Tryggir Árni Páll eftirgjöf lána illra staddra fjölskyldna?

Það er gott að heyra félagsmálaráðherrann boða eftirgjöf skulda illa staddra fjölskyldna. Vonandi mun ráðherrann og félagar hans í ríkisstjórninni beita sér fyrir því að bankarnir nýti þær heimildir sem fyrir eru til að koma fólki í fjárhagsvandræðum vegna efnahagshrunsins til hjálpar.

Það er reyndar athyglisvert að það er félagsmálaráðherran sem er talsmaður ríkisstjórnarinnar í þessu máli - en kemur hins vegar ekki alveg á óvart. Bankamálaráðherrann hefur ekki alltaf verið heppinn í orðavali og yfirlýsingum.

Reyndar treysti ég Árna Páli betur en mörgum öðrum í ríkisstjórninn til að fylgja þessu máli eftir. Hann getur nefnilega verið helv... fylginn sér.


mbl.is Aukið svigrúm til afskrifta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband