Gamli sáttmáli meinlaust plagg miðað við IceSave "sáttmálann"?
18.6.2009 | 19:37
Ef Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vill vera ábyrgur leiðtogi íslensku þjóðarinnar þá ætti hún að ganga fram fyrir skjöldu og biðja þingheim um að fella tillögu um að veita Tryggingarsjóði ríkisábyrgð vegna IceSave samningsins.
Ekki vegna þess að það eigi ekki að semja við Breta og Hollendinga - sem ég hef ákveðnar efasemdir um sem ekki er aðalatriðið - heldur til þess að taka aftur upp viðræður við Breta og Hollendinga og fá inn í samninginn klárt og skýrt að túlkun Jóhönnu á samningsákvæðunum sé rétt.
Það ætti ekki að vera erfitt ef Jóhanna og ríkisstjórnin er þess fullviss að þeirra túlkun á því að ekki sé verið að veðsetja Alþingishúsið, landið og miðin í samningnum, er rétt.
Við megum ekki við þeirri óvissu sem upp er komin um túlkun samningsins. Ef unnt er að túlka samninginn á þann hátt sem öflugir og virtir lögmenn hafa sýnt fram á að unnt sé að gera Íslandi í óvil - þá er Gamli sáttmáli meinlaust plagg miðað við lagasetningu um IceSave!
PS.
Reyndar verð ég að halda til haga að Gamli sáttmáli var ekki eins slæmur og Íslendingar hafa látið vera láta frá því á 19. öldinni. En það er annað mál.
![]() |
Icesave-samningar birtir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef verið innilega fylgjandi því að endurvekja gamla sáttmála..
Óskar Þorkelsson, 18.6.2009 kl. 20:05
Hér geta menn lesið Gamla sáttmála og borið saman við Sáttmála Jóhönnu.
Loftur Altice Þorsteinsson, 18.6.2009 kl. 20:35
ég birti gamla sáttmála á mínu bloggi í fyrra einhverntímann :)
Óskar Þorkelsson, 18.6.2009 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.