Steingrímur beygður "á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála"
5.6.2009 | 16:01
Það er grátlegt að sjá til Steingríms J. þessa dagana. Ekki aðeins að hann skreyti dálítið í þinginu þegar hann sagði að það væru einungis könnunarviðræður í gangi vegna Iceasave - heldur ætlaðist hann af mikilli hörku til forystuhollustu af Lilju Mósesdóttur þegar hún ákvað að fara að sannfæringu sinni við atkvæðagreiðslu um hækkun áfengis- og bifreiðagjalda sem aukið hafa skuldsetningu heimila og fyrirtækja um marga milljarða.
Þá hefur Steingrímur J. beygður "á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála" svo notuð séu hans eigin orð.
Reyndar ætla ég ekki að halda því fram að Icesave-samkomulagið sé alslæmt. Þvert á móti. En það er hins vegar grátbroslegt að sjá Steingrím enn og aftur að ganga þvert á fyrri yfirlýsingar sínar eftir að hann komst sjálfur í stjórn.
Í grein sem hann ritaði um Icesave málið 24. janúar og bar heitið "Sorgarsaga Icesave málsins" er meðal annars að finna þessa gullmola:
"...Þó má segja að enn sé örlítil vonarglæta eftir í málinu enn því á Tryggingarsjóður innstæðueigenda eftir að taka við skuldunum og tryggingarupphæðirnar eru því formlega séð enn á ábyrgð viðkomandi ríkja...
... Í ljósi þessa er mesta örlagastund í Icesave-málinu í raun enn eftir. Enn er hægt að afstýra stórslysi fyrir íslenska þjóð. Taki Tryggingarsjóðurinn hins vegar við skuldunum er ljóst að þá er verður ekki aftur snúið: Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála sem ríkisstjórnin hefur ekki dug í sér að standa gegn."
Ég sé ekki betur en að Steingrímur hafi ekki haft dug í sér að standa gegn pólitískum þvingunarskilmálum í Icesave deilunni - eins og hann orðaði það svo smekklega sjálfur.
Steingrímur fær fullt umboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:03 | Facebook
Athugasemdir
Rétt hjá þér Hallur, karlinn hann Steingrímur þekkir ekkert nema að vera yfirlýsingarglaður stjórnarandstöðu púki, og loksinns þegar hann hefur nú tækifæri til að láta til sín taka þá vantar allan dug í karlinn og talar bara í hringi, en það er þó lós í þessu öllu að við fáum aftur kosningar fljótlega og þá getum við leiðrétt þessi mistök.
Pétur Steinn Sigurðsson, 5.6.2009 kl. 18:28
Hallur. það er með ólíkindum hvernig þú getur í skilningsleysi þínu sagt að Steingrímur J. sem er að byrja að moka skít síðustu áratuga fyrir hönd þjóðarinnar (þar með þíns flokks) skuli fá slíkt vanþakklæti frá þér.
Hefur hann persónulega gert þér eitthvað til að þú þurfir að vinna svona á móti honum og Jóhönnu? þú ættir að fá þér hollara áhugamál ef þú hefur tíma í áhugamál á þessum erviðum tímum, (ertu ekki í vinnu annars?) en að blogga svona neikvætt um persónur í erviðri stöðu. Sundruð þjóð er ekki þjóð.
Laun heimsins eru vanþakklæti.
Verð að viðurkenna að ég vorkenni þér að hafa ekki vit á, í það minnsta að þakka fyrir að þurfa ekki sjálfur að moka skítinn eftir framsókn. það eru því miður of fáir sem raunverulega hafa þurft að moka skít spillingar og lært hvaða mótlæti sem því fylgir.
Skil af hverju Þráinn Bertels. blessaður vildi ekki vinna með ykkur í framsókn. Hann er of heiðarlegur og skynsamur til að vinna með svona fólki. Vilt þú ekki heldur leggja þjóðinni lið en að vinna gegn lausnum og íþyngja öllum með þessum pistlum þínum? þeir eru svo neikvæðir að mínu mati. Held að þú sérst ágætis maður en á villubraut eins og við flest oft á tíðum.
Steingrímur J. hefur vaxið í áliti hjá mér, það verð ég að viðurkenna. Hafði ekki mikið álit á honum. Enginn er fullkominn sama hvaða flokki hann tilheyrir. það vitum við öll. Heiðarlegi vegurinn er öllum opinn og skilar bestum árangri fyrir alla.
Hef oft lent í því í lífinu að fallast hendur þegar þarf að fara að takast á við mjög ervið verkefni og þekki tilfinninguna, hún er ekki góð,(ekki fyrr en hef tekist á við verkefnið af bestu getu). Er svo heppin að hafa með stuðningi góðs og velviljaðs fólks ráðið við þau.
þannig er það líka í stjórnmálum held ég.
Mig langar ekki að sparka í forsvarsmenn liggjandi þjóðar, sem eru að reyna að gera góða hluti. Mig langar frekar að hjálpa þeim ef ég get.
Fyrirgefðu mér Hallur en ég er aðeins í stórorða gírnum núna, bið ég aðra líka afökunar á því að er stundum þannig (er vel meint). þykist ekki vera alvitur né best, en stundum getur það litið þannig út þegar ég er að blása mig út á blogginu með mínar ákveðnu skoðanir. En auðmýktin er hérna í smásekk við hliðina (í huga mínum.) Kanski hann sé ennþá of tómur? Held það sjálf.
Hvað heldur þú Hallur minn? Gangi þér vel.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.6.2009 kl. 18:35
Átti að vera afsökunar í 6 síðustu línu.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.6.2009 kl. 18:41
Anna Sigríður.
Ráðlegg þér að lesa pistilinn þinn aftur.
Lesa svo bloggið mitt aftur.
Og lesa pistilinn þinn enn og aftur.
Þú ert greinilega að tala um eitthvað allt annað en það sem ég var að blogga um. Ég er bara að draga fram að Steingrímur er ekki samkvæmur sjálfum sér. Þú getur ekki hrakið það - hvernig sem þú reynir.
Einnig að ég varð fyrir vonbrigðum með að Steingrímur - sem alla tíð hefur talað um að sannfæring Alþingismanna eigi að vera á oddinum - þegar hann ræðst - reyndar utan þingsals - að Lilju Mósesdóttur fyrir það að hún fór eftir sinni eigin sannfæringu!
Hvar endar Steingrímur með sama áframhaldi - ef hann tekur 180 gráðu beygju í nánast öllum málum! Kannske endar hann bara sem formaður Sjálfstæðisflokksins!
Hvað varðar Icesave - þá er umgjörðin í legi - en vextir 3%-4% of háir.
Við eigum ekki að sætta okkur við punkti hærra en stýrivextir Englandsbanka á hverjumtíma fyrir sig - ekki gleyma að Bretar réðust að okkur með hryðjuverkalögum!
Hallur Magnússon, 5.6.2009 kl. 19:42
Hallur Steingrímur er tækifærisinni eins og þið Framsóknarmenn,er verið að moka skít eftir ykkur framsóknarmenn,Sjálfstæðis og Samfylkingunna að hlutatil.En má ekki gleyma bankasölunni og hvernig hún var framkvæmd 2002 og hverjir fengu að kaupa og setja málið í samhengi?
sæi (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 00:27
Heldur vil ég sjá Steingrím blessaðann sem sjálfstæðismann en tapsárann framsóknarmann.
Allir lenda í því á lífsleiðinni að vera ekki samkvæmir sjálfum sér en þetta er ekki rétti tíminn til að eltast við allt sem misferst. Aldrei í íslenskri pólitík hefur verið erviðara en nú að gera allt rétt og merkilegt að framsóknarmaður skuli vera svo upptekinn af mistökum stjórnarinnar.
Öllum er í þessu lífi leyfilegt að læra af reynslu og skipta um skoðun. Annað er víst kallað stöðnun í þroska á góðri íslensku. Ekki er gott að festast í hagfræðingavillu- reikningsdæmi eins og þú varst að reyna að útskýra án þess að þú hafir hugmynd um hvernig öll mál munu þróast í framtíðinni eða hvernig þau eru í raun og veru.
En ef þú veist þetta allt svona vel af hverju varst þú ekki löngu búin að benda stjórninni á það? Varstu kanski bara að bíða eftir rétta tækifærinu til að rakka þeirra gjörðir niður og koma framsókn að aftur með nýjum kosningum?
þá myndi nú líklega allt fara að ganga vel á okkar ágæta skeri?
Hvort ert þú að hugsa um þjóðina eða framsóknarflokkinn?
Verstu hryðjuverk gagnvart Íslandi komu því miður frá framsóknarflokknum. Ekki gleyma því alveg. Vona að þú sjáir þér fært að hugleiða það aðeins samfara öllum útásetningunum.
Svo finnst mér ekki neitt stórmannlegt að draga fram ósannaðar sögur utan þingsalar. þannig vinnur Gróa á Leiti og er ekki fræg af neinu góðu fyrir það. það verður þú ekki heldur með svona áframhaldi.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.6.2009 kl. 00:36
Öll á þessi óreiða rætur að rekja til spillingarinnar í kringum sölu ríkisbankanna, þegar þinn flokkur og Sjálfstæðisflokkunum skiptu bönkunum milli vina sinna. Það kostar sitt að moka íhalds - og Framsóknarflórinn. Nú erum við að súipa seyðið af langri óstjórn ykkar, Hallur. Þetta er ekkert mjög flókið.
PS Þú hlýtur að vera stoltur af þingliðinu þínu, sem talar um landráð og lygar og verður svo heltekið vanstillingu, þegar stjórnarliðar fara í ræðustól að það hrópar og kallar svo ekki heyrist mannsins mál í þingsölum. Þetta er til fyrirmyndar, - ekki satt ? Og svo halda þingmennirnir þínir áfram að segja mér langar en það er önnur saga.
Eiður (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 07:54
Þetta er ekki flokkavandamál eða persónulegur ósigur Steingríms. Þetta er ein af ögurstundum þjóðarinnar. Það er verið að semja um langtíma skuldir íslendinga sem bökkuðu upp mesta fjárglæfraspil sem um getur að ein þjóð hafi komið nærri. Já þetta er okkar allra vandi og Steingrímur gerir svo sannarlega sitt besta til að ráða fram úr því fyrir okkar hönd. Að lenda þesu máli verður aldrei 'hagkvæmt' eða 'ódýrt' og mér segir svo hugur að það sé betra að ganga til samninganna með höfuðiði hátt en að heykjast í málþófi og ákvarðanfælni fram á haust einsog mér finnst stjórnarandstaðn vilja. Og ekki segja að við eigum ekki að borga það er svo 2007!
Gísli Ingvarsson, 6.6.2009 kl. 09:52
Anna Sigríður.
Hvað áttu við með "að draga fram ósannaðar sögur utan þingsalar"? Hvers lags sönnun viltu fá? Sjónarvotta? Þeir eru til.
Hvað varðar að skipta um skoðun - þá er ég sammála þér með það. Ég hef alltaf áskilið mér rétt til þess. En það er dálítið grátlegt að sjá Steingrím snúast á nokkrum dögum um 180 gráður í hverju málinu á fætur öðru - málum sem hann hefur haft hátt um í mörg ár. Kjósendur VG hljóta að vera hugsi yfir því hversu ört hann skiptir um skoðun þegar hann er kominn í valdastól.
Eiður!
Þetta "mér langar" er að gera mig vitlausan líka!
Ætla ekki að stæla við þig um orsök stöðunnar - en það breytir því ekki að Steingrímur hefur verið beygður í málinu. Um það er bloggið mitt fyrst og fremst.
Hallur Magnússon, 6.6.2009 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.