Ríkisstjórnin feti í fótspor Framsóknarmannsins Obama

"Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segist eiga von á því að geta búið til eða verndað um 600.000 störf næstu 100 daga með því að hraða 10 stórum framkvæmdum og verkefnum." segir í frétt Morgunblaðsins. 

Aðiljar vinnumarkaðarins eru einmitt að leggja fram sambærilegar tillögur hér á Íslandi. Ríkisstjórnin á að verða við tillögum atvinnulífsins og taka Obama sér til fyrirmyndar í atvinnuuppbyggingu til að berjast gegn atvinnuleysinu.

Reykjavíkurborg hefur þegar tekið slíkt mikilvægt skref.


mbl.is Obama ætlar að skapa eða vernda um 600.000 störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

dream on...?

vitna í www.jonas.is

Sökudólgi flaggað Ég skil ekki, að fjölmiðlar skuli draga versta sökudólg íslenzka hrunsins fram í dagsljósið hvað eftir annað. Sigurjón Árnason á að vera í fangelsi, en ekki á síðum og skjáum fjölmiðla. Hann fullyrðir ævinlega, að eignasöfn IceSave muni standa undir skuldbindingum. Fyrir sér hefur hann ekki neitt, ekki frekar en Jóhanna Sigurðardóttir, sem ítrekað talar um 95% endurheimt. Það er ábyrgðarhluti fjölmiðla að draga fram fólk, sem hefur núll í einkunn á mælikvarða trausts. Og láta það ausa blekkingum yfir hrellda þjóð, sem nú á að moka maðkaðan skítinn eftir Sigurjón Þ. Árnason og Björgólfana báða. 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.6.2009 kl. 19:14

2 identicon

Hallur !

Það er gott ef einhver hefur tök á því að búa til störf fyrir fólk, ekki verra ef það eru mörg hundruð störf.  En að ætla fólkinu að skapa þetta sjálft með sínum peningum !  Jú, hugmyndir eru að taka lífeyrissjóðspeninga fólksins til að skapa því vinnu !  Ef einhver hefur hugmynd um að gera þetta svona, hvernig væri að stjórnendur lífeyrissjóða héldu fundi með þeim sem eiga peninga og segðu fólki frá hugmyndum sínum ?  Ekki taka bara peninga úr lífeyrissjóðunum , eins og búið er að gera síðustu árin, og eyða þeim í einhver gæluverkefni !  Ekki ætla þeir að taka peningana sem eru að gefa bestu ávöxtun erlendis og henda þeim í gæluverkefni ?

,,Aðilar vinnumarkaðirins"  hafa ekkert vald til að gambla með peninga i lífeyrissjóðum landsmanna !

ASÍ forystan er umboðslaus í öllum sínum samningaviðræðum í dag !

Það hefur ekkert verkalýðsfélag gefið einum forystumanni umboð til samninga um eitt né neitt !

JR (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband