Eftirsjá af Þorsteini Pálssyni af Fréttablaðinu

Það er eftirsjá af Þorsteini Pálssyni sem ritsjóri Fréttablaðsins. Þorsteinn hefur gegnum tíðina ritað fjölmarga góða og og ég vil segja merka leiðara í blaðið. Leiðara sem hafa haft jákvæð áhrif á þjóðfélagsumræðuna.

Það er því gleðiefni að Þorsteinn muni áfram skrifa greinar um stjórnmál og þjóðfélagsmál í Fréttablaðið og á fréttavefinn Vísi.

Ég þess fullviss að metnaður Þorsteins um að reka vandað og trúverðugt blað hafi skipt miklu máli fyrir Fréttablaðið. Af gefnu tilefni óttast ég að það gæti myndast pólitísk slagsíða á Fréttablaðinu í kjölfarið - en vona að ristjórinn sem eftir situr hafi metnað til þess að svo verði ekki.

Reyndar má Jón Kaldal ritstjóri eiga það að hann hefur einnig mikinn faglegan metnað. Spurningin er bara hvort hann hafi stjórn á pólitískum blaðamönnum sínum.


mbl.is Þorsteinn hættir sem ritstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

 Ekki get ég tekið undir með þér að það sé nokkur eftirsjá í Þorsteini Pálssyni, þó svo að hann skrifi góðan texta, en hann hefur verið einn helsti varðhundur gjafakvótakerfisins og þeirrar vonlausu stefnu sem rekin óslitið frá því að hann var sjávarútvegsráðherra að veiða minna til að geta veitt meira seinna.

Veiðin á Íslandsmiðum eftir þessa dýru tilraun er þorskveiðin 150 þúsund tonn en á þeim árum þegar engin stjórn var á veiðum frá 1950 til 1970 þá var meðalveiðin 440 þúsund tonn og aflinn sveiflaðist frá 350 þús - 550 þús tonn.

Kveðjuleiðari Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í dag er með þessu marki brenndur.  

Sigurjón Þórðarson, 9.6.2009 kl. 10:54

2 identicon

Sæll; Hallur !

Enn; lifir þú, í þinni sápukúlu veröld, vesalings drengur.

Hélt; að fremur ætti að fagna fækkun forsöngvaranna, í ESB kórnum, Hallur minn.

Sá þig ekki; á Austurvelli Reykvízkra, í gær, ágæti drengur. Hefir líkast til, meiri þörf fyrir, að fylgja krötunum, en þínu fólki, í landinu.

Tek undir; að öðru leyti, með vini mínum, Sigurjóni Þórðarsyni, sem oftar.

En; með kveðjum þó, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 12:00

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hallur, þú ert nú með þeim alkurteisustu hérna á blogginu, verð ég að segja, og best að segja ekki annað um þetta innlegg þitt. Með kveðju, BF.

Baldur Fjölnisson, 9.6.2009 kl. 13:39

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þorsteinn Pálsson á allt gott skilið enda er hann bindindismaður. Skoðanir hans eru einsog flestra bæði góðar og slæmar og svo mikið prúðmenni er hann að þar hallar ekki á.

Komst án klækja klakklaust undan Dabba. Fékk aukna reynslu og víðsýni við störf erlendis.

Þarfur maður flokki sínum en þeir eru svo ráðvilltir sjálfstæðismenn að hann gagnast þeim lítt einsog stendur. Hefði viljað sjá hann sem foringja þeirra í stað Bjarna núlifandi Ben.

Gísli Ingvarsson, 9.6.2009 kl. 17:34

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

... varð enn þægari leppur en áður eftir langvarandi hlýðniþjálfun í Bretlandi ...

Baldur Fjölnisson, 9.6.2009 kl. 18:20

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Óskar!

Ég var því miður á fundi sem ég gat ekki skrópað á.

Sjáumst næst!

Hallur Magnússon, 9.6.2009 kl. 19:12

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hér má sjá þá ræða málin af mikilli andagift Þorstein (t.h.) og aðstoðarritstjóra ruslpóstsins.

Baldur Fjölnisson, 9.6.2009 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband