Ríkisstjórnin sýnir ábyrgð í Sjóvá
8.7.2009 | 19:58
Ríkisstjórnin sýnir ábyrgð í Sjóvámálinu. Fyrri ríkisstjórn hefði betur sýnt sambærilegan skilning á stöðu mála þegar hún fékk erfiðleika Glitnis upp á borðið á sínum tíma.
Það hefði verið enn eitt stóráfallið fyrir íslenskar fjölskyldur hefði ríkisstjórnin ekki gripið inn í og tryggt áframhaldandi starfsemi tryggingahluta Sjóvár. Það skiptir öllu máli að ríkið grípi inn í málin og komi í veg fyrir að endurtryggingar íslenskra tryggingafélaga hækkuðu upp úr öllu valdi í kjölfar líkleggs gjaldþrots Sjóvár.
Það er einnig afar skynsamlegt að setja á fót nýtt Sjóvá sem einungis starfi á sviði tryggingamála - og ennþá mikilvægara að ríkisstjórnin hyggist selja það félag í opnu, gagnsæju ferli á næstu mánuðum eða misserum.
Það er mikilvægt að umtalsverður hluti nýrra eigenda Sjóvá trygginga verði ábyrgir erlendir fjárfestar með reynslu og þekkingu í tryggingamálum.
Hins vegar má innkoma ríkisins á þennan hátt á engan hátt rugla samkeppnishæfi á tryggingamarkaði!
16 milljarðar inn í Sjóvá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Facebook
Athugasemdir
Það er ekkert sem heitir tryggingahluti tryggingarfélags.
Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 20:09
Það hefði ekki skipt neinu þó ríkið hefði ekkert gert. Í tæp tvö ár nú hafa tryggingatakar verið að greiða iðgjöld til félags sem gat ekki staðið við skuldbindingar sínar en okraði samt á tryggingatökum.
Einar Guðjónsson, 8.7.2009 kl. 21:55
Hallur.
Það er að sína sig að allir atvinnurekendur þessa lands eru meira og minna ,,glæpamenn" !!!!!
það á að taka formann samtaka atvinnurekenda og setja hann í gæsluvarðhald !!!
Við eigum að fá fólk erlendis frá til að rannsaka alla þessa aðila !!!
JR (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 23:35
Hallur, ertu virkilega sáttur við að 16 milljörðum af skattfé borgaranna sé rennt í þetta Sjóvár spillingarbæli? Ef svo er ertu með þykku spillingargleraugun á nefinu. Við eigum önnur og betri félög á þessum markaði. Þar ber TM af sem gull af eiri.
Björn Birgisson, 9.7.2009 kl. 00:04
Ólafur.
Sjóvá var orðið miklu meira en tryggingarfélag. Þegar rætt er um tryggingarhluta Sjóvár þá er verið að tala um tryggingarhluta Sjóvárr - ekki fjárfestingahluta Sjóvár.
Einar.
Þetta er rangt hjá þér. Ef Sjóvá tryggingar hefðu farið á hausin - þá hefðu iðgjöld endurtrygginga í útlöndum fyrir íslensk tryggingarfélög orðið mikli hærri en ella - sem hefði skilað sér í enn meiri hækkunum iðgjalda en orðið hafa. Miklu hærri.
Jr.
Björn. Ekki ætla ég að gera á milli félaga á þessum markaði - en minn á að TM á í ákveðnum erfiðleikum
Þetta er þín skoðun - sem ég mun hvorki andmæla né taka undir.
Hvað varðar spurninguna um 16 milljarða - sem reyndar eru rúmir 11 og ekki teknir beint af skattfé okkar - þá vísa ég til svarsins við spurningu 2 - um afleiðingar hækkunar endurtrygginga.
Hallur Magnússon, 9.7.2009 kl. 01:42
Hvaða rugl er þetta, að nú verði ríkið að passa sig að rugla ekki samkeppnimálum á tryggingamarkaði, bíddu, það hefur aldrei ríkt samkeppni á tryggingamarkaði og tryggingafélögin hafa m.a. verið sleginn á putttana fyrir samráð. Þeir eru með eitt félag þar sem þeir geta sammælst um á fundum hvernig þeir ætla haga samkeppninni. það er búin að vera skítalykt af tryggingamálum á íslandi í tugi ára og löngu komin tími til að ríkið stígi þar inn og lagi þessi mál. Þessi mýta um að ríkið megi aldrei eiga neitt er orðinn þreyttur kór, við sjúm bara hvernig fór með bankana í þessu bulli öllu. Það er nóg komið af frjálshggjukjaftæði og allt í lagi að ríkið sé á markaði til að stoppa það að menn sælist of djúpt í vasa neytenda. maður er alveg búinn að fá upp í kok á þessu trúarlífi gagnvart því að ríkið megi aldrei eiga neitt, því þá fari allt til fjandans. Ég trúði þessari mýtu lengi vel, en eftir hrun bankanna gerði ég mér grein fyrir því að gott hefði nú verið að ríkið hefði átt eins og einn banka, en nei, Framsókn vildi fá sinn banka og Sjálfstæðisflokkurinn sinn og þingmenn þessara flokka voru svo miklar rolur að þair þorðu ekki að standa upp í hárinu á Davíð og Halldóri. Þvílíkt og annað eins sleikjulið hefur ekki verið til á íslandi áður.
Valsól (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 07:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.