Gamli sáttmáli meinlaust plagg miđađ viđ IceSave "sáttmálann"?

Ef Jóhanna Sigurđardóttir forsćtisráđherra vill vera ábyrgur leiđtogi íslensku ţjóđarinnar ţá ćtti hún ađ ganga fram fyrir skjöldu og biđja ţingheim um ađ fella tillögu um ađ veita Tryggingarsjóđi ríkisábyrgđ vegna IceSave samningsins.

Ekki vegna ţess ađ ţađ eigi ekki ađ semja viđ Breta og Hollendinga - sem ég hef ákveđnar efasemdir um sem ekki er ađalatriđiđ - heldur til ţess ađ taka aftur upp viđrćđur viđ Breta og Hollendinga og fá inn í samninginn klárt og skýrt ađ túlkun Jóhönnu á samningsákvćđunum sé rétt.

Ţađ ćtti ekki ađ vera erfitt ef Jóhanna og ríkisstjórnin er ţess fullviss ađ ţeirra túlkun á ţví ađ ekki sé veriđ ađ veđsetja Alţingishúsiđ, landiđ og miđin í samningnum, er rétt.

Viđ megum ekki viđ ţeirri óvissu sem upp er komin um túlkun samningsins. Ef unnt er ađ túlka samninginn á ţann hátt sem öflugir og virtir lögmenn hafa sýnt fram á ađ unnt sé ađ gera Íslandi í óvil - ţá er Gamli sáttmáli meinlaust plagg miđađ viđ lagasetningu um IceSave!

PS.

Reyndar verđ ég ađ halda til haga ađ Gamli sáttmáli var ekki eins slćmur og Íslendingar hafa látiđ vera láta frá ţví á 19. öldinni.  En ţađ er annađ mál.


mbl.is Icesave-samningar birtir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Ţorkelsson

Ég hef veriđ innilega fylgjandi ţví ađ endurvekja gamla sáttmála..

Óskar Ţorkelsson, 18.6.2009 kl. 20:05

2 Smámynd: Loftur Altice Ţorsteinsson

Hér geta menn lesiđ Gamla sáttmála og boriđ saman viđ Sáttmála Jóhönnu.

Í nafni föđur ok sonar ok heilags anda.
Var ţetta játađ ok samţykt af öllum almúga á Íslandi á Alţingi međ lófataki:
At vér bjóđum (virđuligum herra) Hákoni konungi hinum kórónađa vára ţjónustu undir ţá grein laganna, er samţykt er milli konungdómsins ok ţegnanna, ţeirra er landit byggja.
Er sú hin fyrsta grein, at vér viljum gjalda konungi skatt, ok ţingfararkaup slíkt sem lögbók váttar, ok alla ţegnskyldu, svá framt sem haldin er viđ oss ţau heit, sem í móti skattinum var játađ. Utanstefningar viljum vér aungvar hafa, utan ţeir menn, sem dćmdir verđa af várum mönnum á Alţingi í burt af landinu. Item at íslenzkir sé lögmenn og sýslumenn á landi váru af ţeirra ćttum, sem at fornu hafa gođorđin upp gefit. Item at sex hafskip gangi á hverju ári til landsins forfallalaust. Erfđir skulu ok upp gefast fyrir íslenzkum mönnum í Noregi, hversu lengi sem stađiđ hafa, ţegar réttir arfar koma til eđr ţeirra umbođsmenn. Landaurar skulu upp gefast. Slíkan rétt skulu hafa íslenzkir menn í Noregi sem ţeir hafa beztan haft. Item at konungr láti oss ná íslenzkum lögum ok friđi eptir ţví sem lögbók váttar ok hann hefir bođiđ í sínum bréfum, (sem guđ gefr honum framast afl til). Jarl viljum vér hafa yfir oss međan hann heldr trúnađ viđ yđr, en friđ viđ oss. Halda skulum vér ok vorir arfar allan trúnađ viđ yđr međan ţér ok yđrir arfar halda viđ oss ţessa sćttargerđ, en lausir, ef rofin verđr af yđvarri hálfu at beztu manna yfirsýn.
Anno M. ijc lxiij.
Hér eptir er eiđr Íslendinga.
Til ţess legg ek hönd á helga bók ok ţví skýt ek til guđs at ek sver herra Hákoni konungi ok Magnúsi konungi land ok ţegna ok ćfinlegan skatt međ slíkri skipan ok máldaga sem nú erum vér á sáttir orđnir ok sáttmálsbréf várt váttar.
Guđ sé mér hollr, ef ek satt segi, gramr ef ek lýg.

Loftur Altice Ţorsteinsson, 18.6.2009 kl. 20:35

3 Smámynd: Óskar Ţorkelsson

ég birti gamla sáttmála á mínu bloggi í fyrra einhverntímann :)

Óskar Ţorkelsson, 18.6.2009 kl. 21:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband