifi þingflokkinn eins og ósamstæðan hóp fólks sem er  upptekið af sjálfu sér. Ég sakna þess að sjá ekki samstilltan hóp sem er að stunda pólitík eins og það var valið til.

Það er nú einu sinni svo að stjórnmálaflokkur er stofnaður til að koma á framfæri stefnumálum sínum. Ég geri þær kröfur að þingmenn flokksins fylgi stefnumálum flokksins, nema þeir hafi gert fyrirvara um um einstök mál.

Þingmenn flokksins ná ekki árangri í að fá stuðning við stefnumálin ef þeir ætla að halda áfram núverandi háttarlagi. Þeir verða að skoða sinn rann.

Framsókn flokksins á ekki að ákvarðast af hallærislegu gamaldags mati á öðrum flokkum eða persónum, heldur nútímalegum aðferðum sem stefna að settum markmiðum. Ef ekki næst allt á að reyna að ná áfangamarkmiðum.

Flestir nýju þingmennirnir verða að íhuga sína persónulegu framsetningu og stjórnmálalegu hegðun. Mikið liggur við ef flokkurinn ætlar í alvöru að rífa sig upp úr hjólförum gamaldags "sandkassa" stjórnmála og verða alvöruflokkur með alvöru fylgi

Jón Tynes (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 22:59

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Jón Tynes, setur hér fram nákvæma skilgreiningu á tilgangi stjórnmálflokka og hvernig þeir verða að starfa til að ná árangri. Þetta er athyglisvert fyrir mig, því að ég hef verið að benda á sömu hluti með Sjálfstæðisflokkinn í huga. Ánægjulegt að sjá þetta Jón.

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.7.2009 kl. 23:59

10 Smámynd: Arnar Guðmundsson

RITSKODUN RITSKODUNN Á MOGGABLOGGINU 11.,,

Arnar Guðmundsson, 22.7.2009 kl. 00:19

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Breið samstaða um Jón Sigurðsson Framsóknarformann fv., sem féll í þingkosningum, þótt efstur væri á lista?! Hann sem hefur málað sig út í horn með Evrópubandalags-þjónkunargreinum sínum?! Minn gamli kennari, sem ég hafði meiri trú á, meðan hann hafði ekki komizt til neinna mannvirðinga! Á hverju lifir sá maður? Og er þetta ekki einfaldlega þín leið til að fá menn til að sigla fram hjá Jóni Bjarnasyni? ÁFRAM ÍSLAND – EKKERT ESB! Sækjum frekar um inngöngu í NAFTA, þar sem betri kjör bjóðast, án útlátasamrar förgunar landsréttnda, og reynum að fá Grænland og Færeyjar með í þá för.

Jón Valur Jensson, 22.7.2009 kl. 03:43

12 Smámynd: Hallur Magnússon

Jón Valur.

Þú veist að NAFTA er ekki í myndinni - því miður. Lagði slíkt til 1995.

En Jón Bjarnason?  Er ekki alveg í lagi?

Hallur Magnússon, 22.7.2009 kl. 10:28

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vill standa vörð um hagsmuni okkar gagnvart Evrópubandalaginu, ekki gefast bara upp eins og Össur, – en það er víst "ekki alveg í lagi" fyrir ykkur Brusselvinina. – Nei, ég veit ekki til að NAFTA sé ekki inni í myndinni, en ertu að segja, að þú hafir sjálfur lagt það til árið 1995 (kannski í stíl við hann Jónas þinn hér ofar), að við fengjum aðild að NAFTA? Nú eru aðstæður breyttar, og þetta kemur ekki aðeins til greina að athugast, heldur er það útlátalaust fyrir okkur, ábatasamt raunar, en útlátalaust í verðmætum eins og þeim að hafa sjálf vald yfir löggjöf okkar og auðlindum. NAFTA (eða Bandaríkin í gegnum það fríverzlunarbandalag) hefur ekkert vald yfir Kanada eða Mexíkó, ætlast ekki til neins fullveldisframsals. Of gott fyrir okkur að þínu mati?! En þetta er eins ólíkt yfirráðahyggju Evrópubandalagsins eins og verða má.

Jón Valur Jensson, 22.7.2009 kl. 10:43

14 Smámynd: Hallur Magnússon

Jón Valur.

Það var reynt við Bandaríkjamenn síðar en 1995 - og þeir voru ekki á þeim buxunum að bæta Íslandi við NAFTA - enda allt of mikið vesen og allt of dýrt fyrir þá.

Það sem ég ar að undirstrika með skoðun mína 1995 er að hugmyndin er ekki galin - en óraunhæf. Því miður.

En Jón Bjarnason!

Er ekki í lagi?

Hallur Magnússon, 22.7.2009 kl. 11:16

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Með Grænlandi og Færeyjum yrði þetta auðveldara, Kanada tæki eflaust vel í það í NAFTA, enda erum við þegar komin í fríverzlunarsamband við Kanada og Mexíkó, Bandaríkin ein eru eftir. Norðmenn myndu ennfremur sennilega vilja verða með, því að ella nytu Íslendingar betri samkeppnisaðstöðu en þeir.

Hættu svo að hnýta í J.B. á svona billegan hátt, það er ekki sanngjarnt og kemur trúlega mest til af EB-ást þinni. En þá má líka spyrja, eins og ég spurði Ragnheiði Ríkharðsdóttur (og hún treysti sér ekki til að svara):

Daginn fyrir atkvæðagreiðsluna sendi ég þér, Ragnheiður, grein, sem ég hafði sent Morgunblaðinu. Hún birtist svo þar í fyrradag, í Sunnudags-Mogganum, og nefnist: Á að breyta Alþingi í 3. flokks undirþing?

Í greininni (og bréfinu) er stuttur lokakafli, sem nefnist spurningar til alþingismanna. Ég ætla að fá að endurtaka hann hér og beini nú þessum spurningum og ábendingum sérstaklega til þín:

"Viljið þið fórna mestöllu því löggjafarvaldi sem Jón forseti, samherjar hans og eftirmenn áunnu landinu? – Ég vona að svar ykkar sé neitandi!

Er ykkur annt um frumkvæðisréttinn til þingmannafrumvarpa? – Ef svo er, þá viljið þið ekki láta innlima land okkar í ESB!

Nægir ykkur sextíu og þremur að setja einungis 2% af nýrri löggjöf landsins að jafnaði á hverjum þingtíma, og sættið þið ykkur við, að jafnvel þau lög geti Evrópusambandið lýst ógild?

Vill einhver þingmaður í alvöru taka þátt í að gera Alþingi að 3. flokks undirþingi? Á slíkur þingmaður erindi á löggjafarþing þjóðarinnar?

Á Alþingi að halda fullri reisn sinni eða efla hana? – Ef annað hvort er rétt eða hvort tveggja, þá hafnið þið "aðild" að Evrópusambandinu!" (Tilvitnun lýkur.)

Rök fyrir staðhæfingum og forsendum þess, sem hér var sagt, er að finna í greininni sjálfri, en fróðlegt væri að heyra þín svör og þína afstöðu."

Það sama á við um þín svör og þína afstöðu, Hallur!

Jón Valur Jensson, 22.7.2009 kl. 11:35

16 Smámynd: Heiðar Lind Hansson

Sæll Hallur,

 Góður pistill. Ég held að það fari vel á því að Jón Sigurðsson verði a.m.k. í samninganefndinni. Heiðarleiki hans og þekking á málaflokknum er óumdeild.

Heiðar Lind Hansson, 22.7.2009 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband