VG hækkar matarskatt og verðbólgu

VG hækkar matarskatt. Það mun koma verst niður á þeim lægst launuðu, þeim sem þiggja atvinnuleysisbætur, þeim sem njóta fjárhagsaðstoðar og þeim sem lifa einungis á tryggingabótum og ellilífeyri.

Þá mun hækkun matarskattar auka á verðbólgu, hækka verðtryggð lán og koma í veg fyrir lækkun stýrivaxta.


mbl.is Sykurskatturinn of dýr og flókinn í framkvæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já þetta er furðuleg ákvörðun...

Óskar Þorkelsson, 4.7.2009 kl. 11:59

2 identicon

Víst er þetta  hræðilegt. Samtímis  ætlar Framsókn að gera allt  fyrir alla. Skera niður skuldir allra , líka hinna ríkustu,  og bjarga  þeim sem hafa  keypt sér  Range Rover eða Hummer (Það eru svona Framsóknarbílar sem helst er lagt í bílastæði ætluð fötluðum)  á vondum  bílalánum. Þetta er  flott og það besta er að enginn þarf að borga ! Það er  skiljanlegt að  fylgi  Framsóknar hafi aukist í  síðustu könnun. Þetta  eru sko galdramenn og  svo eru þingmenn  þeirra svo prúðir og  hæværskir í  ræðustól á   þinginu  bölva aldrei og klæmast aldrei. Hvað þá að þeir  æpi og lemji ræðustólinn. Nú skilur maður þetta allt betur.

Eiður (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 12:16

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Eiður!

En er það ekki allt rétt og satt sem ég skrifaði í pðstlinum?

Hallur Magnússon, 4.7.2009 kl. 12:20

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Eiður.

Reyndar sýnir kommentið þitt að þú hefur ekki lesið aðgerðartillögur Framsóknarflokksins - frekar en Jóhanna.

Hallur Magnússon, 4.7.2009 kl. 12:21

5 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Hallur, - ég var ekki að andmæla því sem  þú sagðir um hækkun matarskatts.  Reynslulaus forysta  Framsóknar hegðar sér eins og ódælt  unglingagengi í sölum Alþingis   gefa   andstæðingum ekki hljóð í  ræðustóli er sígjammandi og  flestir tala  eins þeir séu á málfundi í framhaldsskóla. Tillögurnar sem þú talar um eru byggðar á sandi  eru bara  loft og sjónhverfingar. Það  hefur verið margsýnt  fram á það.  Ef  skera  á  skuldir  ríkra og  fátækra niður um 20% þá verður  einhver  að taka þau  20% á sig. Þau hverfa ekki.

Eiður Svanberg Guðnason, 4.7.2009 kl. 13:57

6 identicon

Allar aðgerðir núverandi stjórnvalda eru afleiðingar framsóknarmanna og sjálfstæðismanna við sína stjórn á a´rum áður !

Þið framsóknarmenn skulið muna það !

Að þurfa að sjá og heyra fíflalæti framsóknarmanna á alþingi er saga útaf fyrir sig !

 Hallur.

,,Vinnustaðafíflið" (formaður framsóknarflokksins) verður ekkert skárra fyrir það eitt að öskra !

JR (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 14:04

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Á fjögur mánaða fresti staðfestir IMF að ríkjandi stjórnvöld, fyrrverandi eynýlendu Dana, hafa framkvæmt  skattaplön um til greiðslu skulda við Lánadrottna EU alþjóðasamfélagsins m.a. þar sem Ísland bannar notkun fasteignavísitölu til verðtrygginar íbúðahúsnæðis og notar neysluverðsvísitölu þá veldur fall krónunnar og virðisaukahækkanir neysluvöru hratt og örugglega mikill eignfærslu til Fjármálakerfisins. Eykur lánshæfi þess. Velta neysluvöruverslananna dregst minna og hægar saman.

Sumir segja skuldir einnar neysluvörukeðju við útibú á Íslandi og í EU séu í dag um 1500 milljarðar. Ekki er hægt að komast af án neysluvöru.    

Alþjóðasamfélag EU [ríkistofnanir og fjármálastofnanir tengdar] útskúfaði Íslendingum á sínum tíma og fóru fram að Ísland [yfirbyggingar siðspillt?] bæði um að IMF fulltrúa þeirra að yfirtaka fjárræðið. Á heimsíðu IMF  má lesa um aðgerðir svo sem gengisfall og minnst tvær skattaatlögur.

Þetta er skilyrði fyrir að komast hjá því að leggja niður stórskuldug neyslufyrirtæki og varpa glæpnum á fáa Íslendinga. Þetta gátu menn vitað þegar fákeppni í eignaraðildi var innleidd á Íslandi. Það verður ekki sleppt og haldið. Ráðamanna var valið óháð flokkum? Skuldahalafyrirtæki með EU fjármálakerfi. Minni fangelsiskostnaður og óskert orðspor ofur fínna fjölskylda þverpólitískt.

Það eru góðar hliðar á öllum málum ef vel er leitað.

Júlíus Björnsson, 4.7.2009 kl. 15:04

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Fínt Eiður að þú ert sammála mér með afleiðingar hækkunar matarskatts.

Hins vegar er það ekki rétt að einhver þurfi að "greða" 20% niðufellinguna. Það er hvort eð er búið að færa fjármögnunarhlutan niður.

En Eiður!

Ég verð að segja að þótt ég sé ekki alltaf sammála þér - þá finnst mér það afar gott fyrir þjóðmálaumræðuna að þú skulir hafa ákveðið að taka þátt í henni. Það eru ekki allir með svo langa reynslu og góða innsýn í pólitíkina eins og þú. Beitt umræða um stjórnmál er mikilvæg fyrir lýðræðið. Það eru ekki allir sem átta sig á því!

Hallur Magnússon, 4.7.2009 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband