Jóhanna hjólar hjálmlaus á IceSave vegginn!
19.6.2009 | 07:20
Jóhanna Sigurðardóttir ætti að læra af mistökum Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra sem slapp með skrekkinn þegar hún flaug á hausinn af hjólinu sínu - hjálmlaus - og hefði getað höfuðkúpubrotið sig og hlotið af varanlegan heilaskaða.
Sem betur fer slapp Svandís með skrekkinn, stóra kúlu og hausverk. Já, hún slapp betur en hún átti skilið - svo notuð séu Svandísar eigin orð.
Jóhanna er í sömu áhættuhegðun með IceSave. Hún er komin á fulla ferð með íslensku þjóðina - hjálmlaus og allar líkur á að hún detti á hausinn. Það gæti farið svo að íslenska þjóðin standi upp aftur einungis með með kúlu og hausverk. Hins vegar eru miklar líkur á að hún fari miklu, miklu verr.
Hvernig væri að Jóhanna lærði af mistökum Svandísar - og setji upp hjálminn í IceSave málinu!
Jóhanna verður - þjóðarinnar vegna - að taka upp IceSave samninginn og fá inn í hann skýr ákvæði um að ekki sé unnt að ganga að Alþingishúsinu, virkjununum og öðrum fasteignum ríkisins ef Ísland getur ekki satðið undir skuldbindingum sínum. Þá verður húnað ganga svo frá hnútunum að útgönguákvæð samningsins séu fortakslaus.
Annars er Jóhanna greinilegur áhættufíkill - sem er um það bil að hjóla á IceSave vegginn á fullri ferð - hjálmlaus!
Icesave: Útgönguákvæði ekki afdráttarlaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Snjöll samlíking og því miður líklega raunsönn.
Til fróðleiks:
Úr Tilskipun ESB um innlánatryggingakerfi, frá 30. maí 1994 (bls. 3)
Haraldur Hansson, 19.6.2009 kl. 09:39
Gleymum því aldrei hverjir það voru sem komu okkur í þessa stöðu. Gleymum því aldrei að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gáfu bankana í hendur fjárhættuspilurum og leyfðu þeim svo eftirlitslaust að veðsetja þjóðina. Gleymum aldrei hverjir það voru sem með heimsku sinni og barnslegri trú á frjálshyggju settu landið á hausinn.
Svo koma frammámenn úr þessum tveimur flokkum og láta mikinn, alveg eins og þeir hafi hvergi komið nálægt. þetta er kallað að kunna ekki að skammast sín. Það á reyndar við um bloggara líka sem fylgja þessum tveimur flokkum eins og um trúfélag væri að ræða. Það má velta því fyrir sér hverjir eru landráðamenn í þessu hruni öllu saman.Valsól (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 11:21
Ertu ekki í Framsóknarflokknum . Hallur og búninn að ver þar mjög lengi. ?
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gáfu einavinum sínum í hvorum flokki þessa banka sem þjóðin átti. Þessir einkavinir fengu síðan frjálsar hendur með það að breyta þessum bönkum í einn allsherjarvogunarsjóð með ríkisábyrgð.með erlendum lántökum vilt og galið einkum galið.
Nú er þjóðinni gert ,að kröfu alþjóðasamfélagsins ,að greiða hinn erlendahluta hins áfallna reiknings upp á um 700 milljarða ísl kr.
Ertu ekki stoltur af þinni ábyrgð á þessu - Hallur. Þú ert framámaður í Framsókn... til áratuga...
Sævar Helgason, 19.6.2009 kl. 11:55
Icesave - Lánið: Er bilun að hafna því?/eða liggur hún í því að samþykkja það?
Samkvæmt samkomulaginu, er lán upp á 650 milljarða króna, miðað við núverandi virði krónunnar í Evrum, tekið til 15 ára, á 5,5% vöxtum. Lánið, er með þeim hætti, að engar greiðslur eru af því yfir fyrstu 7 ár lánstímabilsins, þ.e. vaxtagreiðslur upp á 35 milljarða á ári, bætast aftan á lánið. Lauslega áætlað virði þess, við samingslok, er um 900 - 1000 milljarðar ef áfram er miðað við núverandi stöðu krónunnar gagnvart Evrunni. Stjórnvöld telja, að eignir geti gengið upp í lánið, á bilinu 75 - 95%, eftir 7 ár.
I.Kostir við Icesave samninginn
Kostirnir við þetta, eru að lánið má greiða upp hvenær sem er, á samingstímabilinu, ef Íslendingum tekst að útvega sér annað lán, eða þá að kaupandi finnst, sem er til í að yfirtaka eignir Landsbankans sáluga gegn yfirtöku á láninu. Fyrir okkur væri, slíkur samingur mjög hagstæður; en á móti kemur, að líkur á slíkri útkomu eru ekki endilega miklar.
Aðrir kostir eru, að með þessu, er deilan við Breta og Hollendinga, úr sögunni, og ekkert því lengur til fyrirstöðu; að sækja um aðild að ESB. En, meðan deilan er óleyst, er einnig tómt mál, að tala um að sækja um slíka aðild, þ.s. stjórnvöldum þessara ríkja, væri mjög í lófa lagið að blokkera slíkt umsóknarferli, og það eins lengi og þeim sýnist - enda er það enn þann dag í dag þannig, að hvert aðildaríkja ESB þarf að samþykkja nýtt aðildarríki. Orð stjórnarliða, um að segja sig úr lögum við þjóðir heimsins, ef við klárum ekki þennan samning, ber að skoða í samhengi við aðildarþjóðir ESB, enda talar Samfylkingin mjög oft með þeim hætti, eins og að heimurinn takmarkist við Evrópu.
Einnig, er þá úr sögunni hætta, sem annars er fyrir hendi, að gripið verði til efnahagslegra refsiaðgerða, gagnvart Íslandi. Bretland og Holland, geta sennilega beitt sér með þeim hætti, sjálfstætt. En, einnig má búast við, að þau 2 ríki, muni reyna að fá fram svokallaðar "GAGNAÐGERÐIR" gagnvart Íslandi, innan EES samningsins. Það, er að sjálfsögðu alvarlegt mál, ef til kæmi, þ.s. að slíkar aðgerðir, væru líklegar til að koma íslenska ríkinu í greiðslufall, þ.e. "default". Útlfutningsaðilar, gætu orðið fyrir miklu höggi, og snöggur tekjusamdráttur myndi gera ríkið gjaldþrota,,,sennilega.
VIÐ VERÐUM AÐ GERA OKKUR GREIN FYRIR, AÐ VIÐ ERUM MILLI 2. ELDA. HVORU MEGINN, BRENNUR ELDURINN, MINNA HEITT?
II.Icesave samningurinn sjálfur
Samingurinn við: Holland
Samningurinn við: Bretland
Það er óhætt að segja, að nokkur ákvæði samningsins, hafi vakið athygli. Ég læt hér, nægja að vitna beint í "Hollenska" hluta samningsins, þ.s. samningarnir eru mjög svipaðir í flestum atriðum. Lesendum, er í sjálf vald sett, að lesa samningana báða og bera saman, lið fyrir lið.
Fyrst er að líta á "Kafla 11 - Atburðir sem binda enda á samninginn".
Varla þarf að taka fram, að þetta ákvæði mun verða okkur, mjög erfitt. Samkvæmt þessu, þá er mótaðilanum, heimilt að líta svo á, að lánasamningurinn sé á enda, ef íslenska ríkið lendir í greiðsluvandræðum með einhver ótiltekin óskild lán.
Sú mótbára, að slík öryggisákvæði fyrir lánveitanda, séu algeng er rétt. Við skulum muna, að þegar breska ríkisstjórnin, beitti ákvæðum hryðjuverka-laga, ekki einungis á eignir Landsbanka - sem þá var kominn í þrot - heldur einnig á eignir Kaupþings-Banka - sem þá var enn starfandi -; þá fóru öryggisákvæði lánasamninga KB banka og Freedlander í gang, mörg stór lán gjaldféllu þar með og bankinn, í einu vetfangi, síðasti starfandi stóri banki landsmanna, var kominn í þrot.
Þannig, að það er alveg rétt, að slík öryggis-ákvæði, séu algeng í viðskiptasamningum, á opnum markaði. Það er líka punkturinn, að þetta er ekki, hefðbundinn viðskiptasamningur, heldur samningur milli ríkja. Í þannig umhverfi, er það einfaldlega eitt af samingsatriðunum, hvort og þá hversu nákvæmlega, menn kjósa að fylgja þeim hefðum sem skapast hafa, í viðskiptasamningum milli frálsra aðila á markaði.
Það er einmitt mergurinn málsins, að bresk og hollensk stjórnvöld, virðast hafa kosið að beita til fullnustu; hefðbundnum meðulum þeim sem gilda í samingum milli fyrirtækja, og samninganefnd Íslands, gengist inn á þá afarkosti. Í heimi viðskipta, er ekkert athugavert við það, þ.s. allar eignir fyrirtækja eru að sjálfsögðu undir ef áætlanir bregðast. En, Ísland er ekki fyrirtæki og ekki er bjóðandi, að hafa allar okkar eignir undir, með sama hætti, og að ef við værum fyrirtæki.
Þetta, er í besta falli, mjög ósanngjarnt þegar haft er í huga, að mótaðilinn er önnur þjóð, önnur ríkisstjórn og að ekki er einfaldlega hægt að gera eina þjóð upp, eins og um fyrirtæki væri að ræða. En, tilfinningin, sem maður fær, er einmitt sú, að það sé einmitt afstaða hinna samningsaðilanna; að Ísland megi gera upp, eins og um fyrirtæki væri að ræða.
Með öðrum orðum, ósanngirnin og óbilgirnin, er alger. Ef, ske kann, að einhver er ekki sammála, þessari túlkun minni, þá skal sá lesa áfram, og þá einkum 16.3.
Þetta skil ég þannig, að ef "Neyðarlögin" - verða felld úr gildi eða þau gerð ómerk fyrir hæstarétti þá sé mótaðilanum, í Icesave samningnum, heimilt að líta svo á, að samningurinn sé fallinn úr gildi. En, "Neyðarlögin" gerðu einmitt þ.s. vísað er til í þessu ákvæði, þ.e. að tryggja algeran forgang "Tryggingastjóðs innistæðueigenda" að frystum eignum Landsbanka Íslands sáluga. Ástæðan, fyrir þessu öryggisákvæði, er mér fullljós, þ.s. að ef fyrsti veðréttur "Tryggingasjóðs innistæðueigenda" fellur úr gildi, þá er ljóst að allar forsendur þess, að greiða af láninu, eru brostnar. Þá, erum við ekki lengur að tala um að fá milli 75 - 95% upp í Icesave, heldur e-h á bilinu 5 - 25%, þ.e. eftir því hvernig mál myndu ráðast, í beinni samkeppni við aðra kröfuhafa.
Þetta er mjög alvarlegt mál, þ.s. sem ekki hefur enn reynt á "Neyðarlögin" fyrir íslenskum dómstólum, þannig að ekki nokkur sála hefur minnstu hugmynd um hvort þau munu standast eða ekki.
Afleiðingarnar, eru einfaldar og hefðbundnar afleiðingar, slíkra öryggisákvæða; þ.e. að gagnaðilinn hefur þá heimild til að gjaldfella allt lánið, ásamt viðbættum vöxtum, eins og það stendur, á þeim tíma, þegar ákvörðunin um að gjaldfella, er tekin.
Þetta er allt skjólið, og samt voga stjórnvöld sér að tala fjálglega um 7 ára vernd. Það ætti hver heilvita maður að sjá, að líkur þess að við Íslendingar á þessu 7 ára tímabili lendum í greiðsluvandræðum með óskild lán eru umtalsvert hærri en '0'. Einnig ætti hver heilvita maður, að sjá; að líkur þess að "Neyðarlögin" standist ekki, eru verulegar. Ég þori a.m.k. ekki að gefa þeim hærri likur en 50/50. Þannig, að þá eru einnig 50/50 líkur á að Icesave lánið verðir gjaldfellt innan þessara 7 ára.
Við skulum næst skoða Kafla 15 Breyttar aðstæður.
Ríkisstjórnin, er að benda á þetta, sem endurskoðunar-ákvæði. Sem sagt, ef það álit Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins liggur fyrir þess efnis, að möguleikar Íslands til að standa undir skuldabyrði sinni, hefðu versnað umtalsvert samanborið við mat sjóðsins frá 19. nóvember 2008. Ég get ekki séð betur, en að þetta ákvæði sé mjög aumt. A)Ekki virðist, Ísland geta krafist nýrra viðræðna, heldur einungis farið fram á þær; og er það þá einnig háð því, að mótaðilinn sé sammála því mati að Grein 15.1.1 eigi við viðkomandi tilvik. B)Einnig, er þarna ekki neitt heldur til staðar, sem skuldbindur mótaðilann, til að taka hið minnsta tillit til, hins breytta ástands. Allt upp á náð og miskunn, komið. Engin vernd í þessu.
Síðan skulum við líta á Kafla 16 Ráðandi Lög og Löghelgi.
Eins og sést af þessum ákvæðum, hefur ríkisstjórn samþykkt yfirráð breskra laga og breskrar löghelgi, gagnvart öllum deilu eða vafamálum, af hvaða tagi sem verða vill, sem upp kunna að koma. Holland, fær sérheimild til að reka mál, fyrir dómstólum að eigin vali. En, ekki Ísland.
Af þessu að dæma, virðist að Ísland afsali sér því, að fara með mál fyrir hvort tveggja, alþjóða - og fjölþjóða-dómstóla. Með öðrum orðum, hreint og skýrt, þjóðréttarlegt afsal. En, skv. þjóðar-rétti, er mjög takmörkunum háð, hve harkalega má ganga fram, gegn annarri þjóð, í samningum.
Með því, að samingurinn lýtur reglum um viðskiptasamninga, í stað þess að lúta reglum um samninga að þjóðarrétti; þá er mögulegt að hafa til staðar, miklu mun harkalegri ákvæði, en annars væri heimilt.
HIÐ ÞJÓÐRÉTTARLEGA AFSAL, ER ÞVÍ; MJÖG, MJÖG ALVARLEGT!!!
Það er óhætt að segja, að Grein 16.3, sé umdeild. Hér fyrir neðan, byrtist þýðing á henni sem framkvæmd var af "Magnúsi Thoroddsen hæstaréttarlögmanni". Það ætti því að vera óhætt að treysta því, að sú þýðing sé framkvæmd skv. þeirri bestu þekkingu á lögum, sem völ er á hérlendis.
Magnús Thoroddsen, hæstaréttarlögmaður hefur verið einkar gagnrýninn, á Grein 16.3: Sjá Frétt Pressunnar - Hollendingar geta tekið Alþingishúsið fjárnámi .
Nú skulum við leggja sjálfstætt mat á það, hvað sé satt og rétt, í þessu máli. Ríkisstjórnin, þar á meðal Jóhanna sjálf, heldur því fram að skilningur Magnúsar Thoroddsen, hæstaréttarlögmanns, sé af og frá. En, hérna sjá menn, hver sem skoðar þessa bloggsíðu, svart á hvítu, hvað stendur í texta samingsins.
Eins og sést, ef skoðuð eru þau ákvæði, sem ég hef lagt áherslu á, þá kemur ekkert fram, engin takmarkandi skilgreining, sem undanskilur nokkra tiltekna eign, í eigu Tryggingasjóðsins eða íslenska ríkisins. Það eina, sem takmarkar með nokkrum hætti, er það sem ég hef grænletrað , með öðrum orðum, eina takmörkunin er sú að aðilinn sem gengur að íslenskum eignum verður að lúta þeim lögum og reglum, sem gilda um eignaupptöku, í því lagaumdæmi, sem sókn um eignaupptöku fer fram. Ef þið trúið mér ekki, lesið þetta sjálf,,,eins oft og þið þurfið.
III. Niðurstaða
Það er ljóst, að núverandi Icesave samningur, hefur mjög alvarlega galla.
Það er ljóst, í Kastljósi, að aðstoðarmaður Fjármálaráðherra, Indriði H. Þorláksson, fattaði ekki hvað hann var að segja, þegar hann kom með þá mótbáru, að öryggisákvæði samningsins væru eðlileg og algeng í lánasamningum á markaði. Það er alveg hárrétt hjá honum, þannig séð.
Kastljós:18/6/09 .
Aftur á móti, virðist hann ekki enn gera sér grein fyrir, að með því að samþykkja að samningurinn lúti reglum um hefðbundna viðskiptasamninga á markaði, ásamt því að lúta breskri lög- og réttar-helgi þar um; þá afsalaði samninganefnd Íslands, þar með, möguleikanum á því að láta samninginn lúta reglum Þjóðarréttar, sem hefði veitt mótaðilum okkar, miklu þrengri aðstöðu til að setja inn í samninginn, ósanngjörn og óbilgjörn ákvæði, eins og þau, sem ég vísa til.
Niðurstaðan, er sú, að samningurinn, er afskaplega slæmur og ekki síst, HÆTTULEGUR.
Allar eignir Íslands, virðast vera undir, og það að mestu án takmarkana, eins og Ísland væri fyrirtæki, sem hægt sé að gera upp. Líkur verða teljast mjög verulegar, í ljósi síversnandi efnahags stöðu - bankarnir hafa ekki enn verið formlega endurreistir - og stöðuga fjölgun gjaldþrota, einstaklinga sem og fyrirtækja; ört fallandi verðmætis eigna - sem standa undir skuldum - og vaxandi atvinnuleysis - - - - er ljóst að hætta er umtalsverð á því, að Icesave samningurinn, verði gjaldfelldur, innan 7 ára tímabilsins, sem skv. ríkisstjórn, á að vera sá tími sem samningurinn veiti okkur skjól. Þá, skv. ákvæðum 16.3 má ganga að hvaða eign sem er, í eigu ríkisins, eins og ég sagði - án takmarkana.
Ég verð að taka undir orð Magnúsar Thoroddsen, hæstaréttarlögmanns þess efnis, að þá geti Landsvirkjun - eða hvað annað í eigu ríkisins, t.d. Þjóðlendur, verið undir og komist í eigu útlendinga, til að vasast með, skv. eigin hag en ekki okkar.
VIÐ VERÐUM AÐ GERA OKKUR GREIN FYRIR, AÐ VIÐ ERUM MILLI 2. ELDA. HVORU MEGINN, BRENNUR ELDURINN, MINNA HEITT?
Ég held, að þrátt fyrir stóralavarlega galla við að hafna Icesave samkomlaginu,,,og hætturnar sem þá skapast eru sennilega ekki smáar í sniðum; þá held ég, þegar allt er skoðað í samhengi, að það að samþykkja þetta Icesave samkomulag ríkisstjórnarinnar, væri enn hættulegra!!
Kv. Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.
Einar Björn Bjarnason, 19.6.2009 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.